Bretar enn í fyrsta sæti

Bretar sem eiga eða áttu innstæður á hinum margumtalaða Icesave reikningi eru enn hjartfólgnir þeim sem fjalla um efnahagskreppuna. Enn setja þeir Bretana framar Íslendingum. Allt er gert til að bjaga andlitinu erlendis, skítt með ykkur landar góðir, þið verðið hvort sem er búnir að gleyma þessu innan fárra vikna eða mánaða!


Hvern fjandann er fólkið að meina?

  Starfs míns vegna neyðist ég til að lesa kreppufréttir daginn út og daginn inn. Auðvitað finnst mér þetta alveg hræðilegt og allt það en það er eitt sem ég skil ekki. Flestir tala um að nú sé kominn tími til að sinna börnunum sínum, fjölskyldu og vinum. Hvað í andskotanum heldur þetta fólk að íslenskur almenningur hafi haft fyrir stafni? Skyldi það ætla að við höfum verið viti okkar fjær og stigið trylltan dans í kringum gullkálfinn á meðan börnin okkar, vinir og ættingjar lágu óbættir hjá garði? Umkomulausir og einmana þar sem enginn hafði nokkurn tíma fyrir þá? 

  Ég sjálf og allir sem ég þekki hafa nú verið uppteknir af því að vinna fyrir sér, að vísu ekki að vinna fyrir bankastjóralaunum heldur bara svona til að eiga fyrir salti í grautinn. Þessi sauðsvarti almúgi sem ég þekki hefur bara hugsað vel um börnin sín, takk fyrir. Hringt í vini og ættingja og heimsótt þá jafnvel ef sérlega vel hefur legið á fólki. Mér finnst þessi umræða gjörsamlega fáránleg. Það er verið að slá ryki í augun á okkur með því að við getum nú gert svo margt gott og nytsamlegt þótt búið sé að ræna okkur aleigunni og marga starfinu. Nú þakkar maður fyrir það helst að hafa þó vinnu. Það er verið að koma inn hjá okkur samviskubiti, að við höfum nú ekki hugsað sem best um þá sem næst okkur standa. Nú þegar við erum orðin atvinnulaus og blönk getum við allavega gefið okkur tíma að sinna börnunum í stað þess að æsa okkur yfir því að það sé búið að svipta okkur aleigunni og atvinnunni. Við eigum nefnilega ekkert að vera að velta okkur upp úr því hver sé ástæðan fyrir þessum hremmingum, við erum hvort eð er svo vitlaus að við munum aldrei geta skilið að þetta var eiginlega alveg óvart og mönnum í útlöndum að kenna. Hvað er svo sem að marka einhverja aumingja sem eiga ekki einu sinni part í þyrlu? 

  Ég fyrir mína parta ætla að halda áfram að sinna börnunum mínum, ættingjum og vinum. En ég ætla líka að vera reið, alveg fjúkandi vond, og ekki hætta fyrr en ég hef fengið svör við því hvernig í andskotanum allt gat farið hér til helvítis á einni nóttu. 

  Afsakið orðbragðið.

Fékk þetta sent frá Vildísi minni í gær.


Ekki er allt sem sýnist

Það hefur verið forvitnilegt að hlusta á viðtölin við hina nýju bankastjóra Glitnis og Landsbankans. Tvær fjölhæfar konur sem stýrt hafa ákveðnum sviðum innan stofnana sinna. Það sem hefur brunnið á almenningi er spurningin um laun þessara nýju bankastjóra. Það hafa engar upplýsingar fengist um það en í sjónvarpinu í gærkveldi viðurkenndi önnur þeirra að hún hefði verið lækkuð í launum. Samkvæmt tekjublaði Mannlífs var Birna Einarsdóttir með 2.6 milljónir að jafnaði í laun á mánuði í fyrra. Atvinnuleysisbætur og elli- og örorkuífeyrir slefar 130 þúsundum á mánuði!

Ráðamenn voru í London fyrir skömmu til að fjalla um bankamálin. Þetta var fyrir hrunið. Viðskiptablaðið segir að með þeim í för hafi verið Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, en hann átti einmitt mikilla hagsmuna að gæta í Landsbankanum og ekki fráleitt að hann hafi verið innherji. Baldur seldi bréf sín tímanlega áður en bankinn var þjóðnýttur og bjargaði þannig langt á annað hundrað milljónum króna.

Dögum saman hefur Markaðurinn leitað eftir viðtali eða viðbrögðum fyrrverandi eigenda Landsbankans við þeirri stöðu sem komin er upp vegna Icesave-innlánsreikninganna. Björgólfsfeðgar vilja ekki tjá sig, ekki heldur Kjartan Gunnarsson, en hann var varaformaður bankaráðs og Björgólfur Guðmundsson formaður. Forkólfar annarra banka hafa komið fram í fjölmiðlum en frá Björgólfum og Kjartani kemur þögnin ein. Hermt er að Jón Ólafsson sé á leið til landsins eftir að hafa búið á hóteli í London undanfarin ár.


Dávur í Tjörnuvík

Ég hef oft sagt að heimurinn sé ótrúlega lítill. Fyrir rúmlega mánuði síðan hitti ég Dávur í Tjörnuvík og við vorum kynnt með þessum orðum; Dávur loksins hittirðu konu frá Norðfirði. Í ljós kom að Dávur hafði verið á Goðanesinu NK og stundað ýmsa aðra vinnu á Íslandi. Hann var mikill Norðfjarðarvinur og  hafði um margt að tala. Sérstaklega var honum hugleikinn vinur hans Herbert Þórðarson skipstjóri sem fórst með skipi sínu norðan við Færeyjar. Dávur gerði sér ferð til Norðfjarðar og dvaldi hjá Siggu Herberts sem var gift Herberti áður fyrr. Dávur þekkti vel til á Íslandi og var virkilega gaman að tala við hann. Það var Sveinur Ísheim Tummason sem leiddi mig til Dávur en hann var leiðsögumaður í ferð sem ég fór til Færeyja í september.

Hinn 19. september síðastliðinn var hann heiðursgestur í mannfagnaði á aðalræðisskrifstofu

Íslands í Þórshöfn, þegar þriðja og síðasta bindið af ævisögu hans kom út. Enginn Færeyingur hefur sagt svo nákvæmlega frá lífi sínu sem hann hefur gert í þessum þremur bókum, sem Sveinur hefur skráð. Dávur lést 13. október s.l.


Hvað með landann?

Er ekki stórmerkilegt þetta daður stjórnvalda við sparifjáreigendur íslensku bankanna utanlands? Treysta þau á gullfiskaminni kjósenda þegar kemur að kosningum. Hvar eru nú allir lögfræðingarnir sem geta varið hagsmuni okkar?
mbl.is Finnskir viðskiptavinir Kaupþings fá greitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, það var töff að vera í teinóttu.

Í dag eru sex ár síðan Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson keyptu 46% hlut í Landsbankanum á 12,3 milljarða króna. Einkavæðing Landsbankans var umdeild og sögðu margir að bankinn hefði fengist gefins. Erlendar skuldir íslenskra ríkisins minnkuðu hins vegar um tæpa tólf milljarða, að þávirði en nú er óvíst hvort feðgarnir skilji eftir sig meiri skuldir á herðum ríkisins erlendis en fengust fyrir bankann á sínum tíma.

Forstjórar, fjármálaspekingar og minni spekingar eins og seðlabankastjóri, ráðherrar og forsetinn hömpuðu útrásinni sem eigendur bankanna stóðu fyrir.  Tóku þátt í glæsiveislum þeirra sem kostuðu litlar eitt eða tvö hundruð milljónir. Fjölmiðlar eltust við skottin á þeim og allt var svo gott sem þeir gerðu – þangað til. Meira að segja forstjóri Kauphallarinnar var yfir sig hrifinn af þessum snillingum.

Nú eru snillingarnir farnir úr landi og skilja eftir sig sviðna jörð. Þeir eru þó ekki á nástráinu sjálfir. Ekki aðeins þeir heldur líka bankastjórarnir vatnsgreiddu sem fengu milljarða í starfslok. Já, það var töff að vera í teinóttu.


Fyrst var það landhelgin – nú er það lofthelgin

Mikið vildi ég að stjórnarherrunum beri gæfa til að hafna tjöllunum sem eiga að gæta lofthelgi okkar í nóvember eða desember. Eitt er víst að ef Nato verður heimilað að láta tjallana gæta lofthelgarinnar þá er það sú mesta niðurlægin og undirlægjuháttur sem sögur fara af. Fyrst látum við þá sparka í okkur og seinna sleikjum við á þeim rassgatið!


Enn bullar forsætisráðherra

„Ísland er sterkara á eftir” sagði forsætisráðherra í kvöldfréttum þegar hann var inntur efir niðurstöðunni í kjörinu til öryggisráðsins. Ef þetta er reyndin til hvers var þá verið að spreða hundruðum milljóna króna? Var það bara til að sýnast.

Ég hef aldrei vitað nokkurn fara í kappleik eða kosningar og vera sterkari eftir tapið. Er þessu fólki ekki sjálfrátt lengur eða er það farið að trúa bullinu í sér?


Hitt bananalýðveldið í öryggisráðið

Það hlýtur að vera áfall fyrir þá sem hafa reynt að koma Íslandi í öryggisráðið að hafa fengið rúmlega helming færri atkvæði en Tyrkland, sem er álíka efnahagslega statt og Ísland um þessar mundir. Þar segja menn, látið mig vita það ég er nýkomin þaðan, að gengi lírunnar verði fellt mjög fljótlega.
mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viggó síreiður

Mikið er ég orðin leið á að lesa um þessar eilífu aðfinnslur Viggós Sigurðssonar út í dómarana. Ég held að manninum sé ekki sjálfrátt.
mbl.is Viggó Sigurðsson: Annar dómarinn var á móti okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband