16.10.2008 | 23:20
Er nokkuð við Baug að sakast?
![]() |
Ingibjörg hannaði lystisnekkjuna 101 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 14:09
Rússagull til Íslands
Mikið afskaplega hefur verið hljótt um hag þess fólk sem stjórnendur bankanna hvöttu til að kaupa peningabréf. Þessu má líkja við að rokkarnir séu þagnaðir. Ég vil ekki trúa því að þeir sem eiga þessa peninga með réttu, leiti ekki réttar síns. Mér sýnist að það þurfi að stofna einhverskonar hagsmunasamtök slík samtök hafa nú verið stofnuð af minna tilefni.
Dekur íslenskra stjórnvalda við breska og hollenska sparifjáreigenda er slíkt að engu tali tekur. Vissulega eigum við að standa við allar okkar skuldbindingar en ég tel að við sem hér búum eigum að vera í fyrsta sæti, ekki þegnar forsætisráðherra Bretlands sem segja má að hafi hrundið þessu öllu af stað.
Það fást engin svör frá stjórnvöldum hvernig tekið verður á málinu. Auðvitað eiga stjórnvöld að ábyrgjast peningabréfin eins og aðrar innistæður. Það voru stjórnendur bankanna sem hvöttu sparifjáreigendur til að kaupa þau, vafalaust í góðri trú.
Mér er skemmt ef það verða Rússar sem koma okkur til bjargar, sérstaklega í ljósi þess hvað öðrum stjórnarflokknum hefur verið í nöp við þá. Tek undir með Halla Bjarna vini mínum þegar hann segir að hann skilji ekki það sem Geir sagði við útlendu blaðamennina að Íslendingar hefðu þurft að leita nýrra vina og því leitað til Rússa. Rússar hafa alltaf verið vinir okkar. Við seldum þeim síld, málningu og ullarteppi á sínum tíma í vöruskiptum. Alvöru verslun það. Fengum í staðinn olíu, Moskvits, Volgur og Rússajeppa. Svo þegar vantaði fisk í íslensk frystihús vegna þess að Hafró skammtaði þorskinn, þá komu rússneskir togarar hingað með hráefni. - Hvað er maðurinn að meina? - Rússar hafa í gegnum árin verið okkar bestu viðskiptavinir. Kannski við tökum bar upp rúblu og verðum með milljón króna/rúblu seðla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 08:35
Hugsið fyrst um eigin landsmenn
![]() |
Segir starfsmenn hafa sagt ósatt um peningabréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 09:56
Skipta þarf um menn í brúnni
![]() |
Ágúst Ólafur: Vill að seðlabankastjórar víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 10:07
Langt og strembið ferðalag
Kom heim seint í gærkveldi. Fann í fyrsta skipti fyrir "flugriðu" svona eins og sjóriðu, enda engin furða eftir þennan farkost sem við komum með. En kannski er bara best að þakka fyrir að vera komin heim. Ekki veit ég hvar ferðaskrifstofan fékk þessa flugvél leigða, en hún hlýtur að vera um það bil að komast í forn-flugvélaklúbbinn. Gamli Farmallinn á Melabergi var með sams konar hljóð þegar honum var startað!
Búið að vera gott frí sól og passlegur hiti, gott loftslag. Fólkið frábært hvað þjónustu varðar en hreinlætið mætti vera meira. Mér finnst algjörlega ótækt að nokkur ferðaskrifstofa bjóði upp á gistingu þar sem ætlast er til að notaður klósetpappír sé settur í ílát við hliðina á klósetinu! Þetta kemur ekki fram í kynningu ferðaskrifstofunnar á hótelinu. Þar segir bara: lítið og notalegt hótel, nýuppgert á besta stað í Marmaris...
En ég ætla að vera hérna á svæðinu fram á föstudag, á þá flug heim. Veit ekki hvort ég blogga meira héðan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.9.2008 | 08:45
Lausnin komin
![]() |
Zlatan lærði í gettóinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 21:11
Klukk - klukk
Ég verð víst að bregðast við áskorun frá Eddu og Úrsúlu og hér koma niðurstöðurnar. Getur svo sem verið að ég breyti þessu á morgun.
Fjögur af mörgum störfum sem ég hef unnið um ævina: Framkvæmdastjóri Egilsbúðar, bæjarfulltrúi í Neskaupstað. Svæðisfulltrúi RKÍ og húsmóðir.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á: Camp, Legends of the Fall, Das boot og Lömbin þagna.
Fjórir staðir sem ég hef búið á til lengri og skemmri tíma: Neskaupstaður, Vestmannaeyjar, Reykjavík, Fjarðabyggð.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar: Anna P, Rebus, Löður, Taggart.
Fjórir staðir sem ég hef m.a. heimsótt í fríum: Færeyjar, Spánn, Mexíkó, Bahamas.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg: mbl.is, fjarðabyggð.is. joanisnielsen.fo og austurglugginn.is.
Fernt sem ég held uppá matarkyns: Rjúpur, nautakjöt, lambakjöt, og humar.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni: Þeir máluðu bæinn rauðan, Saga Verkalýðsfélags Norðfjarðar, Selurinn Snorri og Lotta í Ólátagötu..
Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka: Hef ekki gert það upp við mig.
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna: Er á leið til Tyrklands og í framhaldi af þeirri ferð verður ágætt að stoppa aðeins á Íslandi, fara svo til Kanarí og loks í golf á Spáni.
Bloggar | Breytt 22.9.2008 kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.9.2008 | 21:20
Kona, líttu þér nær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 17:17
Er nú í Lækjasmára
En dvölin úti var frábær, hreint alveg yndisleg. Ég kom til Sandavogs eftir hádegi í gær og fékk auðvitað konunglegar móttökur. Fékk ekki einu sinni að draga töskuna mína þessa metra sem voru heim til Tóru og Hassa. Eftir góðan kvöldmat var farið að heimsækja nánustu vinina og allsstaðar voru höfðinglegar mótttökur. Meira að segja flugfreyjan sem tók á móti farþegunum í vélinni sagði: ertu ekki frá Neskaupstað og hefur oft verið í Sandavogi?
Léttsveit Reykjavíkur var líka að fara heim. Þær höfðu sungið á tveimur stöðum í Færeyjum og fengið góðar viðtökur. Kórinn telur í allt yfir 100 konur en þarna voru þær um 60. Flottar konur sem fögnuðu mikið þegar flugstjórinn sagði; halló stelpur. Og þetta var m.a. sagt um þær á planet.fo Kvinnukór Lettsveit Reykjavíkur er felagsskapur av 100 kvinnum, sum hugna sær saman við sangi á hvørjum vetri. Í kórinum syngja systrar, møðgur, skyldkonur og vinkonur, ið saman við hinum limunum í kórinum hava tað í felag, at teimum dámar sera væl at syngja. Nú liggur fyrir að fara að skrifa um það sem ég á að skrifa, ferðina. Er í góðri íbúð sem STAF á og ætla að gefa mér einhverja daga í ritstörfin.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2008 | 17:50
Yndislegu Færeyjar
'Eg kom til Færeyja rétt fyrir ellefu í gærkvöldi.Sem fyrr var afgreiðslan á Reykjavíkurflugvelli ömurleg og meira að segja flugstjóri vélarinnar sem við fórum með sá ástæðu til að finna að seinaganginum við afgreiðsluna. Það var óvíst alla leiðina hvort við myndum lenda í Færeyjum eða ekki. Það birti til eina stundina en dimmdi að þá næstu. En niður komumst við og mér datt í hug þegar flugvélin skall á flugbrautinni að flugstjórinn hefði séð gat og látið vélina detta. Svo harkarleg var lendingin. Tóra og Hassi biðu mín á flugvellinum og það urðu fagnaðarfundir. Stuttir en góðir. Það voru 40 ár í sumar síðan við Tóra kynntumst og heimurinn er lítill, meira að segja pínulítill, því við hlið mér í vélinni sat sonur konunnar sem raunverulega var aðalhvatamaður að samskiptum SÍF og Þróttar. Við héldum strax á Flughótelið þar sem við fengum síðbúinn kvöldverð og hver fékk sitt herbergi.
Að morgunverði loknum fórum við með þyrlu út á Myggines. Tindhólmur var hulinn þoku að mestu en það var þurrt á Mygginesi en helliringndi þegae við lentum aftur á flugvellinum í Sörvogi. Við fórum eftir að hafa sótt farangur okkar á Flughótelið, í Bö þar sem við fengum æðislegan hádegisverð hjá Önnu Soffíu í Pakkhúsinu.
Þaðan fórum við til Þórshafnar þar sem við litum við í Listaskálanum og á tískusýningu hjá Sirrý. Hefði viljað hafa nöfnu mína með þar og hefði það engu máli skipt mig hvað flíkurnar kostuðu. Þær voru svo flottar.
Innrituðum okkur á Hótel .Þórshöfn. Spurt var í afgreiðslunni; Hefðurðu dvalið hérna áður. Ég sagði nei. því þegar ég dvaldi hérna áður hét þetta Sjómannaheimilið.
Förum ú að borð á eftir og endum á Café Natur. Svanhildur ég hugsa til þín!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar