Gæfuspor nú og fyrir 93 árum

Ég tók Gæfuspor í morgun. Tók þátt í verkefni UMFÍ fyrir aldurshópinn 60 ára og eldri. Tilgangur verkefnisins er að hvetja fólk á þessum aldri til að fara út að ganga sér til heilsubótar og ánægju í góðum félagsskap. Það voru 38 karlar og konur sem mættu við Sparisjóð Norðfjarðar í morgun, skráðu sig og fengu að gjöf flottan jakka vatns- og vindheldan, en Sparisjóðurinn er samstarfsaðili UMFÍ.

Það er svo hverjum og einum í sjálfsvald sett hvernig hann hagar gönguferðum sínum, aðalatrið er að fara út að ganga. “Við göngum svo léttir í lundu...”

 

Annað Gæfuspor var stigið fyrir 93 árum en þá fengu íslenskar konur kosningarétt til Alþings þótt takmarkaður væri. Ekki er ólíklegt að á þeim tíma hafi einhverjum þeirra dottið í hug að nú væri björninn unninn. Nei ekki þessi sem var unninn á Skaga. En í dag er öllum sem vilja jafnrétti ljóst að enn er margt óunnið. Ég þekki engan sem með góðri samvisku getur haldið því fram að hér ríki jafnrétti. Vissulega eru konur á Alþingi og eru líka ráðherrar en þær eru færri en ástæða er til að ætla og sama sagan er í sveitarstjórnum landsins,

Konur sækja sér menntun í æ ríkari mæli og konur eru góðir starfskraftar. Þó karlar segist styðja konur er það ekki rétt nema í orði, ekki á borði. Karlar velja karla þegar ráða á í störf. Þyki körlum að sér vegið ættu þeir að leiða hugann að mæðrum sínum, systrum, eiginkonum og dætrum. Það er ljóst að 93 árum eftir að konur fengu kosningarétt er mikið starf óunnið. Þrátt fyrir falleg orð og loforð sem ekki eru efnd virðist sem lagasetning ein geti jafnað rétt kynjanna. Þetta var gert í Noregi en þar verða 40% stjórnarmanna að vera konur, því ekki hér?

Til hamingju með daginn konur.

 

Hér stöndum við með stjarfa hönd á pung

Í tilefni þess að Þórarinn Eldjárn er orðinn borgarlistamaður Reykjavíkur birti ég þetta.  Anna Kristjáns rifjar upp á heimasíðu sinni tilurð ljóðsins og birti ég það hér, alveg frábært "ljóð" sem var á plaggati sem gefið var út. Endilega skoðið heimasíðu Önnu.

Hér stöndum við með stjarfa hönd á pung
því stjórnin ætlar brátt að reka herinn.

Hnýttar brúnir, lundin þykkjuþung,

þrotið hermangsfé og tæmd öll kerin.

Ef herinn fer þá fer vort eina traust,

þó finnst eitt ráð við því ef þú ert slunginn:
Ef landið okkar verður varnarlaust
er vörn í því að halda fast um punginn. 


Ísland er land þitt

Það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan þjóðhátíðardagurinn okkar var lögskipaður frídagur. Aftur á móti voru ýmsir tyllidagar þjóðkirkjunnar það. Mér hefur alltaf fundist að við gerðum of lítið úr sjálfstæði okkar og höfum ekki haldið upp á daginn sem skyldi. Það er að vísu alltaf sýnt í sjónvarpinu, síðan það kom, þegar lagðir eru blómsveigar að styttu Jóns Sigurðssonar, en það eru ekki allir svo heppnir að hafa styttu af honum!

Takandi þátt í skipulagningu 17. júní  hátíðarhalda um árabil minnist ég þess helst hvað erfitt var að fá fólk til að gera eitt eða annað. Enda var það svo að hátíðarhöldin einkenndust af kappleikjum í íþróttum nema þegar um sérstakar hátíðir væru að ræða. En hafi það verið slæmt þá er það helmingi verra hér í bæ í dag. Æ færri draga fána að húni og í fyrra var ekki einu sinni flaggað á opinberum byggingum sveitarfélagsins, veit ekki hvort það er núna. Sveitarfélagið að vísu orðið stærra og fjölmennara og þá eru hátíðarhöldin höfð miðsvæðis, eins og allir sem vettlingi geta valdið eigi heimangengt þangað.

Við höfðum þann sið að skrúðgangan gekk alltaf meðfram sjúkrahúsinu, en þar var elliheimili á efstu hæðinni og lúðrasveitin lék fyrir heimilisfólkið, en svo lagðist þetta af þegar lúðrasveitin lagði upp laupana. Kannski er þetta einhverskonar fortíðarhyggja í mér og það verður þá bara að hafa það.

Þetta leiðir hugann að þjóðsöngnum okkar. Mér finnst hann fallegastur allra þjóðsöngva en hann er lofsöngur. Það er erfitt að syngja hann og ekki margir kunna hanna. Þegar hann er sunginn opinberlega í upphafi landsleikja svo dæmi sé tekið þá bæra íslensku leikmennirnir varirnar en andstæðingarnir syngja fullum hálsi. Það hefur oft komið til tals að skipta um þjóðsöng. Það finnst mér ekki koma til greina en það mætti vera með annað lag sem sungið væri við þau tilfelli sem ég nefndi hér að framan. Vinur minn og íþróttafrömuður Stefán Þorleifsson sem er að verða 92 ára vill að við höfum Ég vil elska mitt land sem þjóðsöng. Sjálf vildi ég frekar hafa Ísland er land þitt.

Í fyrstu keppnisferð minni til Færeyja fannst okkur vanta eitthvað til að syngja og efla liðsandann. Við kyrjuðum öll sem við gátum Öxar við ána og unnum flesta leiki!

Til hamingju með daginn


Sigursælar gentur í Sandavogi

Genturnar í Sandavogs íþróttafélagi gerðu sér lítið fyrir og unnu kappróðurinn á  Sundalagsstevnuni í Hósvík um helgina. Myndina tók ég af heimasíðu Joanisar Nielsen og upplýsingarnar um liðið eru frá honum. Stýrimaðurin eitur Anly Joensen og genturnar eita Tórunn í Horni, Jórun Gudmundsen, Tórunn Joensen, Anna Jákupsdóttir, Heidi Petersen og Lula Jacobsen.  

Örninn

Loksins eitthvað af viti

Loksins virðist sem eitthvað verði gert af viti varðandi ísbjörninn sem er nú fyrir norðan. Menn hafa lært af reyslunni. Þess má geta að skytturnar sem skutu björninn í síðustu viku voru ekki lengi aðkoma sér á staðinn.
mbl.is Reynt að ná birninum lifandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vita ekki hvað bíður þeirra

Annar ísbjörninn á skömmum tíma er genginn á land fyrir norðan. Þeir vita greinilega ekki hvað bíður þeirra. Gráðugir veiðimenn tilbúnir til að skjóta þá og hrósa sér af.
mbl.is „Allt í biðstöðu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til eftirbreytni

Hefði ekki verið frábært ef þeir farþegar sem lenda í svona töfum taki vini okkar og granna, Færeyinga, sér til fyrirmyndar? Það hefði ekki verið ónýtt fyrir á sem biðu í 17 tíma eftir flugi til Malaga fyrir skömmu og fyrir þá sem biðu eftir að komast heim frá Spáni að stíga dans. Það hefði verið álíka langur dans og á Ólafsvöku.
mbl.is Stigu hringdans í flugstöðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Gunnar með tvo fingur til himins

Jón Gunnar Eysteinsson dóttursonur minn og miðjumaður Keflvíkinga verður ekki með liðinu næstu tvo mánuðina vegna kviðslits að því að segir á fotbolti.net. Á mynd sem fylgir er strákurinn með tvo fingur til himins en engar bænir á vörum! Meiðslanna varð fyrst vart í janúar en Jón Gunnar var sendur til kviðslitssérfræðings á dögunum og hann úrskurðaði að um kviðslit væri að ræða.

,,Þetta er mikið áfall fyrir liðið og einnig Jón Gunnar sem er liðinu gríðarlega mikilvægur. Við óskum Jóni Gunnari góðs bata og vonandi sjáum við hann sem fyrst á vellinum aftur," segir á heimasíðu Keflavíkur. Jón Gunnar, sem er 21 árs gamall og verður 22 eftir nokkra daga, kom til Keflavíkur frá Fjarðabyggð í vetur. Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum í Landsbankadeildinni í sumar og skorað eitt mark, í 2-1 útsigri Keflavíkur á HK í þriðju umferð. Farðu vel með þig strákurinn minn.


Stelpan fékk orðu frá Betu

Knattspyrnukonan Julie Fleeting sem lék með Íslandsmeisturum Vals í Landsbankadeild kvenna sumarið er meðal þeirra sem fengu MBE orðu hjá Elísabetu Englandsdrottningu á opinberu afmæli hennar í gær.Fleeting sem leikur með Arsenal og skoska landsliðinu sagði við móttöku orðunnar að hún vonaðist til þess að hún yrði til þess að auka vinsældir kvennaknattspyrnu í landinu. ,,Þetta var ekki eitthvað sem ég átti von á, að fá bréfi í póstinum kom mér mjög á óvart og ég er hæstánægð," sagði Fleeting við BBC um að hafa fengið orðuna hjá drottningunni. ,,Með því að fá þetta geta allir séð að kvennafótbolti er nú tekinn alvarlega í þessu landi," bætti hún við.

Fleeting hóf að leika knattspyrnu fimm ára gömul. Hún lék fyrst með Ayr United og svo með San Diego Spirit en hefur undanfarin ár verið hjá Arsenal. Hún lék sinn fyrsta landsleik aðeins 15 ára gömul árið 1996 og hefur frá og með þeim leik skorað 104 mörk í 103 landsleikjum fyrir Skotland.


Hagfræðingurinn

Hún Katrín mín útskrifaðist sem hagfræðingur í dag, til hamingju elskan. Þessi stelpa er alveg frábær og á allt gott skilið. Núna er kvöldverður heima í Álfabrekkunni hjá mömmu og pabba og í kvöld verður teiti fyrir nánustu vini heima hjá Katrínu og Berki. Með mömmu og pabba.

Hagfræðingur 010


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband