We are the champion´s

Er hás og eiginlega eins og öll lurkum lamin eftir að hafa horft á úrslitaleikinn í blaki í gærkveldi. en þvílíkt blak. Í fyrsta skipti á þessu keppnistímabili er einhver umfjöllun um kvennablakið og er það Kristínu Ágústsdóttur fréttaritara Mbl. hér í bæ að þakka. Sjónvarpið ætlar að sýna eitthvað frá leiknum í kvöldfréttum. Það eina sem er ekki rétt hjá Kristínu er áhorfendafjöldinn, hann var helmingi meiri en hún segir eða um 400.

Hugsum málið konur

Stal þessu af bloggsíðu Hallgerðar Pétursdóttur frá Vestmanneyjum. Vissir þú.....

.... að ef gínur í búðum væru raunverulegar konur væru þær of grannar til þess að fá blæðingar?

.... að af 3 milljörðum kvenna í heiminum eru aðeins u.þ.b. 10 súpermódel?

.... að Marlyn Monroe notaði stærð 14 (ameríska, sem er sama og 44 í evrópu) og hafði alla karlmenn í vasanum án þess að nokkur kvartaði yfir kílóunum á henni?

....að ef Barbie væri alvöru kona væri hún svo vansköpuð að hún yrði að ganga á fjórum fótum?

.... að konur eru að meðaltali 65 kíló (ekki hávaxnar) og nota stærðir 12 til 14 (amerískar = 42-44 í evrópu)?

.... að ein af hverjum 4 konum á háskólaaldri þjáist af einhverskonar átröskun? .

... að fyrirsæturnar í glanstímaritum og sjónvarpi eru lagaðar til í tölvu eða fiffaðar með lýsingu og ljósmyndatrikkum?

.... að rannsóknir hafa sýnt að fimm mínútna lestur glanstímarita veldur þungu skapi, skömm og sektarkennd hjá um 70%kvenna

.... að fyrirsætur fyrir 20 árum voru 8% léttari en konur almennt?

.... að fyrirsætur í dag eru 23% léttari en konur almennt?  

Fegurð konunnar er ekki hægt að smækka niður í mælieiningar heldur felst hún í þeirri útgeislun sem ástin á sjálfri sér veitir hverri og einni.

Fegurð felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með árunum.

Spurningin er ekki um fatastærðir, kílóafjölda, hæð eða háralit, heldur er hún spurning um að læra að elska sjálfa sig frá toppi til táar.

Hjálpumst að við að ýta undir góða sjálfsímynd hvorrar annarrar. Við erum allar æði...........og ekki gleyma því!  

 


Fjölmennum á úrslitaleikinn!

Mér leið í gærkveldi eins og mér leið hér í íþróttahúsinu þegar Þróttur varð í fyrsta skipti Íslandsmeistari í blaki. Ég fylltist stolti og fögnuði þegar litla félagið í Hólminum vann Grindavík á ævintýralegan hátt í körfubolta og tryggði sér þar með leik um Íslandsmeistaratitilinn. Þó er Grindavík mitt uppáhaldsfélag í körfubolta, sem ég horfi nú ekki mikið á. En karakterinn sem Snæfellingar sýndu var óborganlegur.

Nú gefst mér og öðrum tækifæri til að upplifa þessa tilfinningu þegar Þróttarliðin mætast í þriðja sinn um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna, en Þróttur N tapaði í gær fyrir Þrótti R 3 – 1. Nú ríður á samstöðu og hvet ég alla austfirðinga og þó sérstaklega Norðfirðinga að mæta í íþróttahúsið í Neskaupstað annað kvöld og hvetja okkar lið til sigurs. Liðin hafa barist um þennan titil í fjögur ár í röð og nú er það jafnara en nokkru sinni. Bæði lið mættu vel stemmd í annann leikinn sem var mjög líflegur á að horfa og greinilegt að um var að ræða bestu kvennaliðin á landinu. Eitt er víst að Þróttur sigrar!


Sammála fíkniefnadómnum í Færeyjum

„Harðir dómar í fíkniefnamálum eru ekki einsdæmi í litlum samfélögum sem þurfa sérstaka vernd fyrir fíkniefnum, “ segir Linda M. Hesselberg, saksóknari í Færeyjum.

Færeyska réttarkerfið hefur sætt gagnrýni frá Íslandi eftir dóm yfir Íslendingi í Færeyjarétti, og hafa leiknir og lærðir beinlínis talað niður til Færeyinga vegna þessa. Ég held að við Íslendingar getum lært nokkuð af þessum dómi og er ég þess fullviss að við værum ekki að berjast daglega við fíkniefnasala- og smyglara ef tekið hefði verið harðar á þeim. Einn lögfróður tók svo djúpt í árina að segja að Færeyingar væru áratugum á eftir okkur í dómsmálum. Ef svo er þá er það gott hvað þessi mál varðar.

Mér finnst það ekki vera til fyrirmyndar hvernig staðið er að fíkniefnadómum hér á landi, og blöskrar mér alveg þegar menn sem hafa reynt að smygla fíkniefnum fyrir miljónatugi fá stutta fangelsisvist.

Eitt af því sem gagnrýnt er varðandi dóminn í Færeyjum er löng einangrunarvist fangans. Nú er komið í ljós að íslenskir fjölmiðlar hafa ekki farið rétt með í þeim efnum. „ Það er misskilningur að færeyska lögreglan ástundi að stinga fólki sem á leið hjá í gæsluvarðhaldog fleygja lyklinum,“ segir Linda saksóknari.

Það er útbreidd skoðun að vist í fangelsum gerir afbrotamenn ekki að betri mönnum. En er þá ekki ráð að breyta því fyrirkomulagi sem er á. Hvað með aukna samfélagsþjónustu sem styttir refsitímann? Það fyrirkomulag myndi að sjálfsögðu krefjast fleiri starfsmanna en ef það er leið til árangurs er það vel.


Leiðinlegur vetur

Ég er víst ekki ein um það að finnast þessi vetur bæði langur og leiðinlegur. Þó hefur nú aðeins birt til í huga mér að undanförnu við það að fara suður og norður og eyða þar nokkrum góðum dögum – án Guðnýjar! Það er ekki aðeins mér sem finnst komið nóg af snjó og vetri, mér finnst ansi margir vera sömu skoðunar. Apríl hefur oft verið betri en maí, þannig að enn getur vont versnað. Fyrir nokkrum árum spiluðum við golf á Grænanesvelli um páska, sem voru að vísu seinna en nú var. En það spáir hlýnandi.

Jóhannes vinur minn í Sandavogi er duglegur að halda úti heimasíðu. Daglega les ég síðuna hans sem flytur ekki aðeins fréttir frá Sandavogi, nei honum kemur allt við, enda mikill félagsmála- og stjórnmálamaður þó aðalstarf hans í dag sé kennsla í Giljanesskóla. Þetta er færslan frá því í gær:

Nógv fólk - bæði børn, foreldur, systkin. ommur  og abbar vóru á Giljanesi til familjuhugnan, sum Sandavágs Ítróttarfelag hevði leygarmorgunin,  tey hugnaðu og stuttleikaðu sær óført. Tiltakið var í samband við, at hondbóltskappingin er liðug.

Börn og foreldrar kunna vel að leika sér saman í Sandavogi. Á myndunum sem fylgja fréttinni þekki ég fjölmarga og yljar það mér um hjartarætur að sjá þessa vini mína. Þarna sá ég Eydnu formann SÍF, Belindu, Tóru og Johönnu í Horni, Andreu  og Danjal Tomsen í handbolta og fleiri og fleiri. Rósa borgarstjóri í Sandavogi var þarna og það leiðir hugsann að því hvort bæjarstýran okkar hafi verið á leik Þróttar N og Þróttar R á laugardaginn. Einum mikilvægasta leik keppnistímabilsins. Ég vona að svo hafi verið. Færeyjavinir, kíkið endilega á heimasíðu Jóhannesar http://www.joanisnielsen.fo


Við ættum að skammast okkar

Ég áleit sem svo að með 60/40 % reglunni við uppstillingu á framboðslista væri nokkuð tryggt að jafnræði yrði meðal kynjanna í nefndir og ráð á vegum sveitarfélagsins. Svo ég tali nú ekki um þegar kona var ráðin bæjarstjóri og kallast í dag bæjarstýra. En það er nú öðru nær. Niðurstaða hinnar íslensku Jafnréttisvogar sem kynnt var á málþingi sem Jafnréttisstofa hélt á KEA á Akureyri á miðvikudag lýgur ekki. Jafnréttisvogin er Evrópuverkefni sem stýrt var af Jafnréttisstofu hér á landi. Mælingar voru gerðar meðal aannars á kynjaskiptingu innan sveitarstjórna, í ráðum, nefndum og svo framvegis. Einnig var mæld kynjaskipting innan sveitarfélaga, dagvistunarúrræði og fleira.

Af sveitarfélögum á Austurlandi er það Vopnafjarðarhreppur sem kemur best út úr mælingunni en hreppurinn er í 17. sæti á landsvísu. Þá kemur Seyðifjarðarkaupstaður í 36. sæti og Fljótsdalshreppur í 39. sæti. Enn neðar á listanum má sjá Breiðdalshrepp í 50. sæti, Fljótsdalshérað í 51. sæti, Borgarfjarðarhrepp í 59. sæti, Djúpavogshrepp í 61. sæti og Fjarðabyggð í 72. sæti. Fyrir neðan Fjarðabyggð eru nokkur fámenn sveitarfélög en listinn telur alls 79 sveitafélög.
Þessi útkoma hlýtur að vera reiðarslag fyrir þá sem kenna sig við jafnaðarmennsku og fara fram undir þeim merkjum þegar valið er til sveitarstjórna. Mér er vitanlega útkoma Fjarðabyggðar efst í huga og varð fyrir miklum vonbrigðum þegar skýrslan var kynnt. Og mér finnst að ég hafi verið svikin og sennilega allir þeir kjósendur sem kenna sig við jafnrétti, ekki bara í orði, heldur og á borði. Mér finnst að stjórnendur Fjarðabyggðar ættu að skammast sín ef umrædd könnun er sönn og rétt.


Bloggleti

Er haldin einstaklega mikilli bloggleti þessa dagana. Skrapp til Rvk. í síðustu viku, kom heim á mánudag og er núna á Akureyri. Meira flakkið á konunni. Fór norður í gær með nöfnu minni og börnunum hennar er auðvitað í góðu yfirlæti hjá henni og fæ tækifæri til að endurnýja kynnin við langömmubörnin mín. Þau eru auðvitað alveg yndisleg eins og öll börn eru, hver man ekki málsháttinn Hverjum þykir sinn fugl....?
Datt í hug sagan af Búkollu þegar ég heyrði að búið væri að nota stóra borinn á Kárahnjúkum og nú væru austfirskir sveitarstjórnarmenn að huga að kaupum á honum. Af hverju mér datt samgönguráðherra í hug þegar mér var hugsað til skessunnar!
Ef ykkur er það einhver huggun í harmi yfir bloggleysinu hjá mér þá lofa ég að vera dugleg þegar ég kem heim.

Álvershreindýr

Í fljótu bragði er hægt að ímynda sér að í álverinu á Reyðarfirði væri farið að framleiða hreindýr. Ég segi nú bara Guði sé lof að páskarnir eru búnir þannig að við fáum ekki fréttir af álverspáskaeggjum. En fréttin fjallar um hópur hreindýra hafi sest að við álverslóðina á Reyðarfirði og hafi sum hver rölt inn á lóðina og spókað sig á bílastæði þar.

Ekki fylgir fréttinni hvort þau hafi fengið að vera óáreitt þar, en það er sennilegt, enda ekki í þekktum hópi mótmælenda álvers.


Er í lagi að ég sofi hjá konunni þinni?

Dimitry Rogozin, sendiherra Rússa hjá Nató, dregur upp myndræna lýsingu á samskiptumNató og Rússa. „Við sömdum um frið við nágranna okkar,“ útskýrir hann. „Þá segir nágranninn: „Er í lagi að ég fái að nota bílskúrinn þinn?“ Síðan segir hann: „Er það eitthvert vandamál ef vinur minn fær að búa í húsinu þínu?“ Því næst segir nágranninn: „Er í lagi að ég sofi hjá konunni þinni?“ Þegar við mótmælum er sagt að við höfum ekkert neitunarvald.“ Varla þarf að taka fram að stjórnvöldum í Bandaríkjunum finnst þessi lýsing á samskiptum Nató og Rússa ekki viðeigandi. Minnir svolítið á Borat!

Hlaupandi þorskar

Víst veit ég að góðar fyrirsagnir selja meira en lélegar og jafnvel þó að þær séu út í hött þá les ég hvað er um að ræða. Frétt í mogganum í dag er þess eðlis að staldrað sé við. Hlaupandi þorskar? En svona er upphaf fréttarinnar. „ÞAÐ hefur ekki komið svona hlaup hérna inn á Miðfjörðinn í fjöldamörg ár. Þetta er búið að vera þurrt hérna í innflóanum nánast í allan vetur. Svo hleypur þetta inn svona núna. Ætli það séu ekki 10 til 15 ár síðan svona mikið magn hljóp hérna inn. Þetta er hrygningarfiskur og þokkalega stór fiskur eins og alltaf þegar hann kemur hérna inn á vorin. Hann er því fljóttekinn,“ segir Eðvald Daníelsson, eigandi Neista HU frá Hvammstanga”

Hef heyrt talað um fiskgöngur og fleira í þeim dúr en aldrei fyrr um hlaupandi þorska. Það sem mér finnst samt athyglisverðast í fréttinni að þarna er um fljóttekinn hrygningarfisk að ræða. Þetta fær mig til að hugsa hvort rétta væri að slátra rollunum rétt áður en þær bera?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband