19.12.2007 | 11:18
Erum við enn að missa frá okkur skip?
Ótal spurningar hafa vaknað í kjölfar þess að hingað komu útlendingar í gær til að skoða Bjart. Varla hafa þeir hugsað sé að fá hann til að skutla sér í hringferð um flóann, eða hvað. Getur það verið að það sé verið að selja skipið? Það er deginum ljósara að eftir síðustu uppsagnir Síldarvinnslunnar í fiskiðjuverinu að hér á ekki að vinna bolfisk áfram. Voru það bara ekki konur sem fengu uppsagnarbréfin? Það er deginum ljósara að stærstu mistökin sem gerð hafa verið af stjórnendum Neskaupstaðar voru þau að selja hlut bæjarins í Síldarvinnslunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2007 | 11:16
Karlaklúbburinn KSÍ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 09:56
Peningar á lausu
Svo virðist vera sem fjöldi fólks gæti ekki að sér við jólainnkaupin og glati veskjunum sínum af. Kona nokkur fann dágóða peningaupphæð utan við Kringluna og í ísbúðinni í Smáralind fannst veski með umtalsverðri peningaupphæð. Fjölmargir hafa sagst eiga veskið sem konan fann við Kringluna. En hún vill að þeir sem segjast eiga peningana lýsi hvernig þeir voru samansettir og hvað upphæðin var há. Því hefur enginn getað svarað ennþá. En ung stúlka gaf sig fram síðdegis í gær og gat staðfest að hún ætti peninga. Hún hafðu ætlað að kaupa jólagjöf handa systur sinni.
Þetta minnir mig að þegar vinkona mín vara að koma að austan til höfuðborgarinnar og gleymdi ávísanaheftinu við símann í flugstöðinni. Hún hafði nefnilega skrifað símanúmerið mitt á bakhlið heftisins. Við ætluðum að hittast á Borginni en þar ætlaði hún að gista. Ég var mætt þar á tilskyldum tíma en hún ekki. Loksins birtist hún í miklu uppnámi að sagði sínar farir ekki sléttar og bað mig um lán til að borga leigubílinn, sem ég og gerði.Við settumst við símann og hringdum út á Flugfélag. Hún lýsti fyrir þeim sem svaraði hvað hafði gerst og fékk þau svör að það hefðu margir gefið sig fram og sagst eiga heftið, en árvökull starfsmaður hafði séð það og skilað í afgreiðsluna. Hún fékk þær upplýsingar að ef hún gæti útlistað fimm síðustu upphæðirnar sem hefðu verið teknar út af heftinu væri hún í góðum málum. Þetta gat hún eftir að hafa hringt í manninn sinn og fékk heftið. Við fórum á Skálafell um kvöldið, eða hét það Skálberg?.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2007 | 14:24
Aðgát skal höfð...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 10:39
Jólafundur og útgáfuteiti
Gerði ekki mikið um helgina utan tölvuvinnu fyrir vini og vandamenn. Fór á jólafund hjá mínum aldri á laugardaginn og var það bara notaleg stund. Á laugardagskvöldið fór ég í útgáfuteiti í Blúskjallaranum þar sem Jón Knútur vinur minn var að kynna bókina sína Nesk. Góð kvöldstund og slæðingur af fólki. Hann áritaði bókina sem ég keypti og voru það hlýjar kveðjur.
Það er allt orðið marautt og það er sem sagt hægt að fóta sig án þess að eiga von á að hálsbrotna. Annars getur það svo sem alltaf gerst, þarf ekki hálku til. Það styttist í að ég fari suður og er ég bara orðin blessunarlega sátt við það! Hlakka til að sjá börnin, barnabörnin og já langömmubörnin sem koma að norðan milli jóla og nýárs.
Nú sér fyrir endann á vinnu minni hérna við skönnunina. Mér var tilkynnt það á föstudaginn að sennilega væri ekki nema um 2 mánuðir eftir. Ég efast um að þeir sem halda það viti um hvað þeir eru að tala! Það getur verið að það sem liggur óskannað sé minna en ég held, en er þó viss um að svo er ekki. Og einhver hlýtur að taka við starfinu því daglega falla til pappírar sem þarf að geyma. Mér var ljóst að um tímabundið starf var að ræða en samt var ekki gerður við mig starfssamningur, og ég held og samkvæmt mínum heimildum, sé skylt að gera samning milli launþega og vinnuveitenda. kemur í ljós.
Nú eru verktakar sem unnið hafa við uppbyggingu álversins að að yfirgefa landið smám saman. Því fækkar verulega á Reyðarfirði. Það eru fyrst og fremst pólsku verkamennirnir sem halda nú til síns heima. Að tilefni þeirra verkloka sem nú eru var boðið til móttöku í slökkvistöðinni að Hrauni 2 á Reyðarfirði síðasliðinn mánudag. Þar voru mættir forsvarsmenn Alcoa Construction og verktakafyrirtækisins Bechtel. Helga Jónsdóttir bæjarstjóri kvaddi þessa aðila formlega fyrir hönd Fjarðabyggðar og þakkaði gott samstarf sem ekki hefur borið skugga á frá því að framkvæmdir hófust fyrir um fjórum árum.
Það sem stendur sennilega upp úr þegar að sér fyrir endann á þessum stórframkvæmdum er að þarna hafa engin stórslys orðið á mönnum eða búnaði í þau fjögur ár sem eru síðan framkvæmdir hófust og því ber að fagna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 12:37
Með rassinn í ljósum logum
Það er alltaf vont að fá brunasár en hvernig haldið þið að það sé að fá eld í afturendann, liggjandi á skuðarborði? En það gerðist á sjúkrahúsi í Stokkhólmi og leyfi ég mér hér að taka fréttina af heimasíðu Jóanisar vinar míns í Sandavogi.
Eldur festi í kvinnuna, meðan skurviðgerð fór fram á einum sjúkrahúsi í Stockholm
40 ára gamla kvinnan skuldi viðgerast fyri hemoridur, men tað vildi so illa til, at eldur kom í afturpart hennara. Ein sjúkrarøktarfrøðingur reinsaði øki, har viðgerast skuldi, við klorheksidin. Nakað av sprittinum rann niður á borðið undir kvinnuni, og tá streymur var settur til, kom eldur í. Sjúkrarøktarfrøðingur gjørdi skjótt av og fekk sløkt eldin við kókisalti, men kvinnan hevði longu fingið brunasár, sum hon síðan hevur fingið fleiri viðgerðir fyri.
Sjúkrahúsið, sum eitur Ersta sjúkrahús, hevur fingið eina átalu, og harafturat boð um at endurskoða mannagongdir í samband við hesar viðgerðir, har ravmagn verður nýtt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 10:21
Erlendir sóðar, skólar og hjartaþræðingar
Það eru meðal annarra erlendir starfsmenn Alcoa sem búa í Steininum sem ég horfi á hérna út um gluggann. Tveir þeirra, sem ég veit núna að eru frá fyrrum Júgóslavíu koma reglulega út á svalirnar að reykja og henda svo sígarettustubbunum út af svölunum. Svæðið fyrir neðan er þakið Winstonstubbum. Sóðar. Í gær reyndi ég að fanga athygli þeirra með því að gera mig vel sýnilega í glugganum beint á móti þeim, veifaði höndunum og starði á þá, þóttist vera að reykja en allt kom fyrir ekki. Ég er senilega ekki góð í látbragðsleik og hefði ekki komið að miklu gangi í Útsvarinu, frekar en þeir sem voru þar, en þó var látbragsleikurinn þeirra besta moment.
Er búin að hafa samband við íbúðaeigandann og biðja hann að stoppa þennan sóðaskap.
Innan fárra ára getur skapast kreppuástand í framhaldsskólum landsins vegna kennaraskorts. Ástæðan liggur í háum meðalaldri stéttarinnar, sem þýðir að stór hluti starfandi framhaldsskólakennara mun fara á eftirlaun á nokkurra ára tímabili. Þegar aldursdreifing kennara í framhaldsskólum er skoðuð kemur í ljós að tæpur helmingur kennara er yfir fimmtugu. Aðeins sjö prósent kennara eru 31 árs og yngri. Einnig er athyglisvert að kennarar sem komnir eru yfir sextugt eru svipað hlutfall og þeir sem eru yngri en 35 ára. Hvert fara allir þeir sem útskrifast úr Kennaraskólanum?
Um 20 prósent fleiri sjúklingar farið í hjartaþræðingu í ár en árið á undan. Þrátt fyrir mikil afköst hafi myndast langur biðlisti með haustinu, en þegar mest var biðu um 300 manns. Nú bíða rúmlega 200 manns eftir að komast í þræðingu. Þá bíða 50 manns eftir að komast í hjartaaðgerð sem oft er nauðsynleg eftir hjartaþræðingu. Um tíu þeirra eru á hjartadeild því þeir eru of veikir til að komast heim en komast þó ekki í hjartaaðgerð þar sem gjörgæsludeildin getur ekki tekið við þeim eftir aðgerðina vegna þrengsla. Yfirlæknir á hjartadeild, segir nær ómögulegt að halda uppi átaki í hjartaþræðingum ef sjúklingar komist ekki í þær aðgerðir sem reynast nauðsynlegar á eftir. Fram hefur komið að fólk liggur og hefur þurft að liggja á göngum sjúkrahúsanna og segir framkvæmdastjóri Hjartaheilla, ástandið skelfilegt. Það er ólíðandi að fólk sé látið liggja á göngum og hvað þá að það sé látið bíða eftir lífsnauðsynlegri aðgerð, segir hann.
Þetta er að gerast á Íslandi sem fyrir skömmu var kosið "Best í heimi"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 12:05
Skinhelgi bandaríkjamanna og kennaralaun
Hún ríður náttúrulega ekki við einteyming skinhelgi Bandaríkjamanna, allavega yfirvalda þeirra þar. Látum vera að þeir hafi haft eitthvað við konuna að segja sem hafði farið fram yfir dvalarleyfið sitt þar í landi fyrir 12 árum. En séu lýsingar konunnar á aðförum löggæslunnar sannar, sem engin ástæða er að efast um, er þessi framkoma er með ólíkindum. Sennilega líta þeir á sig, og eiga það sammerkt með Gyðingum, að vera Guðs útvalda þjóð. Ætli ég fái vegabréfsáritun til Bandaríkjanna ef mér dettur einhvern tímann í huga að fara þangað?. Ætli Borat hafi ekki gert þessi best skil til þessa, einhverjir þar vestra eru ennþá að agnúast út í hann.
Auglýsingar selja bækurnar best og auðvitað álit sérfræðinganna sem ég held stundum að séu á launum við bókadómana, jú sumir eru það. Tók bók í safninu í gær, eina af mest seldu bókunum fyrir þessi jól. Allt í lagi bók, en ritstíll bókaritarans, skáldsins, er svo allsráðandi í frásögninni að það var lítið gaman að lesa bókina. Þetta var ekki einlæg frásögn konunnar, sem hafi lent í öllu því sem auglýsingarnar segja okkur frá. Sennilega verður þetta ein af söluhæstu bókunum fyrir þessi jól, en mikið held ég að margir verði fyrir vonbrigðum.
Þingmannsgreyin okkar fá ekki nema rúman mánuð í jólafrí um þessi jól. Áætlað er að ljúka þingi í dag og koma aftur saman 15. janúar. Hvar eru nú allar hugmyndirnar sem flugu um fyrir kosningarnar í vor. Þess efnis að þingmenn lengi þinghaldið með styttri jóla- og sumarfríum. Að ógleymdum páskafríi og eflaust einhverjum fleiri fríum, þetta slær meira að segja kennarafríunum við.
En samkvæmt könnun sem birt var í gær vinna íslenskir kennarar um 671 stundir á ári. Þeir hafa að meðaltali samkvæmt könnun OECD 1.7 milljónir í árslaun, en hæstu launin eru í Luxemburg 5.3 milljónir á ári. Öll vitum við að þessar 1.7 millj. eru hrá laun og ofan á þetta bætist sennilega jafnhá upphæð. En þetta er svo sem í lagi, en Pisa könnunin sem birt var í síðustu viku veldur vonbrigðum. Þar kemur fram arfaslakur árangur íslenskra nemenda og það sem veldur er trúlega miður góð lestrarkunnátta. Það eru sem sagt börnin sem eru slök, ekki kennarararnir! Ég var einu sinni nefnd besti vinur kennarana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2007 | 12:03
Hangikjöt og jólabækur
Bongóblíða en hryllileg hálka í efri bænum. Fór yfir á Rayðarfjörð í gær, okkur í Þjónustumiðstöðinni var boðið í hangikjöt og var boðið haldið í Safnaðarheimilinu. Það mættu vel flestir en ekki allir. Einhverjar uppsagnir eru í gangi vegna óánægju með breyttan launalið, sem verður til lækkunar launa og að minnsta kosti einn er hættur. Mér skilst að þetta sé eitthvað sem samþykkt var munnlega heiðursmannasamkomulag er það víst kallað. En er ekki skriflegt og því lenda starfsmennirnir sem eru í útiverkunum í því. Er það ekki alltaf svoleiðis? Ég man þegar við í sveitarfélaginu þurftum að semja við starfsfólk ákveðinnar stofnunar hér í bænum. Þá var byrjað að skera af skúringakellingunum og svo komu eldhúsmellurnar. Topparnir hækkuðu og þeir sem sátu í launanefndinni!
Þið verðið að fyrirgefna þessa bloggleti, mér finnst ég ekki hafa neitt að segja og hef ekkert verið að gera. Er þó búin með jólakortin og gerði nokkur jólabréf að þessu sinni. Hef ekki sett upp neitt jólaskraut, það tekur því ekki þar sem ég verð ekki heima. Er búin að kaupa nokkrar jólagjafir, kemst þó aldeilis vel frá því, að því leiti að nafna mín hefur verið dugleg að kaupa fyrir mig. Svo held ég þeim sið að gefa yngstu barna- og barnabörnunum inn á bók, kannski eitthvað smávegis með, svona til að leyfa þeim að tæta pappírinn utan af pökkunum. Vel á minnst. Í mínu ungdæmi þurftum við að vanda okkur við að taka utan af gjöfunum og brjóta pappírinn vandlega saman til að nota næstu jól. Ég minnist þess þó ekki að við hefðum gert það, en það gerðu þetta margir.
Margar jólabækurnar eru spennandi og ég hlakka til að komast yfir fleiri. Ætla að skila Ekkjunni hans Stephen King ólesinni, las í fyrrinótt 19 mínútur Jodi Picoult algjörlega mögnuð. Ég get ekki verið sammála þeim sem segja að Þúsund bjartar sólir eftir Afganann Khaled Hosseini sé betri en Flugdrekahlauparinn, en hún er ein besta bók sem ég hef lesið lengi. Ætla að reyna að fá Óreiðu á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur í dag eða einhverja aðra nýja. Það er verst að hér í bókasafninu er sú regla að enginn fær nema eina nýja bók, fátækt bókasafn. Man þó eftir samkomulagi sem ég gerði við Ingibjörgu Magnúsdóttur þegar hún var bókavörður. Ég beið fram að lokun síðasta opnunardag fyrir jól og fékk með mér heim margar nýjar bækur!
En hafið þið tekið eftir því að það koma svona ákveðnir straumar í bókaútgáfu. Á hverju ári, í mörg ár, komu út bækur eftir konur sem höfðu lent í hremmingum, ég nota bara það orð. Þær áttu það flestar sammerkt að vera frá Afríku eða hafa gifst mönnum úr arabalöndunum. Þessar bækur voru næstum allar eins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 13:21
Blue Christmas með Elvis
Það getur sjálfsagt einhver misskilið þetta en besta jólalag allra tíma að mínu mati er Blue Christmas. Textinn er fallegur og lagið einstakt og hver annar en Elvis hinn eini og sanni syngur það. Ég hef haldið upp á þetta lag í áraraðir og skrifað marga geisladiska handa vinum og vandamönnum með jólalögum sem Elvis syngur. Þannig að Blue Christmas hefur ekkert að segja um árið sem er að líða eða síðasta ár!
I'll have a Blue Christmas without you, I'll be so blue thinking about you. Decorations of red on a green Christmastree, Won't be the same dear, if you're not here with me. I'll have a Blue Christmas that's certain, and when that blue heartache starts hurtin, 'you'll be doin' all right, with your Christmas of white, but I'll have a blue, blue Christmas.Svei mér þá að ég sé ekki komin í jólagírinn. Að vísu í lága drifinu ennþá, lauk við að búa til jólakortin í gær og þegar á líður fer ég sjálfsagt í háa drifið og svo í yfirgírinn!
Það er búið að setja upp aukatónleika með Frostrósum í Egilsstaðarirkju á föstudaginn en þeir eru svo seint að ég nenni ekki. Horfi á tónleikana frá því í fyrra í sjónvarpinu á sunnudaginn, en þeir voru eitt flottasta sjónvarpsefni sem ég hef séð. Ætla að kaupa mér diskana með tónleikunum. Ég efast ekki um að tónleikarnir í ár verða flottir en þar verða ekki Sissel Kyrkjebo. Petula Clark, Eivör og Ragga Gísla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 160879
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar