11.10.2007 | 22:09
Pakka, pakka og pakka
Bloggar | Breytt 12.10.2007 kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2007 | 17:24
Flott Svandís
Ég verð nú að segja það eins og er að Svandís Svavarsdóttir er uppáhalds stjórnmálamaður minn. Eini gallinn við þessa skoðun mína er að hún er í röngum flokki. Fyrir mér er þetta hin dæmigerða pabbapólitík en pabbi hennar var einn þeirra sem tók ekki þátt í stofnun Samfylkingarinnar heldur klauf sig úr Alþýðubandalaginu ásamt nokkrum öðrum karlrembum af báðum kynjum og stofnaði VG, fyrirgefið mér ef mig misminnir!
Mikið óskaplega var Villi væni ömurlegur í sinni varnarræðu sem fjallaði um allt annað en keisarans skegg. Hugsið ykkur að sjálfstæðismenn höfðu haft 12 ár til að undirbúa yfirtöku sinni á borginni en þeir stóðust ekki prófið. Fallnir með 4.9. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Tæp 90% þeirra sem hafa lýst skoðun sinni á borgarstjóranum, vilja að hann víki.
Nú ætla ég að hætta áður en Villi fer að gráta í ræðustól!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2007 | 10:36
Stóri bróðir vakir yfir þér
Fram hefur komið að bætt tækni hefur á undanförnum árum vegið í auknum mæli að persónufrelsi og friðhelgi einkalífs. Upptökubúnaður er til dæmis í lögreglubifreiðum og þó nokkur fjöldi fyrirtækja hérlendis tekur nú upp símaviðtöl við viðskiptavini sína.
DV fjallar um þetta mál og vitnar í lögfræðing Persónuverndar á upptökubúnaði í lögreglubifreiðum, segir hann málið vera til skoðunar hjá stofnuninni. Talsmenn Persónuverndar hafi átt í samskiptum við embætti Ríkislögreglustjórans þar sem óskað er nánari upplýsinga um framkvæmd málsins í því skyni að skoða hvert lögmæti upptakanna er.
Við vitum að fjöldi eftirlitsmyndavéla hefur færst mjög í aukana og er í mörgum tilfellum af hinu góða. Þær hafa upplýst sakamál þar sem gerandinn er myndaður í bak og fyrir. En hvað með saklausa borgara? Nú er svo komið að á sumum stöðum má vart snúa sér við án þess að vera í mynd, ýmist vegna eftirlitsmyndavéla lögreglu eða einstakra fyrirtækja. Hvað vitum við um hvort þessar myndatökur séu notaðar í vafasömum tilgangi eða ekki?
Persónunjósnir eru engin nýlunda. Það hefur komið glöggt fram síðustu misseri þegar upplýst var um njósnir CIA um háttsetta íslenska stjórnmálamenn og óbreytta borgara eins og Laxness. Vafalaust hefur KGB gert það sama en hafa sennilega ekki haft eins tæknilegan búnað og CIA. Já Stóri bróðir vakir yfir þér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 09:12
Góður drengur hann Villi!
Í Reykjavík er það Villi góði, eins og hann er stundum kallaðar, með drengstaulann Binga sér við hlið. Er það virkilega svo mikilvægt að komast til valda að öllu er fórnað? Heiðrinum líka, ef hann var þá til staðar.
Það getur farið svo að Reykvíkingar verði af milljörðum króna vegna einkavinavæðingar íhalds og framsóknar í borgarstjórn Reykjavíkur. Svei attan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 14:01
Íbúasamtök Norðfjarðar
Nú ætlum við að stofna Íbúasamtök Norðfjarðar á miðvikudaginn. Þessi samtök eru alls ekki sett til höfuðs öðrum íbúakjörnum í Fjarðabyggð, ó nei. En þetta getur verið öðrum hvatning til að gera slíkt hið sama. Það er svo margt sem við íbúarnir þurfum að vera vakandi yfir. Er það einhver hemja að á 21. öldinni þegar þriðja kynslóð farsíma er komin á markaðinn að þá skuli vera símasamdbandslaust í marga kílómetra m.a. við neyðarlínu, lögreglu, heilsugæslu?
Þá eru bættar samgöngur nokkuð sem við öll á Austurlandi þurfum að berjast fyrir. Ég heyrði Kristján L. Möller segja í sjónvarpi eða útvarpi í gær að það þyrfti að horfa á samgöngumálin í heild og nefndi hann þá fyrst Vaðlaheiðargöng, þá Sundabraut og svo tvöföldun Vesturlandsvegar. Ekki orð um einhverjar framkvæmdir austan Vaðlaheiðar. Eru göng eða nýr vegur til Vopnafjarðar ekki til umræðu, eða göng til Seyðisfjarðar, ný göng til Norðfjarðar, blindhæðarlaus. Hvað með skriðurnar norðan Hornafjarðar?
Þegar talað er um stórframkvæmdir á SV-horninu eru alltaf til nógir peningar. Við gerum þetta bara í einkaframkvæmd er viðkvæðið, en má ekki hugsa sér göng á Austurlandi í einkaframkvæmd. Göng undir Vaðlaheiði er óarðbær fjárfesting. Það eru líka göng til Seyðisfjarðar og Norðfjarðar. Hver var að tala um að allt landið þyrfti að vera í búsetu? Mér er mikið niðri fyrir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.10.2007 | 13:39
Finland heimsins besta land og Ísland er næstbest
Finland er besta land í heiminum at búgva í, men hini norðurlondini eru heldur ikki so galin. Finland stendur nevniliga ovast á listanum hjá amerikanska umhvørvis-búskaparfrøðinginum, Mathew Khan, sum hevur gjørt eitt yvirlit yvir bestu londini í heiminum at búgva í. Ísland fekk annað-plássið. Noreg er triðbest, síðani Svøríki..
..og so Eysturríki. Um Finland verður sagt, at landið hevur reinastu luftina, bestu vatngóðskuna og lága barnadeyðiligheit. Haraftrat fær landið rós fyri at verja væl móti vatndálking og náttúruvanlukkum. Tilsamans 141 lond eru á listanum. USA er á 23. plássi.
Ringastu londini eru afrikonsku londini Tsjad, Burkina Faso, Sierra Leone, Niger og Etiopia. Eisini hava tey valt heimsins besta stórbý millum 72 býir. Svenski høvuðsstaðurin, Stokkhólm, er valdur sum tann besti við Oslo, Munchen, París og Frankfurt í hølunum. Ringasti býurin á listanum er OL-býurin Beijing í Kina.
Þetta segir Útvarp Færeyja. Hverjum skyldi svo langa á Ol. leikana á næsta ári?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2007 | 10:07
Til hamingju Aggi
Mikið var ég ánægð að heyra að Ágúst Ármann hefði hlotið menningarverðlaun SSA fyrir árið 2007. Þessar viðurkenningar hafa verið veittar í nokkur ár og eru eru viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í landshlutanum.
Á heimasíðu Fjarðabyggðar segir m.a. Ágúst Ármann Þorláksson hóf að kenna við Tónskóla Neskaupstaðar árið 1974 og hefur verið skólastjóri skólans nær samfellt frá árinu 1982. Innan skólans hefur farið fram fjölbreytt kennsla og hafa ótrúlega margir nemenda skólans farið í framhaldsnám á sviði tónlistar og gert tónlist að lífsstarfi sínu. Það er ekki síst Ágúst sem hefur stuðlað að hinni fjölbreyttu kennslu og hann er þekktur fyrir að hvetja nemendur sín sífellt til dáða á sviði tónlistarnáms og tónlistariðkunar.
Fyrir utan kennslu og skólastjórn hefur Ágúst verið mikilvirkur á sviði tónlistarinnar. Um áratuga skeið hefur hann verið organisti og kórstjóri í Norðfjarðarkirkju og frá unga aldri hefur hann leikið í danshljómsveitum. Þá hefur Ágúst verið einn þeirra sem hafa haft forgöngu um stofnun og starfsemi Fjarðabyggðakórsins sem hefur sem hefur staðið fyrir flutningi margra kórverka á undanförnum árum.
Ágúst hefur verið einn helsti forystumaður Blús-, rokk- og jazzklúbbsins á Nesi en klúbburinn hefur án efa verið einn virkasti félagsskapurinn á sviði tónlistar á Austurlandi í hátt í tuttugu ár. Uppfærslur klúbbsins undanfarin ár hafa vakið verðskuldaða athygli en Ágúst hefur oftast verið tónlistarstjóri þeirra.
Það sem fyrst og fremst einkennir störf Ágústar að tónlistarmálum er dugnaður og þrautseigja. Hann fær alltaf hugmyndir að nýjum verkefnum á vettvangi tónlistarinnar og hefur frumkvæði að því að hrinda þeim í framkvæmd. Ágúst hefur ótrúalega hæfni til að fá tónlistarmenn til þátttöku í verkefnunum og til að stýra fjölmennri sveit til góðra verka. Á meðal tónlistarfólks á Austurlandi er Ágúst þekktur sem frumkvöðull og forystumaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.9.2007 | 08:37
Með beltið spennt!
Ég veit að ég er stundum svolítið rugluð og finnst það bara gott. Tek yfirleitt ákvarðanir án þess að velta málinu fram og til baka en þó ekki í fljótfærni. Síðdegis í gær heyri ég um ferð til Barcelona í dag klukkan fimm. Ég er að reyna að komast í þá ferð. Finnst með ólíkindum hvernig þetta hefur farið framhjá mér, en það gerðist samt. Þetta er ferð frá Egilsstöðum sem sagt í dag og komið heim aðfaranótt þriðjudagsins. Toppurinn er náttúrulega að fara frá sínum eigin bæjardyrum þurfa ekki að fara til Reykjavíkur, gista og fara svo frá Keflavík.
Nú ég er svo að fara til Tenerife með hálfu hundraði kvenna héðan af Austurlandi síðustu vikuna í október. Það verður að því að ég best veit farið frá Keflavík. Því spyr ég af hverju í ósköpunum er ekki farið frá Egilsstöðum? Það var hægt að fljúga beint til Kaupmannahafnar fram til 1. september og það var hægt að sigla vikulega með Norrænu. Ég hef alltaf sagt að við eigum að versla í heimabyggð, hvort sem það er rauður Opal eða Opel-Astra!
Jæja, það skýrist innan stundar hvort ég fer eða ekki. Það eru til flugsæti en einhver spurning um hótel, og þá líka verð. Bíð með beltið spennt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.9.2007 | 10:44
Pínulítið um blak
Á meðan blakíþróttin á Íslandi fer neðar og neðar á þeim mælikvarða sem við gjarnan miðum okkur við, Smáþjóðaleikana og Norðulandsmótin, fer færeyska blakið upp á við. Okkur hefur verið tamt í gegnum tíðina að líta á Færeyinga sem einhverja skussa í íþróttum, en þetta er ekki rétt. Íþróttum er gert hátt undir höfði í Færeyjum og enn ein skrautfjöðurinn bættist í hatti þeirra í síðustu viku þegar 19. ára landsliðið þeirra varð í 3. sæti á Norðurlandamóti stúlkna.
Føroysku flogbóltsgenturnar framdu satt bragd í Nevza-kappingini í Randaberg í Noregi um vikuskiftið. Ongantíð áður hevur eydnast okkum at vinna heiðursmerki í hesi sterku kapping, men gongdin seinastu árini hevur bent á, at okkurt gott var í væntu.
Liðið lék við það norska um 3. sætið og hafði betur 3-1 þrátt fyrir að norsku stelpurnar væru að meðaltali 10 cm. hærri en þær færeysku. Til hamingju Flogbóltasamband Föroyja. Hér á landi er það einn maður öðrum fremur sem hefur staðið að ráðningu landsliðsþjálfara. Hann hefur ýmist nefnt þá útlendinga sem hann hefur komið til starfa hjá BLÍ sem landsliðs- eða aðstoðarlandsliðsþjálfara þess lands sem viðkomandi kemur frá. Af árangri þeirra að dæma, bæði fyrrverandi og núverandi, er líklegra að þeir hafi verið tuskuteljarar hjá landsliðunum. Það er þeir hafa tekið búningana saman eftir leiki! Og nú hleypur sjálfsagt hland fyrir brjóstið á einhverjum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2007 | 08:57
Þekkirðu Ögmund Jónasson?
Við vorum 30 nemendur frá 14 löndum, en þetta hef ég nú áður sagt. Allt í einu var sagt hátt og snjallt; do you know Ögmundur Jónasson? Ég var smá stund að átta mig á að það var verið að tala við mig en svaraði svo; nei ég þekki hann ekki en ég veit vel hver hann er. Þessi spurning varð til þess að við Kristó (gælunafn) fórum að tala saman. Hann er frá Austurríki og hafði aldrei séð myndina um Trapp-fjölskylduna. Ótrúlegt!
Það gerðist líka í Vogsbotni að ég gaf mig á tal við mann sem var að selja havhesta. Hann hafi komið til Íslands fyrir áratugum þá sem ungur maður á skútu. Fiskuðu þið á snellur spurði ég, nei sagði hann, það var ekki búið að finna þær upp þá. Hvað um það, í ljós kom að hann átti náskylda ættingja á Íslandi og ég þekkti tvo þeirra. Það er ótrúlegt hvað þetta fólk mitt á Íslandi er ótryggt. Þau eru fimm og eru öll búin að skilja við makana, einn þrisvar sinnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar