24.9.2007 | 22:48
Ecstacy- og amfetaminpulvur er funnið í Føroyum
Fyrstu ferð, at Løgreglan í Føroyum hevur rent seg í ein trupulleika, nú ovurstórt rúsevnismál er avdúkað í Fáskrúðsfirði í Íslandi í farnu viku, tí rúsevnini ecstacy og amfetamin eru hesa ferð smuglað sum pulvur, og ikki sum tablettir.
Helvtin av fonginum her heima er amfetaminpulvur, og hin helvtin er helst ecstacypulvur. Hetta rúsevni er sent til kanningar uttanlands, tí løgreglan her heima hevur ikki verið í hóslag við slíkt áður.
Tveir mans í 20-unum vóru handtiknir fríggjadagin. Ein íslendskur ríkisborgari er varðhaldsfongslaður í fýra vikur, meðan føroyingurin er leyslatin, men er tó framvegis skuldsettur. Revsiramman í slíkum smuglaramálum kann verða heilt upp til tíggju ára fongsul.
uf.fo
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2007 | 08:25
Skipið - ónei
Ég hlýt að hafa afskaplega skrítinn bókmenntasmekk. Þetta segi ég þegar tilkynnt er að Stefán Máni fái verðaunin fyrir bestu glæpasöguna, Skipið. Mér fannst ég sjaldan hafa lesið leiðinlegri bók þegar ég þrælaðist í gegnum hana. Ég var alltaf að lesa bók eftir höfund sem aldrei hafði migið í saltan sjó, og vissi ekkert um skip, en auðvitað má vera að það hafi hann gert! Mér fannst bókin sem sagt vægast sagt frekar leiðinleg. Kannski var ég alltaf að bera söguna saman við allar þær góðu glæpasögur sem ég hef lesið, en auk annarra bókmennta þá er góð glæpasaga sú besta afþreying sem ég þekki. En þetta er ekki allt. Ég man að ég hafði nýverið lesið bók eftir kunna íslenska skáldkonu þegar tilkynnt var að hún hefði hlotið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs! Ég man vel að ég tók bókina aftur á bókasafninu, og gott ef ég keypti mér hana ekki, og las aftur. Niðurstaðan leiðinleg, leiðinleg, leiðinleg. Og mér er spurn; af hverju eiga fáir sjálfskipaðir fræðingar að segja okkur hvað er gott og hvað ekki? Er ekki eðlilegra að eftirspurn í bókasöfnum t.d. ætti að ráða vinsældum og eða söluhæstu bækurnar. Óneitanlega minnir þetta á forsjárhyggju.
Hver man ekki eftir fjölmörgum góðum lögum sem komið hafa til undankeppni í Júróvíson hérna heima. Mörg sigurlaganna eru gleymd og grafin, en önnur sem aldrei hlutu náð fyrir augum dómendanna, lifa góðu lífi. Og þá er ég ekki að tala um lögin sem kepptu á síðasta ári. Nei um lög eftir Eyjólf Kristinsson, Björgvin Halldórsson og Geirmund Valtýsson svo nokkrir séu nefndir.
Eiríkur Hauksson var í síðustu keppni eins og einhver miðaldra frændi sem hafði verið narraður til að koma fram á þorrablóti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.9.2007 | 11:45
Í fyrsta skipti?
Þetta hefur verið galopin leið fyrir allslags smygl, ekki bara fíkniefni. Það hefur oft orðið upplýst að menn, sérstaklega þeir sem stunda millilandasiglingar, hafa hent smyglvarningi í sjóinn, aðallega áfengi, aðallega við Reykjavík. Því skyldi maður ekki ætla að öðru hafi verið hent í sjóinn. Það er ekki langt síðan tveir Lítháar hentu eiturlyfjum í sjóinn af Norrænu við komu til Seyðisfjarðar.
Aðgerðir lögreglunnar sem nún standa yfir á Fáskrúðsfirði eru til fyrirmyndar. Að henni hafa komið tugir starfsmanna lögreglunnar bæði hér heima og erlendis en rannsóknin hefur staðið í marga mánuði. Sýnir þetta okkur ekki betur en allt annað að brýnt er að efla landhelgisgæsluna og eftirlit í höfnum landsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2007 | 10:23
Okkurt var galið!
Hvað gerðist nákvæmlega ber manninum og læknunum ekki saman um. En samkvæmt Rauters vaknaði maður einn í Venuzula við óþolandi sársauka - við eigin líkskurð. Læknarnir héldu hann dauðann, en hinn 33 ára gamli Carlos Camejo hafði verið fluttur í líkhúsið eftir umferðaslys. Byrjað var að kanna það sem þeir töldu vera lík en sáu fljótt að eitthvað var bogið við líkið (okkurt var galið)þegar því fór að blæða. Læknarnir flýttu sér að lappa manninn saman aftur sem í millitíðinni hafði fengið stóran áverka í andlitið. Það var ekki aðeins að þetta fengi á læknana því ekkjan fékk líka áfall. En maðurinn var sem sagt ljóslifandi og hafði ekki not fyrir kistu og líkvagn að þessu sinni.
joanis.fo
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.9.2007 | 08:25
Hver á vatnið?
Eitt er að setja reglur um notkun á vatni en að menn eigi vatn sem fellur af himnum er algerlega óþolandi, já eða komi frá uppsprettum í óbyggðum. Þó hægt sé að nýta vatn til þess að búa til raforku þá verða menn að hafa skilning á muninum á því að hafa rétt til afnota og þess að eiga.
Hver skyldi eiga vindinn. Hann má nota til raforkuframleiðslu. Hvað með andrúmsloftið, kemur að því að við þurfum að kaupa okkur öndunarkvóta af því að misvitrum stjórnamálamönnum sést ekki fyrir í græðginni? Og græðgin er ekki til að auðga almenning, nei hún er fyrir fáa útvalda. Vatnalögin eru ein ógeðfelldustu lög sem gengið hafa í gegn um alþingið síðan lög um framsal aflaheimilda voru samþykkt og jafnvel ógeðfelldari því í þessum lögum er eignarrétturinn tryggður.
Endurskoðun á Vatnalögum er hafin í iðnaðarráðuneytinu. Iðnaðarráðherra lætur kanna sérstaklega að vatn verði ekki séreign og vonandi ber honum gæfa til að ganga svo frá þessu máli að vatnseignarrétturinn sem hefur verið sameign þjóðarinnar í um 1000 ár verði svo áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2007 | 08:34
Taka veiðina fram yfir ástarleiki
Meira en helmingur aðspurðra í þeirri könnun sem hér er vitnað í vildi frekar krækja í stóran lax eða silung en eiga ástarfund með ofurfyrirsætu.
Einnig kom og í ljós að stangveiðimennirnir eyddu að meðaltali átta sinnum meira af peningum í stangveiðibúnað en gjafir handa mökum sínum. Þá viðurkenndu 46% veiðimannanna að þeir segðu ósatt um raunverulega stærð fiskanna sem þeir veiddu til að ganga í augun á félögunum.
Hvernig skyldi þetta vera hjá íslenskum stangveiðimönnum, eða bara veiðimönnum almennt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2007 | 08:26
Þá var öldin önnur
Mér og vinum mínum sem heimsækja mig ýmissa erinda í vinnuna hefur verið tíðrætt um veðurfarið. Fólk á mínum aldri man eftir snjó og kulda frá fyrsta skóladegi til hins síðasta. Skólinn byrjaði þegar kuldinn kom og sumarið byrjaði með sól og hlýindum þegar skóla lauk. Þetta var undantekningalaust svona í huga viðmælenda minna.
Í gær töluðum við Benti um snjóaveturinn mikla! Ég man eftir að við gerðum tveggja hæða snjóhús utan við efra íshúsið. Það sást ekki í eldhúsgluggann á Enni. Kraftmiklir krakkar stukku þá af íshúsþakinu í skaflinn fyrir utan. Nokkuð sem við myndum banna okkar krökkum í dag. Benti mundi eftir göngum sem krakkarnir í hverfinu hans, með Óla Hauks og Vífil Þorfinns, í broddi fylkingar gerðu frá húsi Hauks og eins langt austur og komist var. Á báðum þessum snjóbyggingum voru leynigöng og útsýnispallar, þetta var sem sagt gert í anda virkis og auðvitað voru spunnin upp ævintýri. Þá notuðu krakkar ímyndurnaraflið til að búa til leiki enda engar tölvur til.
Talandi um veður. Við sem búum fyrir austan og norðan látum oft fara í taugarnar á okkur þegar útvarpsþulirnir klifa í sífellu á þessu líka góða veðri sem er í höfuðborginni. Þegar við í þessum landshlutum tölum svo um góða veðrið, þá er það bara raup. Það er allt í lagi þó aðrir haldi það, við hin vitum betur. Og til að sanna mál mitt þá vil ég benda á að það er staðfest að hlýjasti septemberdegur sem vitað er um á Íslandi var 12. september 1949. Þá mældist mesti hiti sem mælst hefur á landinu í september, 26.0 á Dalatanga. Austurland best á Íslandi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 11:38
Hvernig er heilinn í þér á litinn?
Heilinn í mér er grænn samkvæmt könnuninni og þetta er útkoman:
Of all the brain types, yours has the most balance.
You are able to see all sides to most problems and are a good problem solver.
You need time to work out your thoughts, but you don't get stuck in bad thinking patterns.
You tend to spend a lot of time thinking about the future, philosophy, and relationships (both personal and intellectual).
http://www.blogthings.com/whatcolorisyourbrainquiz/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2007 | 11:26
Kántrí í Vestmanna
Á heimasíðu Jóanisar vinar míns í Sandavogi má lesa að til stendur að halda mikla kántríhátíð í Vestmanna, sem hann nefnir höfuðstað kántrítónlistarinnar í Færeyjum, laugardaginn 22.september. En skoðum skrif Jóanisar:
Aftur í ár verður føroyski countryhøvuðsstaðurin karmur um countrydans, og hesaferð verður dansurin endin á stórum MC- tiltakið í bygdini. Ætlanin er at fáa 200 motorsúkklur úr øllum landinum til Vestmanna.
Leygarkvøldið 22. september verður skipað fyri MC & country dansitiltaki í Vestmanna. Countrydansurin í Vestmanna er altíð sera væleydnaður, og er við til at seta Vestmanna á Føroyakortið sum countryhøvuðsstað okkara. Í ár verður tiltakið skipað sum eitt MC- og country tiltak.
Í samráð við øll MC-feløgini kring landið hava fyrireikarnir sett sær fyri at fáa 200 motorsúkklur at leggja leiðina til Vestmanna. Ætlanin er at fáa allar motorsúkklur at møta við Grón í Havn og síðan verður koyrt til Fjørukrønna í Vestmanna, har kaffi og smákøkur verða bjóðaðar.
Um viðrar er síðan ætlanin at hava eina hugnaliga grillløtu við MC-búffum og harmonikutónleiki uttanfyri ítróttarhøllina.
Um kvøldið verður skipað fyri country konsert. Konsertin er frá klokkan 20.00 til 22.00, tá fara kendir tónleikarar á páll at spæla løg alt frá Jim Reeves til Alan Jackson og heimagjørd løg tónleikararnir eru Theodor Petersen, sang, Petur Jacobsen, kassaguitar og sang, Elin Madsen sang, Gunnar Justinussen kassaguitar, Ólavur Øster elguitar, Jákup Zachariassen steelguitar og elguitar, Eyðun Johannesen, bass, Brandur Jacobsen, trummur og Johannes Ólavsson klaver og sang.
Countrydansurin byrjar klokkan 23.30 í høllini. Til dansin spælir nýggi og sera vælumtókti countrybólkurin HJ countryband við tí kenda Halli Joensen á odda, saman við Ólavi Øster á el-guitar, Jógvani Olsen á keyboard, Jónleifi Jensen á trummum, Jákupi Zachariasen á el-guitar og steelguitar, umframt Paula Magussen á bassi. 18 ára aldursmark er til dansin.
Aftur í ár hava stigtakararnir valt at lata avlopið av hesum dansi fara til Vestmanna Kappróðrarfelag, sum ætlar sær at gera hølini liðug í nýggja neystinum.
Hvenær skyldu norðfiskir tónleikahaldarar láta ágóðann renna til blakdeildarinnar til dæmis?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2007 | 09:07
Konur og krabbamein
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar