Home sweet home

Komin heim og er afskaplega ánægð. Sjóferðin með Norrænu var fín, ég að vísu í einhverjum almenningi á 2. hæð en vinkona mín frá Kanada var í herbergi á 8. hæð sem kostaði böns, en svaf ekki vegna veltings! Ég get svo sem ekki sagt að ég hafi sofið vel, leigði þó teppi og kodda, en undir var plast og það var ekki gott að liggja á því. En hvað er ein björt sumarnótt milli vina? Landsýnin var auðvitað stórkostleg og hvað sagði ekki Davíð Stefánsson í kvæðinu um Helgu Jarlsdóttur;  

Upp úr hvítum úthafsbárum,

Ísland reis í möttli grænum,

heilluð grét ég helgum tárum

af hamingju og fyrirbænum.

Við mér blöstu birkihlíðar,

blikuðu fjöll í sólareldi,

aldrei fann ég fyrr né síðar,

fegri tign né meira veldi.

 

– Mér var eins innan brjóst í morgun. – Ísland – best í heimi!


Skólinn búinn

Tá er komid ad kvedjustund hédan frá Færeyjum. Hefdbundinni kennslu lauk í gær og í morgun voru próf. Nú er bara ad fara heim í Jóhannesar Paturssonargøtu og pakka. Í kvøld verdur lokah´f hér í skólanum og tá er tetta bara búid.

Vid Svanhildur ásamt Óskari og Ásu fórum til Nolseyjar í gær í tessu líka góda vedrinu. Tar lentum vid Svanhildur á kjaftatørn vid innfædda og høfdu karlmennirnir sem vid tosudum vid allir verid á Íslandi. Í Nolsey búa líka Íslendingar.

Tetta verdur sídasta bloggid mitt frá Færeyjum. Næsta blogg verdur frá Neskaupstad.


Klént næturlíf

Það var heldur klént djammið á laugardagskvöldið, eiginlega var ekkert djamm. Við sem ætluðum aldeilis að sletta úr klaufunum síðasta laugardagskvöldið okkar hér saman. Við bytjuðum á að hitta vinkonu SÓ fyrir utan staðinn sem Gay Pride fólkið ætlaði að hittast á, ekkert spennandi þar svo við ákváðum að fara í Klúbbinn en þar er venjulega fólk á mínum aldri. Allt lokað. Hvergi auglýst lokun en einhver sagði okkur að það væri lokað vegna ferðalags starfsfólks! Tvær konur urðu okkur samferða á Englabarinn. Já nú verðið þið auðvitað hissa, en Englabarinn er á jarðhæð Hótel Hafnia og nafnið er tilkomið af því að kristilegt félag á hótelið og liggur þá ekki beinast við að kalla barinn Englabar. Þar var stappað en við fengum sæti fyrir gleðilega rest, hlustuðum á ferkar lélegan söngvara sem spilaði svo hátt að samræður voru nánast ómögulegar. Fólk kom og fór en þegar söngvarinn sem jafnframt var gítaristinn fór að spila lög með Eivör og öðrum þekktum heimamönnum, tóku allir undir. Allt í lagi svo sem, en við entumst ekki lengi. Það er ekki hægt að hrósa næturlífinu í Þórshöfn.Veðrið í gær, sunnudag var aldeilis frábært. Sól og nánast logn en frekar kalt. Frú Jóhann bauð okkur Masumi í kaffi í morgun og sátum við uppi hjá henni góða stund. Ein dóttir hennar kom í heimsókn og sátum við og tosuðum. Og okkur er líka boðið í dunnu í kvöld, sunnudag,Þvældist í bænum með Svanhildi og co. Sátum lengst af úti í Vogsbotninum en þar var steikjandi hiti þegar sólin skein. Höfðum áformað að fara út í Nölsey í dag en Svanhildur var svo illa klædd að við frestuðum því til morgun, en við förum ekki nema vel viðri. Ég keypti eina bók um Ísland, á japönsku,  í sjálfsölunni hjá Rauða krossinum hérna í Vogsbotninum, gaf Mazuni hana.

The land of maby

Það er svo margt sem kemur á óvart hérna. Svanhildi finnst til dæmis með ólíkindum að það skuli vera hestur á beit í næsta garði og ekki nóg með það, þegar grasið er búið þar þá er hann bara fluttur í næsta garð. Ég sá þennan grip þegar ég fór upp á Háls á föstudaginn. en sá ekki rollurnar sem Svanhildur mætir þegar hún labbar í vinnuna. Ég kom með eina ferðatösku en fer heim með tvær, þess vegna var ég uppi á Hálsi að leita mér að tösku undir öll barnafötin sem ég er búin að kaupa.Samkynhneigð hefur nánast verið bannorð hérna en nú bregður svo við að helgina er hérna Gay Pride hátíð. Það er líka Sjómannadgur í Klaksvík og þangað fór ég. Það er stutt eftir. Síðasti kennsludagur á mánudag og prófin á þriðjudag. Er ekki laust við að ég hafi prófskrekk samt veit ég að ég þarf engin próf til að mæla frammistöðu mína hérna. Vildi samt að ég hefði notað tvær fyrstu vikurnar betur, en vikuna sem er að líða hef ég lært vel.Ef Guð lofar ætla ég að koma aftur hingað fljótlega, Ég kemst samt sennilega ekki aftur á svona námskeið en grunnurinn er lagður svo nú er bara að leggja næstu steina. Ég hef notið út í ystu æsar þessa daga sem ég hef átt í “The land of maby” Af hverju þessi setning? Hún skýrist kannski í þessum litlu hendingum: Kanska um hundrað ár fellir ein ungmey tár yvir teir frægu iö fellir í randagný. Eða: Lær hon um sólarlag, snípa við kelduvað.Kanska á dansinótt.skipar hon Kjartans tótt. Laugardagskvöld og ég er að fara á djammið!

Ógloymandi dagur

Teir hava verið nógvir minnisligir dagarnir sum eg hevi verið her í Føroyjum. Eg veit slet ikki hvar skal byrja en eg held samt at ferðin á Slættanes var tann ógloymanlegasta men tangað fór eg med vinum mínum frá Sandavági.

Tað var Sandavágs Fornminnisfelag sem stóð fyri møtinu á Slættanesi men eingin hevur búið tar fast síðan 1964. Vit sigldum frá Oyrargjógv með "Ólavi" gömlum báti sem í eina tíð røkti  póstsambandið við Slættanes. Lendinginarstöðin á Slættanesi var strevin, ongin atlögubryggja bara hálir klettarnir, men alt gekk væl og ongin spælti beinini undan sær.

Tad var nógv fólk sum var komið á túnið á Slættanesi, nógv fleiri en teyr sum skipuðu fyrir møtið høvdu vonað eftir. Og fólkið var af öllum aldri allt frá reivabörnum til einnar konu sum var um 90 ára og havdi búið á Slættanesi.

Á hlaðinu voru borð með góðgæti líkasum breyð, skerpikjøt, ræstkjøt, laksur, rullupylsa og eisini kaffi, te og kökur. Í skúlanum var framsýning á myndum sum sýndu fólk og arbeiði í bygdini sum var. Í skúlanum sum eisini var brúktur sum kirkja en upp er enn prædikustólur og altar.

Tað var ikki hægt at hugsa sér betra veður en hendan dag. Bjart veður og logn og mátti síggja um alt Vestmannasundið. Tað vóru fluttar tvær røður um lívið sum var, eftir tað var søngur og at endanum var føroyskur dansur. Tey sum stóðu fyrir møtinu hopaðu at fáa nógv fólk en ikki svo manga. Um 300 fólk kom á Slættarnes hennan dag og eru tá teir sem komu gangandi frá Sandavági og villtust taldir við.

Eg kom aftur í Sandavág hálvgun eitt um nóttina. Ógleymandi dagur var at baki.


Sendikvinna, gravarferðir og Sjómannadagurin

Eg lovadi ykkum foryoskum skrivum í dag og tað skal eg halda. Eg hefi altíð læsið dagblöðin væl en eg held at eg lesi tau meir og betur herna í Föroyunum. Mer sýnist at skrifin í föroysku blöðunum eru lesiligri en tey íslensku. Í Sósialinum tann 15. august er eitt viðtal við Gunnvör Balle sum verður sendikvinna í Íslandi. Hon er 40 ára gömul gift og eigur trý börn. Hon kemur frá familju hevur haft tætt og og nógv samstarv við Ísland og segir Sosialurin tí liggur íslenski hugburðurin til lívið henni ikki fjarur.“Vit eru so smá, at vit skulu duga at herma og tillaga, annars drunkna vit. Tví vit kunnu ikki uppfinna alt av nýggjum”, sigir hon.Annað sum eg læsi alltaf í blöðunum eru gravarferðar-frágreiðingarnar. Tær segja ikki bara nær hon ella han deyði eisini nær han ella hon blev sjúk/ur. Og stundum hendir tad at takkir fyri brúðleypsdagin eru á sömu síðu. Trúarlívið er sum aldri fyr. Ta er Betesda, Ebenezer, Fíladelfía, Getsemane og fleiri og fleiri trúarsöfnuðir og eisinu eru tað kirkjunar.Foroyskur dansur hevur ikki verið á skánni á sjómannadeginum í Klaksvík fyrr en nú. Klaksvíkur Dansifelag skipar fyrir dansinum á Stangarbrúuni leygarkvöldið klokkan tígggju tá tiltökini har fara at verða liðug. Ætlanin er at kvöða vísurnar Ormin langa og Vaagen. Tá liðugt er á bryggjuni verður farið í felagshölini í Skálanum og dansurin  verður upptikin aftur og dansað verður so leingi fólk hava hug og orku til tess. Eg og Svanhildur og Óskar “minn” eisini gentan hans ætlum at vera í Klaksvík og eg hopa at eg siggji Auðunn Konráðsson sum er fra Neskaupstað. 

Gott í gær rigning í dag

Átti ekki von á að ég stæði frammi fyrir því að ég yrði tímalaus hér í Færeyjum, en það er þó síðustu tvo daga. En það er náttúrulega vegna þess að ég er að gera annað en ég á að vera að gera. Í gær var ég til dæmis að slæpast í bænum frá klukkan tvö til átta. Fyrst fór ég með Mazuni, ungu konunni frá Japan sem býr á sama stað og ég og síðan kom Svanhildur og það teygðist úr bæjarröltinu. Við fórum auðvitað í kaffi og eftir það fór Mazuni heim en við Svanhildur fórum í stóran rúnt með strætó. Svanhildur er alveg á því að grasið hérna sé grænna og ferskara en heima, ég get svo sem tekið undir það en myndi ekki viðurkenna það meira opinberlega en hér.Ég fór á skrifstofu Smyril Line í dag og tékkaði á fargjaldi til Seyðisfjarðar. Það er andsk. dýrt en ef ég myndi ljúga að ég væri pensjónari væri það næstum helmingi ódýrara. Hvað um það, það er samt helmingi ódýrara að fara á dekki til Seyðisfjarðar en að fljúga til Reykjavíkur.Ég nota öll tækifæri til að æfa mig í færeyskunni og í dag þegar við Mazuni vorum á rölti í Vogsbotninum lenti ég í spjall við gamlan sjómann sem þar var að selja havhesta (máva) og lúðu. Haldið þið að við höfum ekki þekkt (eða ég kannast við) sama fólkið á Seyðisfirði. Og þessi litli heimur sannaði sig þegar við þrjár sátum inn á Hvonn og drukkum kaffi og Svanhildur sá út um gluggann ungan mann sem hún þekkir. Hann var auðvitað drifinn inn í kaffi og þarna varð úr skemmtilegasta stund.Við eigum að skila á föstudaginn skrifum um eitthvað sem við höfum gert eða á daga okkar hefur drifið hér í Færeyjum. Fyrir mér er vandamálið að velja, því af nógu er að taka. Held að ég velji samt ferðina á Slættanes, hún stendur upp úr í dag. Ég vildi líka skrifa um margt annað til dæmis það að ég hef ekki séð lögrgluþjón síðan ég kom hingað, um vegakerfið, um innheimtuna í öll veggöng á eyjunum, um tískuna, já og um svo margt og margt. Þessu öllu verður gerð skil síðar. Næsta blogg verdur bara á færeysku! 

Enn í góðum gír

 Sanræðutímarnir verða alltaf skemmtilegri og skemmtilegri. Tímarnir hjá Randí þar sem við fáum öll myndablað í hendur og eigum að segja frá hvað er rangt á myndinni vekja hlátur. Eigið mál er notað ef ekki finnst færeyska orðið og yfirleitt kemst allt til skila. Fyrir mig hefur þetta verið óþarflega létt því ef ég veit ekki orðið þá giska ég bara á það og oftar en ekki reynist það rétt. Málin, íslenska og færeyska eru svo ótrúlega lík.Fyrirlestur dagsins. fyrri hlutinn, var um fiskveiðar og vinnslu í Færeyjum, nokkuð sem enginn í salnum hafði áhuga á, en þegar kom að hvalveiðunum var léttara yfir hópnum. Fyrirlesarinn sagði okkur að það hefði verið grind í Tjörnuvík í gær en það hefði ekki verið nema 29 dýr. Tjörnuvík er nyrst á Straumey. Það er mest um grind á þessum árstíma svo ekki er loku fyrir það skotið að ég sjái grind.Söngtíminn klukkan sjö sem átti að standa í klukkustund eða svo var í þrjá tíma. Það kom til okkar útgefandi sem sagði svolítið frá færeyskum söngvum, stutt og laggott hjá honum og svo tók söngurinn við. Við sungum auðvitað á færeysku, hver með sínu nefi, ættjarðarlög, dægurlög og sálma. Þetta var ótrúlega skemmtileg stund sem endaði með kaffi og kökum.Fór í sturtu þegar ég kom heim og hélt að ég myndi hrapa niður helvítis stigann sem liggur upp á loft, það munaði ekki miklu. Held að ég nenni ekki á morgun í Þjóðaskjalasafnið til að skoða Seyðabrevið, það er frjáls mæting. Ætla að labba niður í bæ – ef hann hangir þurr.

Sólglottar, útnyrðingur og ælingur

Já ég eignaðist nýtt barnabarn í gær. Ég segi í gær því hún fæddist þessi elska rétt eftir miðnætti. Hún á sem sagt afmæli degi á undan pabba sínum, það er gott þau taka þá ekki athyglina frá hvoru öðru. Ég hafði alltaf sagt að þetta væri stelpa og hélt í fávisku minni að foreldrarnir vissu ekki kynið. Ó jú þau vissu það en létu mig bara halda að þau vissu það ekki. Allt í lagi bíðið bara …Ég fór ekki með hópnum á Þjóðminjasafnið í gær, ég bara nennti ekki, en auðvitað má maður ekki vera latur þegar maður studerar! Ég gleymdi að minnast á það í blogginu í gær að ég fót í messu í Sandavogi. Það var ekki prestur við messuna en Sigurd Petersen, vinur okkar úr SÍF, las ritningarorð. Konan hans hún María lék á orgelið og ég verð að segja eins og er að mér leið eins og þegar Aggi leikur ekki undir við jarðarfarir heima!Nú verð ég að fara að athuga með heimferð, á ég að fara með flugvél eða með Norrænu, spurning sem ég get eiginlega ekki svarað núna, en verð þó að fara að athuga málið.Þegar rignir í Færeyjum verður maður sko var við það. Það er svo jarðgrunnt að lækurinn sem liggur við stíginn sem ég fer á morgnana, venjulega spræna, var um hádegi í dag eins og Norðfjarðaráin í vexti. Dj… var ég heppin að rogast ekki með golfsettið með mér, segi það enn og aftur.Við sem erum í færeyskunáminu færðum Túrið konfetktkassa, blóm og tertur í dag í tilefni afmælis hennar í gær. Við sungum líka og tveir úr hópnum léku undir á píanó og selló. Gaman að sjá hvað hún var hissa, allavega þóttist vera það. En hún er nú svo útrúlega klár að ég hef grun um að hana hafi grunað eitthvað.Það spáir áframhaldani rigningu en veðurspáin fyrir morgundaginn er svona; hvassur vindur ella skrið av norðri og stundum regn og fyrir hósdagin; stivt andövsgul upp í hvassan vind av útnyrðingi og sólglottar, men eisini okkurt ælið. Ætli ég sækji bara ekki um starf á vepurstofunni þegar ég kem heim. Og um veðrið, dj… er ég ánægð með veðurfréttirnar hérna, þeir segja frá veðrinu í Reykjavík og á Seyðisfirði, ekki á – þið vitið! Vá komin í skólann og vedrid er bara gott! Eilífar hamingjuóskir Jóhann Freyr á afmæli í dag.

Vestmannabjörgin, Slættanes og yndislegt fólk

Ég hef ekki verið svona þreytt í langan tíma. Held að það sé af því að stíga ölduna í tveggja tíma siglingu í dag. Siglingin undir Vestmannabjörgin var frábær, rennisléttur sjór, ekki sól en frábært veður. Það var þó þoka á gamla vegingum sem við ókum í dag, framhjá Leynum og Kvívík, en það eru þeir staðar að Sandavogi undanskildum, sem mér eru minniststæðastar frá fyrstu ferð minni hingað. Fór þess vegna snemma að sofa og svaf eins og steinn til morguns.Ég held að Vikublaðið hérna sé nokkurs konar DV þeirra Færeyinga. Þar er fjallað um ýmsilegt sem ekki er í hinum blöðunum. Á margan hátt skemmtilegra blað. Í því var fyrir stuttu grein eftir Óla Jákup Rólantson. Hann gerir grín af því sem hann kallar skinheilagleika landa sinna og nefnir að þeir skuli hafa valið sem þjóðhátíðardag dauðadag erlends kaþólikka. Meirihluti þjóðarinnar viti ekki hvort það sé Haraldsson eða Tryggvason sem haldið er upp á. Á þjóðhátíðardaginn drekki færeyingar sig fulla á almannafæri nokkuð sem þeir væru fangelsaðir fyrir annarsstaðar. Og áfram heldur Óli Jákup; tit tosa føreyskt, men öllum bløðini í kioskunum eru donsk. Tit gravla gamlar danskar Kingosalmar framaftur at syngja almenn høvi og spenna bringuna úr tykkum í føroyskum klæðum, á meðan tit syngja danskt. Tit tosa betri dansk en hetlendingar og skotar tosa enskt – os so høvdu tit kortini ikki føroyska málið á listanum yvir “undur”.Já Óli Jákup stingur á ýmsu.Já það stendur ýmislegt skemmtilegt í færeysku blöðunum og ekki spillir fyrir að málið er einstaklega skemmtilegt. Eitt eiga blöðin sameiginlegt það er fjallað ítarlega um færeysk málefni, bæði líðandi stundar og framtíðarinnar. Það er t.d. þegar farið að fjalla um hver verði næsti biskup færeyinga en í það embætti verður skipað 1. des. n.k. og í skrifum um það kemur fram að margir prestar í færeyjum er á móti kvenprestum. Ég þori nú ekki að minnast á afstöðu eyjaskeggja til samkynhneigðra.Helgin var hreint út sagt frábær. Fór eftir hádegi á laugardag með flugvallarrútunni í Sandavog. Úr svarta þoku í Þórshöfn í sól og blíðu á Vogey. Fórum svo síðdegis á Slættanes og þar átti ég yndislegar stundir. Vestmannasundið ægifagurt blasti við í allri sinni dýrð bjart í allar átti. Ég er ekki hissa þó einn samstúdent minni hafi spurt,  hafi hann upplifað svona andartak; sést frá Íslandi til Færeyja? Og þegar ég neitaði því og sagði honum að það væru um 240 mílur frá austasta odda Íslands að Mykinesi spurði hann; en á milli Íslands og Grænlands?Það komu hátt í 300 manns á Slættarnes. En fyrirfram höfðu þeir sem undirbjuggu þessa hátíð búsist við helmingi færri. Það skipti í sjálfu sér engu máli því nóg var að bíta og brenna. Eitt það besta skerpu- og rastakjöt sem ég hef smakkað og annað allavega álegg, kaffi, te og kökur. Ég lýg því ekki þegar ég segist aldrei hafa verið kysst annað eins, bæði af konum og körlum, af fólki sem ég hef þekkt í áraraðir.Ferjað var frá Oyragjogv að Slættanesi á eldgömlum trébáti sem hafi að vísu verið gerður upp en var notaður sem póstbátur á sundinu fyrir hátt í einni öld. Það voru auðvitað hvorki björgunarvesti eða –björgunarbátar um borð. Nokkrir línubelgir voru hafðir til taks ef svo illa vildi til að einhver…. Ég kom til Þórshafnar aftur síðdegis í gær, þoka og rigning og ljóst að ekki yrði farið á Ovestefnu. Þá mæltum við Svanhildur okkur mót á kaffihúsi og fórum síðan að borða á Hvonn. Fínum stað á Hótel Tórshavn. Mikið var spjallað og mikið hlegið, einstaklega góð stund. Mest hlógum við samt að því að það eru um 100 metrar á milli skólans hjá mér og Ellisheiminu sem Svanhildur vinnur á. Hef verið í sambandi við Jóhann í rúmlega sólarhring. Camilla er komin af stða, en þegar þetta er skrifað gengur hægt. Kannski Jóhann Freyr fái nýtt barn í afmælisgjöf. Vona þó að svo verði ekki. - Hann eignadist dóttur í nótt!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband