9.8.2007 | 06:45
Fiskbúðingur og svískjugreytur
Bloggar | Breytt 13.8.2007 kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 06:45
Sól og hlýtt
Það var ekki lítið sem við fengum að vita um jarðsögu Færeyja í gær. Flottur fyrirlestur og mjög áhugaverður sem endaði á náttúrugripasafninu. Eitt vafðist þó svolítið fyrir mér af hverju samanburðurinn var nánast eingöngu á milli Færeyja og Hawai í fávisku minni hélt ég að nærtækara væri að bera saman við næstu lönd, sérstaklega þó Ísland.Skemmtilegustu tímarnir eru hjá Zakaríasi. Þá tölum við færeysku og þeir tímar líða alltof fljótt. Tímarnir hjá Randí eru líka frábærir. Skemmtilegur og umfram allt líflegur kennari.
Nú er búið að ákveða að við förum í siglingu undir Vestmannabjörgin á fimmtudagskvöldið, eða seinni partinn þann dag. Er þetta gert vegna óhagstæðrar veður spár á laugardaginn. Fyrir mig er þetta happafengur, þá get ég farið með Tóru og Hassa á Slættarnes á laugardaginn ef veðrið verður þá skaplegt.
Þar sem ég sat og beið eftir strætó, eftir langa göngu, hugsaði ég með mér að hefði ég satið þarna og beðið fyrir svona 25 eða þrjátíu árum eða svo hefði örugglega einhver verið búinn að stoppa og bjóða mér að keyra mig. En þetta er öðruvísi í dag. En Færeyingar eru einstaklega hjálpsamir og vil ég segja ykkur litla sögu sem gerðist í dag. Þegar strætóinn loksins kom, þið vitið tíminn er svo langur að líða þegar maður bíður, hoppaði ég bara upp í. Ég tók samt fljótlega eftir að ég var að fara nýja leið. Fyrir gleðilega rest var vagninn kominn nánast á hæsta punktinn við Þórshöfn og ég ein í vagninum fyrir utan bílstjórann. Útsýnið var ægifagurt. Sólarlaust en bjart og logn. Ég horfði hugfanginn yfir bæinn, höfnina og nálægar eyjar og tók ekki eftir að vagnstjórinn væri að tala við mig. Það hlaut þó að vera því ég var eini farþeginn. Hvert ætlaðir þú spurði hann. Á Jóhannesar Paturssonar götu sagði ég. Ég fer ekki lengra sagði hann, hérna verður vagninn til hálf átt. Klukkan var sex. Ég sá strax að ef ég ætlaði að ganga heim tæki það ekki minna en einn og hálfan tíma svo ég spurði hvort ég mætti bíða. Bíddu sagði hann. Fór í talstöðina og spurði einhvern vagnastjóra hvort hann gæti komið við á tilteknum stað sem hann nefndi. Hann talaði einhver ósköp og sagði svo að hann myndi skutla mér á umrædda stoppustöð, sem hann og gerði. Sjáið þið fyrir ykkur bílstjóra í Reykjavíkurstrætó skutla ykkur nokkurra kílómetra leið? Til dæmis úr efra Breiðholti í það neðra. Mikið andskoti skammaðist ég mín en báðum fannst okkur þetta þó broslegt og líka vagnstjóranum sem tók við mér. Hann brosti laumulega út í annað og við eigum saman lítið leyndarmál, sem ég er þó að segja ykkur. Ég held að ég sleppi strætó á morgun.
Ég ætla að skrifa hérna fyrir ykkur sem þetta lesið Letingjavísuna færeysku, en hún er svona: Mánadag havi eg einki at gera, týsdag havi eg góða tíð. Mikudag má mín frídagur vera, hósdag gangi eg tonkum í. Fríggjadag geri eg hvat eg vil. Leygardagur stundar halgan til, og og so er vikan úti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2007 | 07:54
Persónuleg hús og blítt fólk
Hefði einhver sagt mér að ég ætti eftir að verða strætófíkill þá hefði ég auðvitað hlegið. En það er ekki verri fíkn en hver önnur. Ég fer í strætó hérna í Þórshöfn og ég er ekkert að bíða eftir strætó ég tek bara þann vagn sem kemur fyrstur á stoppustöðina sem ég býð á. Þetta þýðir auðvitað að ég er stundum að fara lengri leiðina, en það gerir bara ekkert til. Það er alltaf eitthvað nýtt að sjá og ég nýt þess.
Mér finnst húsin hérna eitthvað svo miklu persónulegri en heima á Fróni. Mér finnst í raun og veru engin tvö hús vera eins en er þó viss um að svo er. Þau standa bara ekki hérna hlið við hlið, svo ég tali nú ekki um í löngum röðum. Eins og ég hef áður sagt er frítt í strætó og einn bílstjórinn sagði mér að það notuðu fleiri strætó en áður, en þetta er eins árs tilraun hjá borgarstjórninni. Þórshöfn spannar orðið býsna stórt svæði en þó það sé gaman í stræó hef ég ekki ennþá lent í Kollafjörð eða á Velbastað.Það var einkennilegt að labba í bæinn á sunnudaginn. Það sást ekki ein einasta manneskja á götunum og örfáir bílar voru á ferð. Ég ætlaði bara ekki að trúa þessu en svona var það samt. Það eru ótrúlega margir matsölustaðir hér í Þórshöfn og ennþá ótrúlega að þeir skuli þrífast í ekki stærra samfélagi. Þetta hef ég eftir leigusala mínum, sem bauð mér í kaffi og tertu á sunnudaginn.
Það var býsna annasamt í skólanum í gær. Kennslunni breytt þannig að nú erum við hluta dagsins í 10 manna hópum og það er bara töluð færeyska, mér finnstt að þetta hefði átt að gera strax í upphafi. Fyrirlesarinn í gær fjallaði um Færeyjar samtímans og kom oft inn á að Færeyingar sækju margt til Íslands meðal annars væri afstaða þeirra til Evrópska efnahagssvæðisns sú sama. Mér varð á að kreppa handlegginn og segja; yes. og uppskar mikið klapp fyrir! Hann hékk þurr í gær og það var bara hlýtt á tímabili. Ég fór í Norræna húsið. Þar var rúmlega vikugamalt Morgunblað og látum það nú vera, en færeysku blöðin voru líka vikugömul. Er þetta fólk virkilega ekki að vinna vinnuna sína, eða á þetta að vera svona. Þetta eru eins og sumar heimasíður, þar er fólk sem er ráðið til að sjá um þær, en vinnubrögðum margra þeirra er mjög ábótavant.
Ég verð að deild með ykkur einu ljóði sem ég fann, mér finnst það bara svo yndislegt.
Eg oyggjar veit
Eg oyggjar veit, sum hava fjøllog grøna líð,og taktar eru tær við mjøllum vetrartíð;og áir renna vakrar harog fossa nógv;tær vilja allar skunda særí bláan sjógv.Gud signi mítt føðiland Föroyar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2007 | 07:52
Allt gott hér í Færeyjum - frítt í strætó
Það eru framlenginarsnúrur hér um allt og ég, þessi rafmagnsfróða manneskja, veit stundum ekkert í minn haus. Það þarf að slökkva já eða kveikja á viðeigandi rofum. Ég lenti í mesta baksi í gærmorgun þegar ég ætlaði að fara að þvo. Þegar ég hafi loksins skilið stillingarnar á þvottavélinni og ætlaði að kveikja á henni gerðist ekkert. Það tók mig nokkra stund að finna aðalrofann, stóra gráa sveif uppi undir loftinu á þvottahúsinu. En það tókst og vélin fór í gang. Verð fróðari þegar ég nota þurrkarann hélt ég en svo var ekki!
Já ég ætlaði að segja ykkur frá færeyska dansinum í fyrrakvöldi. Við nemendurnir mættum nánast allir. Turid tók nokkur spor til að sýna sporin, það eru ekki allir eins heppnir og ég að hafa stigið færeyskan dans á mörgum góðum stundum. Boðið var upp á kaffi og meðlæti. Upp út níu komu félagar úr dans- og kvæðafélagi Þórshafnar og færeyskur dans var stiginn af miklum móð til hálf ellefu. Stigað fast og fjöl og fast kveðið. Mikil skemmtun. Nú þarna var auðvitað einn íslendingur og hafði meira að segja unnið í Dráttarbrautinni 1973. Hann minntist helst Ragnars hafnarstjóra og spurði hvað hefði orðið um strákinn hans sem hugsaði bara um hesta!Það hefur ekki verið hægt að segja neitt gott um veðrið þessa daga sem ég hef verið hérna. Endalaus rigning og það er sama hér og heima; veðurfræðingar ljúga! Aðalveðurfræðingurinn hérna var líka aðal kvæðamaðurinn í fyrrakvöld, kannski hefðum við átt að stíga sóldans, en höfum líklega stigið regndans.
Það varð loksins skaplegt veður seinnipartinn í gær, en framan af degi rigndi. Fór í Norræna húsið til að fletta íslensku blöðunum en þá voru þau horfin. Fór svo seint í gærkveldi út að borða með Svanhildi og Dabba, en hann er að fara til Brussel í dag. Við Svanhildur ærlum að gera eitthvað saman, t.d. að fara á Sjómannadaginn í Klakksvík 18. ágúst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.8.2007 | 19:24
Ganga og færeyskur dans
Talan var um sól og summarrútmur, ið mest bjóða til stuttar buksur, sól, bambussmáttur og heitan dans, tá Amy Diamond fór á pall á Vágsbø. Men veðrið spældi ikki við. Tað oysregnaði og eitt lot var eisini. Alt meðan pallurin tyktist í syrgiligari standi, og baktjaldið smoygdi sær niðureftir, fór tónleikabarometrið uppeftir. En svo skein sól!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2007 | 11:31
Bara gaman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2007 | 10:57
Allt gongur væl
Á morgun verður hópnum skipt í tvennt. Annarsvegar verða þeir sem eitthvað kunna í færeysku og hinsvegar þeir sem ekkert kunna. Annars eru í hópnum upp til hópa ungt fólk sem hefur haft tungumál sem sérgrein í mörg ár. En það dugar þeim ekki hér. Eg hefur tosað föreysk i allan dag og tað gongur bara væl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 11:20
Ég er á leiðinni
Þá er ferðin til Færeyja hafin. Fór að heiman á laugardagsmorgni og fer úr annað kvöld. Hef eytt þessum dögum í góðu yfirlæti hjá ættingjum og vinum og fer í jarðarför kærs vinar eftir hádegið. Það má eiginlega segja að þessi Færeyjarferð mín sé þeim sem ég fylgi til grafar í dag að kenna eða þakka. Saman sátum við í eldhúsinu heima hjá honum ásamt fleira fólki og ráðgerðum samskipti við Sandavogs Íþróttafélag. Auðvitað er það þakkarvert sem þarna gerðist. Þessi samskipti standa enn í dag og ég leyfi mér að fullyrða að hátt á annað þúsund manns hafa komið að þeim á einn eða annan hátt. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar hann hringdi í afmælisheimsókninni 1973 og sagði; Elma það er Færeyingur hérna sem segist hafa gleymt skegvunum sínum á Eskifirði. Hvorugt okkar gat skilið að það voru skórnir sem maðurinn gleymdi. Við giskuðum á rakvél og eitt og annað sem tengdist skeggi. Ári seinna vorum við á leið til Færeyja í fyrsta skipti og núna með flugvél frá Egilsstöðum. Vikuferð sem aldrei gleymist og ferðirnar síðan hafa verið reglubundnar annað hvert ár síðan 1975 með Smyrli frá Seyðisfirði og seinna Norrænu.
Ferðirnar innanlands voru líka eftirminnilega hvort sem var til Húsavíkur eða Reykjavíkur þar sen við vorum veðurteppt í viku! En nú er Siggi Björns allur, en eftir lifir minning um góðan drengs sem alltaf var tilbúinn að greiða götu félagsins síns. Það var sama hvort hann þyrfti að hlaupa í skarðið ef það vantaði mann í lið, eða smíða mörkin sem hann svo stóð í, já bara að nefna það. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hann að vini.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2007 | 09:11
Ættarmót, jarðarfarir og Færeyjar
Ættarmótið fyrir norðan um helgina var frábært. Þarna mættu um 140 Petrungar, eins og við höfum kallað okkur, afkomendur Petrúnar Bjargar Gísladóttur. Það eru ekki allir sáttir við þetta nafn, ég veit ekki af hverju, ég er stolt af ömmu sem var kjarnakerling. Ég hef svo sem látið í ljós þá skoðun mína að við ættum að hafa þetta afkomendur Gísla Þorlákssonar. Þá kæmu systrabörn ömmu og hennar niðjar inn. Systir ömmu átti tvö börn þannig að sá hópur er ekki fjölmennur en amma átti tólf börn. Það var ákveðið að halda næsta mót eftir 3 ár og einn ættleggurinn kjörin til að sjá um framkvæmd þess.
Frændi minn einn kom með mér austur og gisti í tvo daga. Á leiðinni heim fórum við að Kárahnjúkum og skoðuðum Hálslón. Ég veit ekki hvað menn eru að syrgja þarna í efra. Lónið veður flott og eyjan sem þar verður í miðju lóni á eftir að verða græn og grösug. Hlakka til að sjá þetta á næsta ári.
Er það svo að þegar maður er kominn á þennan aldur að þá séu maður jarðarfarir nánast daglegt brauð? Mér finnst það. Var í jarðarför á mánudaginn og fer í aðra á morgun og þá þriðju á mánudaginn. Á samt ekki von á að ég fari í jarðarför í Færeyjum, en það er aldrei að vita.
Fór á fund í mótanefnd GN í gær. Þar var verið að skipuleggja Neistaflugs golfmótið sem verður að vanda stærsta og flottasta mótið okkar. Hefði gjarnan viljað vera þar með en það er ekki á allt kosið og minnst á golf. Ég ætla ekki að hafa golfsettið með til Færeyja. Það er að vísu 9 holu völlur í Þórshöfn en þetta er svarið sem ég fékk þegar ég spurðist fyrir um hvort ég mætti spila þar og hvað það myndi kosta; Tað er OK. Golfvøllurin er ikki góður, sera primitivur, men tað er so tað, vit hava. Kostnaðin finna vit útav, tað verður ikki nógv, kanska 200,- kall.Elska þetta mál.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.7.2007 | 09:52
Góður vinur látinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 160883
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar