Færsluflokkur: Bloggar

One way ticket to ...

Sendum útrásarvíkingana út í geiminn - aðra leið - og látum þá borga sjálfa með milljörðunum sem þeir sölsuðu undir sig. Sem sagt One way ticket to the blue.
mbl.is Trúður út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okkar þolinmæði er búin!

Það má vera að þolinmæði Jóhönnu Sigurðardóttur sé á þrotum, en hún er búin hjá þjóðinni. Við viljum ekki borga Icesave eða fá lán frá AGS og alls ekki hafa neitt með Evrópusambandið að hafa. Er ríkisstjórnin blind og tilfinningarlaus. Skynjar hún ekki hjartaslátt þjóðarinnar? Ef ekki, á hún að fara frá.
mbl.is Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaust?

Ætlar þessi svikamylla engan endi að taka? Ég held að ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar ætti að beita sér fyrir því að þeir menn sem stálu milljörðum af þjóðinni verði sóttir til saka.
mbl.is Bræðurnir seldu sjálfum sér Lyf og heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svindl og svínarí, aftur og aftur

Það er ekkert nýtt að útlendingar svindli á bótakerfinu. Bæði á atvinnuleysisbótum og tryggingabótum. Flestir eru frá Póllandi og Litháen. Það er sama hvað margir eru fangelsaðir, engum er vísað úr landi, en það er það sem þarf að gera. Allavega að þessir menn framvísi hreinu sakarvottorði. En kannski er það líka falsað eins og prófskírteinin sem sumir hafa upp á vasann. En það finnast að vísu heiðarlegir menn innan um, en þeir eru stimplaðir eins og glæpamenn vegna þeirra sem ítrekað brjóta lögin.
mbl.is Missa rétt á bótum vegna gruns um svindl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupir þú ekki Moggann?

Ég er ekki aðdáandi Morgunblaðsins hvað þá heldur Davíðs Oddssonar. Þó skal ég ekki sverja fyrir að ég hafi ekki keypt það einhvern tímann fyrir margt löngu og þá í stuttan tíma. En ég hef bloggað á Moggablogginu, en hef verið ansi löt við það að undanförnu. Kannski var það fyrirboði þessa sem koma varð.

Mér dettur í hug að fyrir margt löngu var bróðir minn í heimsókn og leit yfir blaðakörfuna á heimilinu. Fletti þar nokkrum blöðum og spurði svo; kaupir þú ekki Mogganna? Nei svaraði ég og það mun ég aldrei gera. Hann leit á mig furðu lostinn og spurði svo; hvernig geturðu þá fylgst með hverjir deyja?

Mér varð orðfall en sagði svo; ég hlýt að frétta það ef það er okkur nákomið!


Eru ráðamenn ekki venjulegir Íslendingar?

Það er vissulega gott að fjallað skuli um Ísland í Norska ríkisútvarpinu. Það breytir samt ekki því að Norðmenn eru engir vinir Íslendinga þó þeir þykist vera Það. En skrítnast í allri fréttinni er að ráðamenn eru ekki venjulegir Íslendingar! Eru þeir þá Norðmenn?
mbl.is Norska ríkisútvarpið fjallar um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggjum saman

Við Ólafur Ragnar gætum unnið saman, hann með hægri og ég með vinstri, allavega á meðan við erum bæði að glíma við axlarmeiðsl. En hvað er hann annars að brölta í þessari hestamennsku, er ekki nóg að detta einu sinni af baki?
mbl.is Ólafur Ragnar slasaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærar stelpur

Það er mikið að einhver úr karlalandsliðinu lýsir yfir ágæti kvennalandsliðsins í fótbolta, takk Eiður Smári. Þessar stelpur eru frábærar og óska ég þeim alls hins besta á EM.
mbl.is Eiður Smári: „Kvennalandsliðið lætur strákaliðið líta illa út“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi í gær

Þetta er í sjálfu sér ekki frétt á Vísi í dag þar sem leiða má að því líkum að líkur sækji líkan heim. Maður spyr sig æ oftar hvernig stendur á því að íslenskir glæpamenn eru ekki settir í fangelsi, þá á ég við þá sem hafa stolið milljörðum úr bönkunum á undanförnum árum.

Það er sama rassgatið undir öllum íslensku stjórnmálamönnunum sem láta það líðast að þessir menn gangi lausir. Spóki sig á sólarströndum og á strætum stórborga og meira að segja á Neistaflugi.


Svik á svik ofan

Samfylkingin og VG eru rúnir öllu trausti fólks sem trúði fyrirheitum þeirra í aðdraganda kosninganna og kaus það. Hvar eru öll loforð Jóhönnu Sigurðardóttur? Hverju lofaði hún elli- og örorkulífeyrisþegum?Vonandi springur þessi ríkisstjórn fyrr en seinna því þessu fólki þarf að refsa.


mbl.is Vilja breytinguna burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband