Færsluflokkur: Bloggar
15.3.2009 | 09:25
Eflum heimamenninguna
Ég hef stundum haft á orði að ekki sé nægilega mikið að gert til að halda fólki saman. Fá það til að deila sögum frá liðnum dögum, hittast og ræða málið. Hef ég bent á að safnahúsið, gamla netagerðin, sé tilvalin til þessara nota.
Ég hef minnst á að hafa sjómannakvöld. Þar verða fengnir eldri sjómenn sem hafa frá mörgu að segja. Þetta þurfa ekki að vera sögur af svaðilförum, nei heldur af mannlegum þáttum sjómennskunnar. Hérna eru margir góðir sögumenn sem hafa frá ýmsu að segja, fáist þeir til þess. Aldrei verður of mikið gert af því að fjalla um álfa og huldufólk og er bókin hans Hálfdáns á Kirkjumel gráupplögð til að styðjast við
Mér dettur þetta í hug núna aftur þegar ég les um uppákomu hjá Róðrafélagi Miðvogs í Færeyjum sem efnir til svipaðrar uppákomu í húsi félagsins. Þar verða sagðar sögur frá sjóræningjatíðinni eins og þeir frændur okkar og vinir kalla það, fjallað verður um þann stöðuga ótta sem fólk bjó við vegna komu sjóræningja. Sagt verður frá stöðum í byggðinni þar sem fólk faldi sig fyrir þessum vágestum. Þeir munu sýna muni sem tengjast komum sjóræningja til Miðvogs. Til að kóróna kvöldið fara fundargestir þangað sem kappróðrarbátarnir standa og gæða sér þar á harðfirski, kartöflum og spiki, en það var aðalmáltíð Færeyinga á þessum árum. Harmonikku félag Miðvogs mætir á staðinn og lagið tekið.
Hvað getum við gert hér?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 15:40
Loftbóla
Býður sig fram til formanns Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2009 | 09:05
Var þjófurinn kominn í buxurnar?
Stal peningakassa og kvenbuxum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2009 | 15:23
Hvern andskotann á ég að kjósa?
Tryggvi Þór: Greinir frá fjárhagslegum tengslum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.3.2009 | 09:37
Eftir hverju er beðið?
500 milljarðar til eigenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.3.2009 | 11:24
Villandi auglýsingar
Síminn auglýsir grimmt þessa dagana um aðgerðaáætlanir fyrirtækisins fyrir fólkið í landinu. Mér er spurn eru ekki til lög um villandi auglýsingar? Allavega er stundum verið að refsa ferðaskrifstofum fyrir villandi tilboð, en tilboðin frá símanum eru einstaklega villandi og jafnvel röng en eflaust láta einhverjir blekkjast.
Fyrir þá sem hringja oft í heimasíma úr GSM símanum er Núll í alla heimasíma fyrirtaks sparnaðarleið en neðanmáls stendur 1.290.- á mánuði.
Sex vinir óháð kerfi. Þetta er kjörin leið fyrir þá sem nota farsímann langmest til að hringja og senda SMS í sama hóp vina og ættingja. Hægt er að velja sex GSM símavini, óháð því hvort þeir eru innan kerfis Símans eða viðskiptavinir annarra farsímafélaga. Neðanmáls stendur 1.990.- á mánuði.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2009 | 10:57
Sælkjum peningana í skattaskjólin
Þið munið afmælisveislurnar sem útrásar víkingarnir svokölluðu héldu. Engu var til sparað og ýmist flogið í einkaþotum til Karabíska hafsins, í skattaskjólin sem þessir menn áttu þar og eiga kannski ennþá, eða þá að heimsfrægum skemmtikröftum var teflt fram í fagurlega skreyttum vöruskemmum. Enginn skemmtistaður var nógu stór fyrir flottheitin.
Nú ætlar einn mesti núlifandi glæpmaður sögunnar, Robert Mugabe, að halda upp á 85 ára afmælið sitt. Veislan sú verður að vísu, að sögn, aðeins fyrir nána vini og stuðningsmenn kostar einhverjar litlar 30 milljónir króna. Athugið að þetta er opinber tala.
Á sama tíma biður Simbabwe um tveggja milljarða króna styrk vegna efnahagshruns og skæðra smitsjúkdóma sem hafa dregið mörg þúsund Simbabvebúa til dauða.
Útrásarvíkingarnir okkar báðu ekki um styrk þeir skildu hinsvegar hundruð heimila og þúsundir einstaklinga eftir í sárum. Og lifa nú í vellystingum í höllunum sínum erlendis. Er ekki kominn tími til að sækja þessa menn til saka? Þeir verða alltaf þjófar í augum almennings fyrr en sakleysi þeirra verður sannað!
Landlæknir segir að sækja eigi féð í skattaskjólunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 12:08
Góðar fréttir
Davíð í framboð á Suðurlandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2009 | 18:51
Þú fékkst SMS
Ég er ekki ein um það að taka eftir hvað alþingismennirnir eru yfirleitt að gera þegar þeir sitja í sætum sín á þingi, annað en að hlusta. Þeir eru yfirleitt að senda eða taka á móti SMS. Konurnar gera meira af þessu en karlarnir og hefur fyrrverandi menntamálaráðherra verið iðin við kolann. Margir atvinnurekendur hafa bannað notkun GSM síma í vinnunni, af hverju ekki á Alþingi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2009 | 14:33
Stal ekki nógu miklu
Skilorð fyrir þjófnað úr vínbúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar