Færsluflokkur: Bloggar
26.2.2009 | 08:35
Vanhæfir í stjórnunarstöður
Hvað var Steingrímur J að hugsa þegar hann skipaði Gunnar Örn Kristjánsson endurskoðanda stjórnarformann í Nýja Kaupþingi, hvað var það ekki á mánudaginn? Hann sagði svo af sér formennskunni í gær. Það sem ég á við er að það getur ekki verið hollt fyrir okkur að hafa mann við stjórnvölinn sem á sínum tíma var ásakaður fyrir fjárdrátt og vanrækslu í starfi. Er þessi maður VG?. Hann fer ekki fram á nema 450 milljónir í skaðabætur frá ríkinu. Hvað meinar Steingrímur með að hafa svona menn innanborðs. Eru þeir sem hafa verið ásakaðir og kærðir fyrir fjárdrátt og vanrækslu í starfi ekki vanhæfir í stjórnunarstöður? Ég hélt að það tilheyrði tiltektinni sem boðuð hefur verið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.2.2009 | 16:33
Nú erum við atkvæði
Fólk á eyjunni Jersey sem töpuðu miklu fé á hruni Landsbankans hafa beðið Elísabetu Bretadrottningu um hjálp við að ná innistæðum sínum út úr útibúi Landsbankans á Guernsey. Þarna er fólk að notfæra sér 800 ára gamlan rétt sinn til að leita beint til drottningarinnar með beiðni umaðstoð.
Ég býst nú ekki við að það þýði fyrir okkur sem Landsbanki Íslands stal af nokkrum milljörðum í haust að leita til forsetans. Mér er ekki kunnugt um nein lög sem krefjast þess að hann rétti okkur hjálparhönd. En dj... væri það flott ef svo væri.
Eftir hrunið í haust skrifaði ég bréf til allra þingmanna NA kjördæmisins og fleiri og bað um að þeir létu málið til sína taka. Aðeins einn þingmaður svaraði bréfi mínu, hann er nú forseti Alþingis. En hinir hér í NA kjördæminu lsvöriðu ekki en leita nú til mín og fleiri um stuðning í komandi prófkjöri. Sagt er að sjaldan launi kálfur ofeldi sitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 13:11
Ertu orðinn þröskuldur, Höskuldur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.2.2009 | 20:35
Hvenær kemur Kolla?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2009 | 12:50
Ef þú getur ekki sigrað óvininn gakktu þá í lið með honum
Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, líkir kosningafyrirkomulaginu á Íslandi við kosningakerfið á tímum Sovétríkjanna sálugu. Þar hafi flokksræðið verið algjört. Þegar kjósandinn hafi farið á kjörstað hafi hann bara getað kosið einn flokk. Hér á landi sé svipuð staða. Enginn geti komist til áhrifa í stjórnmálum nema með því að ganga í stjórnmálaflokk og vinna sig upp í gegnum hann.
Ég get verið sammála Ómari og bendi á að þegar vinstri stjórn var við völd í Neskaupstað í rúmlega hálfa öld, var íhaldstjórninni í Reykjavík og kommastjórninni í Neskaupstað líkt saman. Ég er þó ekki þeirrar skoðunar að saman hafi verið að jafna.
Ég er samt sammála Ómari að vænlegasta leiðin til að komast áfram á pólitíska sviðinu er að ganga til liðs við einhvern af fjórflokkunum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Sem sagt; ef þú getur ekki sigrað óvininn gakktu þá í lið með honum.Ef Kommasafnið mitt kemst á koppinn, ætla ég að leyfa fólki að kjósa um ýmislegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2009 | 09:49
Ég fer á þing
Þegar hamarinn féll í fundarlok. Hrökk ég upp. Þetta var þá bara draumur eða kannski bara martröð. Allavega var mér létt þegar ég loksins gat opnað augun og gert mér ljóst að ég var ekki að fara á þing, heldur í framboð í Félagi eldri borgara á Norðfirði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2009 | 22:30
Þvílíkt þakklæti
Það er með þakklæti og virðingu fyrir þeim störfum og embættum sem ég hef gegnt að ég kveð Alþingi á vori komandi. Samstarf við starfsfólk og annað samferðarfólk hefur alla jafnan verið með ágætum og hefur starfsfólk Alþingis unnið þrekvirki á umliðnum mánuðum við erfiðar aðstæður, ekki hvað síst þingverðir og starfsfólk nefndarsviðs.
Síðast en ekki síst vil ég ítreka þakkir til handa flokksmanna Samfylkingarinnar fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning í tengslum við þingstörfin.
Gunnar sækist ekki eftir endurkjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2009 | 12:08
Hættur við að hætta!
Björgvin sækist eftir 1. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.2.2009 | 09:57
Hræddir um að missa sitt
Ég sem hef haldið til þessa að ég ætti ekki annarra kosta völ en að kjósa Samfylkinguna í komandi kosningum er komin á aðra skoðun. Karlarnir tveir sem skipuðu tvö efstu sætin í síðustu kosningum felldu tillögu þess efnis að karl og kona skipuðu tvö efstu sætin á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í gærkvöldi og það gerði Sigmundur Ernir, sem býður sig fram í annað sætið líka. Karlrembur.
Þar eru nú Kristján Möller samgönguráðherra og Einar Már Sigurðsson alþingismaður og greiddu þeir atkvæði gegn tillögunni. Um tíma gengu konur af fundinum en mættu aftur síðar þegar fram var komin tillaga um að hvort kyn mætti ekki skipa nema tvö sæti í röð á listanum.
Og hvað á ég nú að kjósa? Ekki VG með Steingrím og Þuríði Backman í efstu sætunum, svo ég tali nú ekki um höfuðóvin Austurlands, Kolbrúnu Halldórsdóttur innanborðs. Framsókn er ekki til umræðu. Spillingarflokkur númer eitt sem þegar er farinn að rotta sig saman við Davíð Oddsson um samstarf eftir kosningarnar. Ný 18 ára einsemd, ó nei. Frjálslyndir er ekki flokkur í mínum skilningi. Þar fara sjálfgæðingar sem hafa ekkert málefnalegt fram að færa, nema að afnema kvótakerfið. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki sá kostur sem ég kýs, hinn endinn á spillingunni. Ég þoli ekki að þurfa að skila auðu. Finnst það sóun á rétti mínum. En það á mikið breytast ef ég kýs Samfylkinguna. En konur sem taka þátt í væntanlegu prófkjöri geta breytt stöðunni.
Fyrir síðasta prófkjör tók ég þátt í þátt í því að fá fólk til að ganga í Samfylkinguna og gerðu það margir með þeim formerkjum að það yrði strikað úr flokknum strax eftir prófkjörið. Í síðustu kosningum áttum við kost á mjög frambærilegri konu sem náði ekki inn á listann. Hvaða kona býður sig nú fram til góðra verka fyrir Austurland?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2009 | 09:53
Og hvað með það?
Á svig við sannleikann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar