Færsluflokkur: Bloggar
15.2.2009 | 15:01
Nokkrar af perlum Inga T Lárussonar
Ég hef sett hérna í spilarann nokkrar af perlum Inga T. Þær eru á diski sem Kór Fjarðabyggðar gaf út fyrir síðustu jól. Á diskinum eru 13 lög en ég valdi hérna nokkur þau þekktustu. Þetta eru lögin: Hríslan og lækurinn, Heimþrá. Það er svo margt, Átthagaljóð. Sumarkveðja og Ég bið að heilsa. Viljirðu eignast diskinn hafðu þá samband og ég sendi hann samdægurs. Hann kostar 2000 kall.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 18:21
Veruleikafirrtur Jón Baldvin
Jón vill að Ingibjörg víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.2.2009 | 13:03
Voru þeir úti á túni?
Guðfinna ekki í kjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2009 | 09:44
Dorrit inn - Davíð út
Ég er farin að halda að við höfum gert mikil mistök og leitað langt yfir skammt að hafa ekki gert Dorrit Moussaieff að fjármálaráðherra landsins, en kannski er tækifæri til þess ennþá. Það viriðst sem henni leiðist að hafa ekki getað tekið þátt í "búsáhaldabyltingunni" verið á vettvangi eins og hún orðar það. Þessi kona kann greinilega með peninga að fara og að ÓLafur skuli ekki hafa hlustað á hana þegar húnvar að gagnrýni fjármálakerfi landsins er bara skömm. Menn eiga að hlusta á konur sínar!
En það er enn smuga. Setjum hana sem seðlabankastjóra. Út með Davíð inn með Dorrit það væri sko saga til næsta bæjar og jafnvel til Timbukto.
Þjóðverjar fái engar bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2009 | 11:45
Hleypið Davíð inn og læsið á eftir honum
Hittu ekki seðlabankastjórana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2009 | 10:45
Hubris-heilkennið í Seðlabankanum
Stórmerkileg grein í helgarblaði DV um það sem heitir Hubris-heilkennið. Þetta er í dag skýrt sem ákveðin tegund af geðsýki. Og hvernig lýsir þetta sér. Jú, í stuttu máli þannig að þeir sem eru haldnir Hunbris-heilkenninu eru ekki veikir í sjálfu sér heldur er drambsemi þeirra og stærilæti komið á sjúklegt stig.
Fyrir leiðtoga með hubris-heilkennið er ekkert mál að ljúga til að ná sínu fram. Þeir telja að örlögin hafi ætlað þeim mikið hlutverk, þeir séu fæddir til stórra afreka.. Eftir því sem tíminn líður nærist sjálfstraust þeirra á vaxandi undirgefni samstarfsmanna og auknum völdum. Robert Mugabe er ljóslifandi dæmi þessa.
Í greininni eru nefnd sérstaklega nokkur dæmi um valdamenn með Hubris og skal þá fyrsta telja George W, Bush og Tony Blair sem fóru fyrir í herförinni geng S. Hussein 2003,innblástnir af eigin ágæti. Bush sagði á fundi árið 2002 að hann væri innblásinn af Guði sem hefði falið honum að binda endi á harðstjórnina í Írak. Þessi trúarlegi innblástur var kjarninn í nánu samstarfi Bush og Blair.
Þetta leiðir hugann að ýmsum ónafngreindum íslendingum sem hafa haldið, stundum heilli þjóð í heljargreipum og gera enn. Skyldu þessir framámenn vera með Hubris-heilkennið? Það ætti að athuga það og reyna að koma vitinu fyrir þá. Sérstaklega virðist þetta vera faraldur á Svörtu loftumBloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2009 | 17:35
Fjallkonan næst
Nýjustu skrifin eru skrif þess manns sem varð að víkja úr stóli forseta Alþingis, alveg steinhissa á að hann skyldi ekki vera áfram þingforseti þrátt fyrir að flokkurinn hans væri komin í stjórnarandstöðu.
Nú hefur hann komist að raun um að það að það er allt forsetanum að kenna að hann missti stólinn. Forsetinn hafði lagt á ráðin nokkru áður en ljóst var að stjórnarslit væru innan seilingar, meira að segja Geiri smart, heldur þessu sama fram.
Það verður erfitt fyrir sjallana í borgarstjórn Reykjavíkur að finna næstu fjallkonu. Því það er næsta víst að henni verður kennt um að hafa staðið á bak við þetta allt.
Sturla og Herdís hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2009 | 10:49
Kommasafn í Litlu Moskvu
Í mörg ár hefur blundað í mér löngun til að koma upp Kommasafni hér í Neskaupstað. Slíkt safn ætti auðvitað hvergi annars staðar heima hér á landi en í Litlu Moskvu.
Safninu er ætlað að segja sögu hálfrar aldar og meira sveitarstjórn vinstri manna í Neskaupstað. Erlend áhrif á forsvarsmenn sveitarfélagsins, í ræðu og riti sem og í blaðaútgáfu.
Ég tel mig eiga greiðan aðgang að ýmsum upplýsingum um þennan hluta sögu Neskaupstaðar, bæði í máli og myndum. Vikurblaðið Austurland sem gefið var út hér í bæ í hálfa öld, var upphaflega gefið út af sósíalistafélaginu á Norðfirði og síðar Alþýðubandalaginu í Neskaupstað. Forveri þess blað var Árblik, fjölritað blað sem fyrst og fremst flutti pólitískt efni. Var ég bæði ritstjóri og blaðamaður á Austurlandi um tíu ára skeið. Sat sem aðalmaður í bæjarstjórn Neskaupstaðar tvö kjörtímabil og var þar áður varamaður. Sat í fjölmörgum nefndum og ráðum og var vel virk í félagsstörfum og kynntist þannig annarri hlið á pólitíkinni.
Til að hafa safnið sem líkast þeirri sólsíalisku hugsjón sem hálfrar aldar meirihluti í Neskaupstað hafði að fyrirmynd í upphafi þyrfti að leita til Austur-Evrópu eða Rússlands eftir ýmsum gögnum, aðallega styttum og myndum en talsvert er þó til. Slíkir munir myndu óneitanlega setja svip sinn á safnið. Sjálf á ég gamla rússneska fánann með hamri og sigð. Líka mætti hugsa sér að hafa styttu af Lenin utandyra við Kreml ef leyfi fæst til þess. En Kreml er hús að Egilsbraut 11, sem fékk þetta nafn þegar Alþýðubandlagið keypti þar hæð. Enn eru haldin þorrablót í Neskaupstað sem kölluð eru Kommablót og komast oftast færri að en vilja.
Í framhaldi af stofnun safnsins má vel hugsa sér minjagripagerð sem vísaði til þessa tíma, styttur og fána, póstkort eða aðrar myndir svo eitthvað sé nefnt. Það væri ekki amalegt að eiga litla styttu af þeim merka manni Bjarna Þórðarsyni eða Lúðvík Jósefssyni.
Þáttur Lúðvíks Jósefssonar í landhelgismálum Íslendinga er vel kunnur og minnt á hann nú þegar 50 ár eru liðin frá útfærslu landhelginnar í 50 mílur.
Hvort sem fólki er það ljúft eða leitt tel ég þennan kafla í sögu Neskaupstaðar svo merkilegan að hann ætti heima á safni. Misjöfn sýn á söguna sérstaklega hvað pólitíska sýn varðar er auðvitað misjöfn og fer eftir pólitískum skoðunum manna. Sú velferð sem ríkti hér var því að þakka að fyrirtækin sem sköffuðu vinnuna voru í eigu heimamanna. Stofnuð voru félög utan um atvinnureksturinn og voru þessi félög í eigu heimamanna. Hérna vorum við svo stálheppin að þegar síldin brást og fjölmörg sveitarfélög fóru nánast á hausinn, voru fyrirtækin ennþá á staðnum og við tók nýr kafli í útgerðarsögunni. Ekki aðeins útgerðarsögu Norðfirðinga, nei allra landsmanna, skuttogaraöldin. Það framfaraspor var framsýnum kommameirihluta að þakka.
Mikið er til af skrifuðum heimildum af afskiptum kommanna á stjórn Neskaupstaðar. Jafnvel var haft á orði að þeir vildu hafa meirihluta í sóknarnefndinni. Alltaf var séð til þess að meirihluti allra nefnda og ráða væru í að meirihluta vinstra fólk, hvort það var frá Sósíalistaflokknum, Jafnaðarmannaflokknum eða Alþýðubandalaginu. Mikið er til af blöðum sem segja frá þessum gjörðum.
Þá veit ég að ég get leitað í smiðju margra sem upplifðu þetta tímabil. Menn sem eiga bæði blöð og dreifibréf og myndir, ýmislegt annað sem tengist þessu. Því hvað sem hver segir var hugmyndafræðin sósíalísk, þó menn svo töldu síðar meir að hugmyndafræðin eystra væri góð en framkvæmdin afleit.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.2.2009 | 23:24
Eins og naut í flagi
Við vinkonurnar sátum fyrir sjónvarpið áður en kvöldfréttirnar byrjuðu og horfðum á ÍNN, Við vorum hjartanlega sammála að Ingvi Hrafn væri einn ógeðfelldast sjónvarpsmaður fyrr og síðar. Allavega til þessa. Við vorum hissa á ofstopanum, bræðinni og fyrirlitningunni. Ég er viss um það að hefði ekki verið skermur á sjónvarpinu þá hefði hann frussað munnvatni á okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 21:15
Er ekki allt í lagi með manninn?
Geir þakkar stjórum Seðlabanka vel unnin störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar