Færsluflokkur: Bloggar

Tilgangslausar aðgerðir

Það er nýtt fyir mér að aðalfréttin á Sky News skuli vera um Ísland. en ekki voru það fallegar fréttir, það var frétt um að hafin væri opinber rannsókn á Kaupþingi. Ég verð að segja eins og er að ég held að það komi ekkert út úr þessum rannsóknum. Þeir sem tóku milljarða lán í bankanum eru búnir að koma þeim undan og þær fást aldrei til baka. Þetta minnir á sögu Cervantes um Don Kíkóta, slagur við vindmyllur..
mbl.is Formleg rannsókn á Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listamannalaun ofan á þingmannskaupið

Ég get vel unað Eddu Heiðrúnu að fá listamannalaun fyrst þau eru á annað borð veitt. En að á þessum lista skuli vera alþingismaður, hálaunaður listamaður, sem hefur milljónatugi á ári og svo auðvitað þeir sem eru þarna inni sem vildarvinir stjórnmálamanna. Það er löngu tímabært að hætta þessari vitleysu. Þetta átti kannski rétt á sér þegar "listamenn" höfðu vart til hnífs og skeiðar, en æviráðning er rugl.


mbl.is Edda Heiðrún fær listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fækka þarf þeim sem komnir eru yfir sextugt!

Það er auðvitað góð leið til að fækka þessum aldurshópi að hætta krabbameinsleit hjá honum. Munið þið ekki hver sagði á þingi ; "ellilífeyrisþegum þarf að fækka". Þetta er auðvitað liður í þeirri framkvæmd þó nokkuð sé um liðið síðan fyrrgreind setning var sögð. Stjórnvöld höggva enn og aftur í sömu knérun. Sama hvaða ríkisstjórn er. Ég segi það enn og aftur; ég bjóst við einhverju betra af vinstri stjórn. En svo bregðast krosstré sem önnur tré.
mbl.is Hætt við skipulagða leit að ristilkrabbameini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona getur farið...

Svona getur farið ef gamalmenni eru sett í alltof lítið rými. Segja má að allt sjálfræði sé af því tekið. Svo ég tali nú ekki um þegar það er sent, það sem ég kalla hreppaflutninga, milli stofnana hjá HSA á Austurlandi. Þar eru gamalmennin dregin í dilka, einum hópnum vísað á Seyðisfjörð og öðrum á Eskifjörð. Þriðji hópurinn er svo heppinn af fá að vera ennþá í heimabyggð, í Neskaupstað.

Þetta er ekki sagt af vanvirðingu við sjúkrahúisð á Seyðisfirði eða dvalarheimilið á Eskifirði, því ég veit að fólkinu er veitt góð umönnun. En það að vera rifinn úr sínu umhverfi, frá ættingjum og vinum er skammarlegt og mikil vanvirðing við það fólk sem í þessu lendir.


mbl.is 98 ára kona sökuð um morð á 100 ára herbergisfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það þetta sem við viljum?

Svar mitt er nei, en tollverðir hafa lagt hald á 34 milljónir svikinna tafla á aðeins tveimur mánuðum. Þetta er lítið dæmi af þeirri ógn sem stafar af ESB. Sambandið er orðið að ríki í ríkinu þar sem svik og prettir eru allsráðandi.
mbl.is Vaxandi viðskipti með svikin lyf í ríkjum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver stjórnar þessari vitleysu?

Það er fyrirtækið ParX viðskiptaráðgjöf sem býður fjölþætta ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulagsmála, markaðsmála og starfsmannamála, auk annarrar ráðgjafarþjónustu sem ráðleggur Fjarðabyggð m.a. það að leggja niður eitt og annað m.a. að leggja niður þjónustumiðstöðina og slökkvistöðina á Fáskrúðsfirði. Það kom svo í hlut mannvirkhastjóra að draga allt að landi. Í hlut hvers verður að draga að landi tillögur þær sem áformaðar eru um að leggja niður skrifstofu Fjarðabyggðar á Norðfirði. Það er hægt að sjá ferlið á heimasíðu íbúsasamtaka Fáskrúðsfjarðar. Hvaða bæjarfulltrúi þorir að láta í sér heyra og standa með íbúum Norðfjarðar? Eru pólitíkusarnir í Fjarðabyggð þegar orðnir hræddir við sveitarstjórnarkosningarnar í vor?

Hún er flott

Hann er virkilega hrífandi diskurinn hennar Susan Boyle og ég velti fyrir mér hvort eigi leynist fleiri gullmolar eins og hún, jafnvel á Íslandi. Það sem vekur athygli mína er að diskurinn var gerður 2008, erum við svona löngu á eftir með þesnnan þátt sem hún kom fram í?
mbl.is Boyle sló sölumet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höggvið í sama...

Fæðingarorlofið kom flestum til góða en það var líka misnotað. Það var illa útfært og gaf því tilefni til misnotkunar. En í samanburði við hin Norðurlöndin er fæðingarorlofið happafengur miðað við bætur elli- og örorkulífeyrisþegar. Svo ég tali ekki um sjúkradagpeningana. Það er ekkert sem bendir til þess að hér sé félagshyggjustjórn við völd.
mbl.is Fæðingarorlof með því stysta á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja ekki spírur

Fullvíst má telja að Svisslendingar hafi hafna því í atkvæðagreiðslu í dag að svokallaðar bænaturnar muslima þar í landi verði byggðir. Fjórir slíkir eru núna í Sviss og telja margir að fleiri bænaturnar sé upphafið að útbreiðslu íslamstrú. Um það bil 400 þúsund múslimar búa í Sviss og er íslamstrú útbreiddust trúarbragða þar í landi á eftir Kristni.
Eru ekki einhverjir að fara fram á að byggja svona bænahús í höfuðborginni?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband