Færsluflokkur: Bloggar

Ekki með meiraprófið

Það er ekki hægt að segja annað en þessi kona sem þarna sést aka sé afleitur bílstjóri. Konur eru almenn betri ökumenn en karlar, tilitssamari og gætnari. Ég býst við að það séu til þúsundir af myndum sem þessum með karlmann undir stýri, en auðvitað var við hæfi að sýna konuræfilinn.
mbl.is Ævintýri á bílastæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burtu með þá

Þetta er afskaplega eðilegt, það eru karlar sem stjórna. Mér er svo sem til efs hvort þetta væri betra ef konur stjórnuðu, allavega ekki konur í stjórnmálum. Mín skoðun er sú að þær hallast að karlpeningnum, telja það vænlegra til árangurs. Mest áberandi er daður fyrrverandi menntamálaráðherra við forystumenn sjálfstæðisflokksins. Nú útvarpsstjóri er ekki þekktur fyrir jafnræði.
mbl.is Sjónarmið kvenna komast ekki að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef ég væri ríkur...

Fjármálaeftirlitið hefur sektað fimm sveitar- og bæjarfélög, þar á meðal Fjarðarbyggð og tvö hlutafélög vegna brota gegn lögum um verðbréfaviðskipti. Í öllum tilvikum er um að ræða að viðkomandi skilaði listum yfir frumherja og fjárhagslega tengda aðila mörgum mánuðum of seint. Sektirnar sem hér um ræður eru á bilinu 350.000 til 650.000 kr. Sú lægsta var hjá Mosfellsbæ en sú hæsta hjá Ísafjarðarbæ.

Á vefsíðu FME segir að aðilar hafi sem útgefandi skráðra skuldabréfa brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa skilað listum yfir fruminnherja og aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum mörgum mánuðum of seint til Fjármálaeftirlitsins.

Ég minnist þess ekki að hafa séð nokkuð fjallað um þessi verðbréfasviðskipti í fundagerðum Fjarðabyggðar, en það getur vel verið að þessi viðskipti hafi komið fram þar. Mér finnst það vera skylda fjármála- og bæjarstýru að upplýsa okkur um þessi viðskipti.

 

Einnig finnst mér svolítið furðulegt að Sparisjóður Norðfjarðar hafi ekki gert grein fyrir sínum hlutabréfakaupum – var það ekki í Kaupþingi? Þarna er verið að gambla eða ekki gambla með peningana okkar sem búum í Fjarðabyggð og þess vegna eigum við rétt á skýringum.

 

Skítur á priki

Það er ekki hægt að tala um rausnarskap föðurs og bróðurs Stiegs Larssons til handa fyrrverandi tengdadóttur og mágkonu þeirra. Þeir hrópa á torgum að þeir hafi boðið henni 20 milljónir sænskra króna, en hafa haft af bókasölu og kvikmyndarétti milljarða sænskra króna. Það má segja að þarna hafi tveir menn orðið að aurum apar.
mbl.is Bjóða sambýliskonu Stiegs Larssons fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verði Guðs vilji...

Sagt er að íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa sýnt töluverðar framfarir í mannauðsstjórnun síðustu 3 ár. Mér dettur þetta í hug þegar fullyrt var við mig að á Biskupsstofu væru 64 starfsmenn! Í fávisku minni hélt ég að tveir væru nóg.

Þegar heimasíða Biskupsstofu er skoðuð kemur í ljós að á annan tug starfa sem verkefnastjórar fyrir hin ýmsu svið – ekki kindasvið. Símaverðir eru næst fjölmennastir, það verður jú að vera hægt að ná í “herrann” og fulltrúar eru jafnmargir.

Steininn tekur þó úr ef satt er að hjá Seðlabanka Íslands séu 162 starfsmenn. Drottinn minn hvar er öll hagræðingin? Sennilega hjá mér og öðrum sem tilheyra sauðsvörtum almúganum. Eitt er víst að ekki er hún hjá hinu opinbera, ef þetta er satt. Það er nefnilega ekki hægt að sjá starfsmannafjöldann á heimasíðu bankans.

.
mbl.is Launalækkanir almennari hér en annars staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í einum kjól

Legg til að Framsóknarflokkurinn kaupi þennan kjól og klæði þá fáu framsóknarmenn sem eftir eru í hann. Gott að hafa allt ruslið á sama stað.
mbl.is Stærsti kjóll í heimi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frítt með strandferðaskipunum

Ég man ekki betur en að hafa heyrt að drengur sem fæddist um borð í strandferðaskipinu Esju hafi fengið nefnið Esjar og ferðast frítt með skipunum. Kannski bara misminni.
mbl.is Barn sem fæddist í flugvél flýgur frítt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birtið nöfn glæpamanna, íslenskra og erlendra

Lögreglan er að gera góða hluti í þessum efnum. En þeir mega síns lítils ef sakborningunum er sleppt aftur út í þjóðfélagið, þar halda þeir áfram fyrri iðju. Þ´sagt sé að sekt sé ekki sönnuð þá er hún það að mínu mati. "Fimm Litháar eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og rennur það út í dag". Ég vil að nöfn þeirra handteknu verði birt opinberlega og það strax, reynist þeir saklausir þá kemur það í ljós, en ég hef enga trú á að svo sé.
mbl.is Mansal, þjófnaður og fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn sýslumaður í NA-kjördæmi

Mér líst vel á að sameina sýslumannsembættin en það þarf að fjölga lögreglumönnum. Sýslumenn eru börn síns tíma og allt í lagi að fækka embættunum og sameina.
mbl.is Vara við breytingum á sýslumannsembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bölvuð lygi

Þessar fréttir frá Hafró eru einfaldlega ekki réttar enda hefur stofnunin enga burði til að mæla réttilega allt það brottkast sem á sér stað og því síður að fylgjast með því. Það má líkja sumum útgerðum við sjóræningjaskip. Þær hafa haft alla sína hentisemi um hvaða fisktegundir þær veiða og ljúga oft til um tegundir. Langa ofaná og ýsa og þorskur undir. Eða var það steinbítur?
mbl.is 1.935 tonnum af ýsu var hent í hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband