16.8.2008 | 00:06
Hefðamayjamótið 2008
Hefðameyjamótið okkar í ár var haldið á Grænanesvelli í kvöld. Það var SV strekkingur þegar við byrjuðum en hlýtt og lygndi þegar leið á kvöldið. Það voru 28 konur sem mættu til leiks, flestar frá Neskaupstað, vanar og óvanar. þetta var mjög skemmtilegt kvöld þar sem leikgeliðin og gamanið var í fyrirrúmi. Eftir að hafa leikið 9 holur var blásið til veislu sem Fjarðaveitingar, Sveinn Jónsson, sá um. Aldeilis frábær matur sem samanstóð af humar með hvítlaukssósu, sænskum kjörbollum. graflax m/brauði og sósu, tígrisrækjum m. hvítlauk, brauði og salati með pesto. Alveg frábær matur. Það komu margir styrktaraðilar að þessu móti en hæst ber framlag Ölgerðar Egils Skallagrímssonar þar sem Sigurjón Egils er í forsvari hér á svæðinu. Teiggjafir í flottum umbúðum frá Lyfju undir stjórn Smára Björgvinssonar, gjafir frá Nesbæ, Nesbakka, Samkaupum, System, Vík, Laufskálanum og síðast en ekki síst aðalverðlaunin frá Fjarðasporti, sem veitt voru fyrir flottasta klæðnaðinn. Þema næsta árs, í tilefni 10 ára afmælis þessa viðburðar, verður hvítt, en val var frjálst í ár. Ætli við komum ekki allar í lökum næsta ár!
Ljósmynd: Ásgeir Friðrik Heimisson
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið asskoti eru þær flottar allar þessar norðfirsku kellingar á myndinni.
Haraldur Bjarnason, 16.8.2008 kl. 08:37
Hver vann?
Petra (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 09:24
Já Halli við erum flottar, við erum samt flottari þegar við erum allar í sama lit. Petra,Laufey og Magga Sveins, Steinunn og Ingibjörg Þórðar, Brynja og Ananya. All svoru veitt fimm verðlaun fyrir höggleik og dregið úr skorkortum. Brynja var valin best klædd, Birna Rósa fékk þurrkur í pakka fyrir að bleyta boltann oftast. Ýmislegt annað.
Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 09:32
Ert þú þriðja í efri röð frá vinstri?
Edda Agnarsdóttir, 18.8.2008 kl. 14:37
Nei sorrý ég meinti hægri!
Edda Agnarsdóttir, 18.8.2008 kl. 14:38
Já
Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.