1.11.2008 | 14:42
Hvað vill þetta fólk, nákvæmleg?
Mér finnst þessir hópar mótmælenda sem komið hafa saman að undanförnu ekki vera að gera neitt nema að mótmæla. Það er engin skýr stefna sem kemur fram, nema að mótmæla. Jú menn eru á móti Davíð og einhverjir á móti ríkisstjórninni. Ég get svo sem verið sammála því fyrrnefnda, en þykir þetta fólk sem stendur fyrir þessum göngum ekki vera trúverðugt og því síður frambærilegt í pólitík!
Um þúsund mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að sjálfsögðu eiga allir að fá að mótmæla.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 1.11.2008 kl. 14:46
Það er dálítið merkilegt, að ,,róttæk vinstri kona" tali á þeim nótum, að henni sé á móti skapi að fólk rísi upp til mótmæla.
Jóhannes Ragnarsson, 1.11.2008 kl. 14:53
Þessi mótmæli eru algjört kjaftæði og bull.
Jón Baldvin Hannibalsson með sínar skíta-ræður og vinnur nú í að búa til glundroða. Við þurfum að standa saman og sýna stuðning en ekki hlusta á gamla stjórnmálamenn sem eru búnir að lifa erlendis síðustu ár og eyða skattpeningunum okkar í að keyra um með einkabílstjóra og búa í húsum sem eru hundruða milljóna virði og í eigu ríkisins.
Þetta fólk er tækifærissinnar og svikarar en ekki sannir Íslendingar! Sannir Íslendingar standa saman.
Mummi (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:00
Ég er sammála þér.. Það er gagnslaust að mótmæla án þess að vera með einhverja stefnu.
Það er eins og að segja: 'þú átt ekki að gera þetta svona, heldur einhvernvegin öðruvísi, sem ég hef ekki hugmynd um'
Viðar Freyr Guðmundsson, 1.11.2008 kl. 15:01
Sammála þér Hulda. Fólk er hrætt og reitt og raunverulega veit það ekki hverju það er að mótmæla nema þá aðstæðunum sem við erum komin í. En það á gjörsamlega eftir að rannsaka allt það sem hefur skeð og ekki tímabært að benda á neinn ennþá. Stjórnarslit núna væri bara til að toppa ástandið. En eins og ég sagði við erum reið og það ekki að ástæðulausu. En ég vil fyrst sjá atburðarásina í réttri mynd.
Sólveig (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:25
Styð af heilum hug að fólk iðki lýðræðið og málfrelsið með mótmælum eða öðrum ofbeldislausum hætti.
Helgi Jóhann Hauksson, 1.11.2008 kl. 17:46
Auðvitað er ekki skýr stefna, þetta eru mótmæli gegn ríkjandi ástandi og stefnu og skiljanlega greinir fólk á um hvað eigi að koma í staðinn.
"Sannir Íschlendingar standa með auðvaldinu!"
Vésteinn Valgarðsson, 1.11.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.