Hræddir um að missa sitt

Ég sem hef haldið til þessa að ég ætti ekki annarra kosta völ en að kjósa Samfylkinguna í komandi kosningum er komin á aðra skoðun. Karlarnir tveir sem skipuðu tvö efstu sætin í síðustu kosningum felldu tillögu þess efnis að karl og kona skipuðu tvö efstu sætin á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í gærkvöldi og það gerði Sigmundur Ernir, sem býður sig fram í annað sætið líka. Karlrembur.

Þar eru nú Kristján Möller samgönguráðherra og Einar Már Sigurðsson alþingismaður og greiddu þeir atkvæði gegn tillögunni. Um tíma gengu konur af fundinum en mættu aftur síðar þegar fram var komin tillaga um að hvort kyn mætti ekki skipa nema tvö sæti í röð á listanum.

 

Og hvað á ég nú að kjósa? Ekki VG með Steingrím og Þuríði Backman í efstu sætunum, svo ég tali nú ekki um höfuðóvin Austurlands, Kolbrúnu Halldórsdóttur innanborðs. Framsókn er ekki til umræðu. Spillingarflokkur númer eitt sem þegar er farinn að rotta sig saman við Davíð Oddsson um samstarf eftir kosningarnar. Ný 18 ára einsemd, ó nei. Frjálslyndir er ekki flokkur í mínum skilningi. Þar fara sjálfgæðingar sem hafa ekkert málefnalegt fram að færa, nema að afnema kvótakerfið. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki sá kostur sem ég kýs, hinn endinn á spillingunni. Ég þoli ekki að þurfa að skila auðu. Finnst það sóun á rétti mínum. En það á mikið breytast ef ég kýs Samfylkinguna. En konur sem taka þátt í væntanlegu prófkjöri geta breytt stöðunni.

 

Fyrir síðasta prófkjör tók ég þátt í þátt í því að fá fólk til að ganga í Samfylkinguna og gerðu það margir með þeim formerkjum að það yrði strikað úr flokknum strax eftir prófkjörið. Í síðustu kosningum áttum við kost á mjög frambærilegri konu sem náði ekki inn á listann. Hvaða kona býður sig nú fram til góðra verka fyrir Austurland?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei hef ég skilið til fulls þær kröfur að það þurfi einhverjar reglur um svona lagað. Er ekki eðlilegt að einstaklingur fái sæti á lista út á eigin verðleika og hæfileika í stað þess að komast þangað af því að hann er af þessu kyni en ekki hinu? Hvernig ætli einstakling líði sem er lækkaður niður á framboðslista vegna þess að hann er ekki af "æskilegu" eða "réttu" kyni? Og hvernig líður þeim sem er hækkaður í hans stað? Ekki myndi ég kjósa né óska neinum að lenda í þess háttar aðstæðum. 

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband