Minnisvarði um togarana Egil rauða og Goðanes

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samhljóða ákveðið að beita sér fyrir því að reistur verði minnisvarði vegna sjóslysanna miklu fyrir um 50 árum þegar báðir togarar Norðfirðinga, Egill rauði og Goðanes, fórust með minna en tveggja ára millibili. Egill rauði strandaði undir Grænuhlíð árið 1955 og Goðanes strandaði og sökk við Færeyjar tveimur árum síðar.

Í samþykkt bæjarráðs segir að minnisvarðinn verði einnig reistur „til að minnast fádæma þrekrauna og kjarks sem björgunarmenn sýndu við björgun þeirra áhafnarmeðlima sem komust lífs af úr strandi Egils rauða undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi hinn 26. janúar 1955. Auk þess verði minnisvarðinn til marks um þá virðingu sem íbúar sveitarfélagsins sýna þeim sjómönnum sem farist hafa í og við sjó fyrr og síðar“.

Hugmyndin  um að reisa þennan minnisvarða kviknað í kjölfar umfjöllunar í jólablaði Bæjarins Besta sem gefið er út á Ísafirði um strand Egils rauða og björgun áhafnar hans. Haft er eftir þáverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar, Guðmundi Bjarnasyni, að umfjöllun BB  hafi opnað augu yngra fólks hér í bænum fyrir því mikla afreki sem þar var unnið og þess viljum við minnast með þessum hætti um leið og við minnumst allra þeirra sem ekki voru svo heppnir í gegnum tíðina að verða bjargað úr sjávarháska.“ Stefnt verði að því að afhjúpa minnisvarðann á sjómannadaginn árið 2006. 

goðanes

(Byggt á frétt í Bæjarins Besta)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 160366

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband