Ég á von á...

Þeir hafa lengi átt von á sér veðurfréttamennirnir á Stöð 2 og sér eiginlega ekki fyrir endann á þeirri bið. Hver einast setning úr þeirra munni byrjar svona; ég á von á að það verði... eða þá; ég á ekki von á að það verði... eða; ég á fastlega von á að það...

Þetta er rosalega fátæklegur orðaforði sem þeir búa yfir og þeir klifa endalaust á þessum frasa. Af hverju ekki að segja; búast má við, eða reikna  má með, sennilega verður... og svo framvegis. Þessar setningar sem byrja; ég á von á.,.. kemur mér til að finnast að þeir sem eru að segja veðurfréttirnar séu að setja sig í einhverja Guða tölu, eins og ég ætla að hafa... Ófrískar konur eiga von á sér en andsk... ekki Siggi stormur!

 

Á vissan hátt má segja þetta sama um íþróttafréttaritara. Þeir hamast alltaf á sömu frösunum s.s. þrumaði boltanum í netið. Þeir virðast hafa Margréti Láru á heilanum. Þessi frábæra knattspyrnukona á allt gott skilið, en það eru fleiri í liðinu sem hún er í og það er annað lið með jafnmörgum leikmönnum á móti.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úrsúla Manda

Einmitt! Það eina sem ég veit er að ég á von á mér á morgun... svo er bara spurning hvað verður

Alveg sammála þér með Margréti Láru, það er eins og hún sé sú eina í liðinu. 

Úrsúla Manda , 9.7.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það verður barn það er engin spurning!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 9.7.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 160349

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband