Ekkert kynlíf takk, við erum bresk

Samkvæmt nýjustu könnun eru Bretar mestu kyntröll í heimi, Þjóðverjar fylgja þeim fast eftir en Hollendingar eru í þriðja sæti. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var undir stjórn Davids Schmitts, prófessors í sálfræði við Bradley háskóla og er birt í vísindatímaritinu New Scientist Magazine. 14 þúsund manns tóku þátt í verkefninu, fólkið lýsti ástafari sínu og blíðubrögðum, fjölda rekkjunauta og tíðni kynmaka. Skemmst er frá því að segja að Bretar og Þjóðverjar bera af á þessu sviði. Niðurstaðan kemur ýmsum á óvart. Fyrir nokkrum árum fór bresk kvikmynd sem eldur í sinu um gjörvalla heimsbyggðina, sem heitir: "No Sex Please We´re British".

En aðeins meira. Munið þið eftir sjónvarpsþáttunum með Gesti Einari þar sem meðal annars var spurt um ástarlíf fólks. Auðvitað óformleg könnun en var samt birt þegar þáttunum lauk. Þá kom í ljós að Egilsstaðabúar gerðu “það” sjaldnast, eða að meðaltali 1.8 sinnum í viku. Mig minnir að Húsvíkingar hafi gert “það” oftast. En hvað um það, mér datt þetta í hug:

*

Illt mér þætti að fara að hátta

eins og asna, utangátta.

Ætla ástar að njóta

en um hugsanir hnjóta;

hvort var ég búinn með 1 eða 1.8

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 160438

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband