Hvern andskotann á ég að kjósa?

Hugsið ykkur að ég komminn var farin að renna hýru auga til íhaldsins í NA kjördæmi, var farin að gæla við að kjósa Tryggva Þór. Hugsaði með mér að þó hann væri löngu brotfluttur þá væri hann ennþá Nobbari og mér sýndist þetta vera eina tækifæri mitt til að koma einhverjum tengdum Fjarðabyggð í þingsalinn. En svo bregðast krosstré sem önnur tré og eftir lestur og hlustun á framkomu Tryggva sem sérstaks efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, er ég ekki alveg að kaupa það sem hann segir og skrifar. Ég verð bara að láta mér nægja að amma dómsmálaráðherrans sé frá Bár og afi borgarstjórans úr gamla prestshúsinu. Nær kemst ég ekki að þekkja valdamikla fólkið!
mbl.is Tryggvi Þór: Greinir frá fjárhagslegum tengslum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég myndi kjósa andskotann.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 9.3.2009 kl. 15:46

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Eðlilega ættirðu að kjósa Borgarahreyfinguna - ta nema að þú treystir gömlu flokkunum til þess að samþykkja lýðræðis breytingarnar sem krafist er í dag og minnka þar með eigin völd

Mér finnst þó að þú ættir að gera gott betur persónulega eftir að hafa lesið um flottan feril þinn á ýmsum sviðum, þar á meðal fyrir ungmennafélagið. Mér finndist þú alveg afspyrnu góður kandídat til þess að bjóða fram með Borgarahreyfingunni í NA kjördæmi.

Mæli a.m.k. sterklega með því að þú skoðir okkur ítarlega á http://www.borgarahreyfingin.is

Baldvin Jónsson, 10.3.2009 kl. 01:27

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það er örugglega ekki verri kostur en hvað annað. Mér finnst að landið ætti að vera eitt kjördæmi, fækka á þingmönnum og ég vil hærri skatta á hæstu launin. Kannski verður það Borgarahreyfingin sem fær mitt atkvæði. Af hverju finnst mér þetta orð borgarahreyfingin eitthvað í takt við Frakkland?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 10.3.2009 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 160361

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband