Stríðsárasafn í Færeyjum

Færeyingar opna á morgun sitt stríðsárasafn. Það er staðsett í Miðvogi og lýsir safnið vel hvaða áhrif síðari heimsstyrjöldin hafði á færeyskt samfélag. Færeyjarnar voru hersetnar af Bretum á árunum 1940 – 1945.

Bretarnir höfðu mikil umsvif á eyjunum og þúsundir hermanna tóku land á Vogey, byggðu þar bragga og reistu sjúkrahús. Þá byggðu þeir flugvöllinn við Sörvog sem enn er notaður en hefur þó verið talsvert endurbættur.

Þýskar flugvélar slepptu sprengjum sínum víð við eyjarnar og færeyskir sjómenn voru eins og þeir íslensku  í lífsháska vegna aðgerða flugvélanna og kafbáta.

Safnið verður opið allt árið og þar má finna marga áhugaverða hluti og myndir sem eru bæði áhugaverðar og lærdómsríkar um þessi mjög svo sérstöku ár í Færeyjum.

Ég tel mig hafa rétt fyrir mér þegar ég segi að sveitarstjórnarmenn í Sandavogi hafi fengið hugmyndina að safninu í Miðvogi þegar þeir skoðuðu Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 160346

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband