Árna Matt er ekki sjálfrátt

Þessi framkoma fjármálaráðherrans er honum og allri ríkisstjórninni til háborinnar skammar. Þetta ber vitni um svo mikinn hroka hjá Árna Matt að það hálfa væri nóg. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hljóta að hugsa sig um, um áframhaldandi stuðning. Þetta nær ekki nokkurri átt. Ég veit hvað ég myndi ekki kjósa ef kosið yrði á morgun!
mbl.is Ljósmæður: Uppsagnir löglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyfjarannsóknir falsaðar

Upplýst var í Svíþjóð í gær að 45.000 eldri borgurum með elliglöp sé gefið geðlyf sem séu hættuleg heilsu þeirra. Mest er notað geðlyfið Risperdal sem ætlað var upphaflega gegn geðklofa. Dagens Nyheter segir frá því í dag að lyfjafyrirtækið Janssen- Cilag sem framleiðir Risperdal hafi beitt blekkingum og falsað niðurstöður rannsókna til þess að fá lyf þetta samþykkt af sænska lyfjaeftirlitinu.

Ég sem hélt að þetta gerðist aðeins í bandarískum sakamálamyndum. Sem betur fer kemst oftast upp um svona gerðir en stundum of seint, samanber Thalidomide sem nú er markaðssett sem  Thalomid. Margir muna hræðilegar afleiðingar þess lyfs og við sjáum oftar en ekki afleiðingar þess á Ol. fatlaðra.


Engin ný sannindi

Það eru engin ný sannindi að það séu þúsundir íbúða á höfðuðborgarsvæðinu auðar. Maður hlýtur að spyrja sig hver sé þáttur lánastofnana í svona löguðu. Það þurfti enga sérfræðinga til að sjá þetta en í frétt um málið segir: "Ari og hans fólk hefur undanfarin ár safnað saman og unnið mikið magn upplýsinga um stöðu fasteignamarkaðarins á höfuðborgarsvæðinu". Þetta er ásetningur að vilja flytja sem flesta á sömu þúfuna.
mbl.is Ónýttar íbúðir 2.400
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ol. fatlaðra í Peking

Finnst engum nema mér skrítið að sjónvarp allra landsmanna skuli ekki eyða einni mínútu í Ol fatlaðra í Peking? Ég skammast mín að vera Íslendingur þegar ég er að horfa á beina útsendingu frá leikunum á Euro sport. En sennilega kann útvarpsstjóri ekki að skammast sín?


Af hverju þegir Ögmundur?

Það hefur vakið furðu mína hvað hljótt hefur verið um formann BSRB núna í launadeilu ljósmæðra. Ég hef áður vakið athygli á tvöfeldni hans, að vera formaður BSRB og vera alþingismaður og varaformaður stjórnmálaflokks. Það er kannski meira en tvöfeldni. Af hverju stendur hann bara ekki upp og lýsir því yfir að hans umbjóðendur muni ekki fara fram á sömu prósentuhækkun launa og ljósmæður. Myndi deilan þá ekki leysast?


Grænir ísbirnir

grænir ísbirnir

  Þrír ísbirnir í dýragarðinum í Higashiyama Zoo and Botanical Gardens, í Japan hafa skipt um lit frá hvítu yfir í grænt. Talið er að veðurfarsbreytingum sé um að kenna en óvenjumikill hiti var í Japan í júlí og ágúst. Dýragarðsverðirnir segja að birnirnir fái sinn hvíta lit aftur.

 Mikið er ég fegin að allir Ol. fararnir okkar komu heim með sama litarhátt og þeir fóru með. Það hefði ekki verið gaman að sjá græna kalla og kerlingar á pallinum á Arnarhóli!

 En ef þessi litur helst á bangsa hvernig verður þá fyrir ferðamenn að vara sig á þeim? Falla ísbirnir grænir inn í græna móa. Það var þó skárra að sjá hvíta rollu og halda að það hafi verið ísbjörn, en að sjá ekki neitt.


Brosað í gegnum tárin

Það er ástæða til að taka vel á móti þessum nýju landnemum fyrst við erum á annað borð að bjóða þeim hingað. Mér finnst að það hefði verið farsælla að hjálpa þessu fólki á sínum heimaslóðum eða sjá til þess að það gæti verið sem næst þeim. Ríkisstjórnin hefði fengið prik hjá mér hefði hún fordæmt hlutdeild Ísrael í Palestínu og krafist þess að flóttafólk þaðan fengi að snúa heim.

Flestir muna komu flóttamanna hingað frá fyrrum Júgóslavíu. Þessu fólki var komið fyrir hingað og þangað á landsbyggðinni. Fæstir undu sér þar og fóru. Sumir “suður” aðrir enn lengra því þá var Ísland orðið stökkpallur fyrir það lengra út í heim.

Við leysum engan vanda með svona fólksflutningum. Vissulega er gott að 29 manns séu nú komnir í öruggt skjól. En hefði sú upphæð sem þessi flutningur og framhaldið kostar, ekki nægt til að bjarga nokkrum þúsundum á þeirra heimasvæði?

Það hljóta að vera blendnar tilfinningar í brjóstum þessa fólks, gleði og sorg og engin furða þó það brosi - í gegnum tárin.


mbl.is Flóttafólkið brosti við heimkomuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir landnemar

Mér finnst óviðeigandi að kalla það fólk sem við erum að taka á móti og bjóða hér búsetu "flóttamenn". Síðan festist nafngiftin við það og þetta fólk verður ár og síð í augum okkar "flóttafólk". Þetta var flóttafólk þegar það var í flóttamannabúðunum í Írak en er það ekki lengur.


mbl.is Flóttafólkið kemur til landsins í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland einasta pinkutjóðin, sum fekk stig

Taka vit úrslitini hjá pinkutjóðinum í HM-undankappingini í kvøld, so sæst, at tað varð bara Ísland, sum fekk stig í kvøld.


Þar sem lognið hlær svo dátt

Þennan sunnudagsmorgun er fjörðurinn fagur sem aldrei fyrr. Ekki skýjahnoðri á himni og sólin aðeins farin er að lækka á lofti. Skuggar fjallanna teygja sig neðar og neðar og klettar og drangar í giljum taka á sin kynjamyndir. Hrafnakirkjan er núna tvílit, dökk vestanmegin og ljós austanmegin. Rauðubjörgin lýsa sem logandi gull, Múlinn tignalegur sem aldrei fyrr og fjörðurinn eins og spegill. Þessir morgnar eru hreint yndislegir. Á þessari mynd er lágskýjað en hún er tekin upp við Drangaskarð fyrir nokkrum árum.

Rauðu björgin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband