Færeyjar og Tyrkland

Ég er að fara til tveggja ólíkra staða. Annars vegar til Færeyja og hins vegar til Tyrklands. Sumir segja að það sé alltaf rigning eða þoka í Færeyjum, ég er ekki sammála. Mér var í gær boðið í ferð til Færeyja 12. – 16. september. Ég þáði boðið og hlakka mikið til. Það sem helst vefst fyrir mér þessa stundina hvernig ég eigi að púsla þessari ferð saman við Tyrklandsferðina 23. september. Á ég að fljúga heim að Færeyjaferðinni lokinni eða vera fyrir sunnan þessa daga sem eru á milli. Dj... er erfitt að ákveða það.

Ég var svo hissa á þessu boði að ég spurði er þetta alveg víst og svarið var þetta; já, svo framarlega sem allri ferðinni verður ekki aflýst. En á því hafði viðmælandi minn enga trú. Ég verð í för með fjölmiðlafólki sem fer í boði Atlantic Airways og tilgangur boðsins er að vekja athygli landans á Færeyjum. Þá er ég á réttum stað því ég hef verið ákafur talsmaður þess að taka upp mun meiri samskipti við Færeyjar.

Tók áskorun Þóreyjar Péturs og kom mér upp andlitsbók! Er svo hryllileg steingeit að ég þoli ekki áskoranir - án þess að taka þeim.


Mál til komið

Nú standa yfir miklar gatnagerðarframkvæmdir við þjóðveginn í gegn um Neskaupstað og er mál til komið. Vegurinn í gegnum bæinn hefur verið bæjaryfirvöldum til háborinnar skammar, en kannski er þeim vorkunn, þar sem það er í verkahring Vegagerðarinnar að leggja þjóðbraut í þéttbýli. Ég heyrði því fleygt að garðayrkjustjóri sveitarfélagsins hefði varpað fram þeirri spurningu á einum af mörgum fundum með Vegagerðinni, hvort ekki væri rétt að hann þökulegði veginn í gegnum bæinn og Vegagerðin keypti bát til að flytja fólk í miðbæinn! Sel það ekki dýrara en ég keypti það.


Gott kvennalið

Þetta er frábær árangur hjá stelpunum og ég er viss um að með sömu leikgleði og hefur einkennt síðustu leiki þeirra, vinna þær Frakkana - ekki laffrakkana - og vinna sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Þeim dugar jafntefli, en auðvitað leika þær til sigurs.

Í hvaða sæti er karlalandsliðið? 


mbl.is Kvennalandsliðið stendur í stað á FIFA lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hvaða fangelsi var hún?

Ég hef fylgst með fréttum af samskiptum Afls, starfsgreinafélagi Austurlands, við eiganda umrædds veitingahúss á Breiðdalsvík og finnst framkoma Horst Müller minna mig óþægilega mikið á ákveðna stétt manna í Þýskalandi, sem var og hét.
mbl.is Líkir vinnu í veitingahúsi við fangelsisvist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smekkleysa eða sjálfsagður hlutur?

Ég get ekki að því gert að mér finnst það skrítið, já jafnvel asnalegt, að heyra lagið Lítill drengur leikið undir auglýsingu frá SPRON. Þetta lag er fyrir löngu orðið þjóðareign ef svo má segja og þau eru ófá skiptin sem það hefur heyrst við jarðarfarir, skírnir  og brúðkaup, já og við alls konar persónulega viðburði hjá næstum öllum fjölskyldum landsins.

Talið er að SPRON hafi greitt tæpar tvær milljónir fyrir notkun á laginu og að Megas hafi fengið eitthvað minna fyrir lag sitt Ef þú smælar... sem notað er hjá N1. Eflaust eiga fleiri tónskáld eftir að feta í fótspor þessara tónlistarmanna og nú bíð ég spennt eftir hvort og þá hvenær “Ég bið að heilsa” eftir Inga T verði notað í auglýsingu frá ferðaskrifstofa. Nú það er þegar farið að nota sálma í auglýsingar Umferðarstofu. Smekklaust.


Fékk ekki djobbið

Fékk bréf í morgun þar sem mér er tilkynnt að ég fái ekki vinnuna sem ég sótti um. Er ánægð með þessi vinnubrögð. Viðtöl við alla umsækjendur og þeim tilkynnt nánast samdægurs hver niðurstaðan er. Umsækjandinn sem var ráðinn er flottur ungur maður sem hefur þó nokkur kynni af starfinu. Honum óska ég alls hins besta. Það kemur dagur eftir þennan dag.


Árangursríkt samstarf

Samstarf löggæslunnar á Íslandi og í Færeyjum leiddi til þess að maður var tekin með fíkniefni við komu Norrænu til Seyðisfjarðar í gær. Færeyski Portalurin segir svo frá:

Samstarv millum tollvaldið í Føroyum og Íslandi gjørdi, at ein rúsevnasmuglari bleiv tikin, tá Norrøna kom á Seydisfjørðin í gjár Sambært íslendsku fjølmiðlunum funnu menn hjá løgregluni og tollvaldinum rúsevni í bilinum hjá einum ferðamanni, tá Norrøna kom úr Føroyum til Íslands í gjár. Bileigarin, sum er útlendingur í 60-unum, varð tikin og hevur sitið í varðhaldi í nátt. Guðbrandur Hansson, fulltrúi hjá íslendsku rúsevnaløgregluni, sigur við Morgunblaðið, at løgreglan og tollvaldið hava funnið rættiliga nógv rúsevni í bilinum hjá ferðamanninum, men at tey eru ikki liðug at kanna bilin enn. Sambært blaðnum Vísir er talan um hash og nakað av hvítum pulvuri, sum er annaðhvørt kokain ella amfetamin. Guðmundur Hansson sigur við Morgunblaðið, at hetta málið kann hava samband við eitt annað mál av sami slagi í mai í ár. Hann heldur eisini, at tann tikni maðurin hevur havt samband við eitt ella fleiri fólk í Íslandi. Løgreglan á Seydisfirði sigur, at tað var samstarv millum tollvaldið í Føroyum og Íslandi, sum gjørdi, at smuglarin bleiv avdúkaður.

Þvílíkt ógeð

Nauðgun er nauðgun, því verður ekki á móti mælt. Þarna er konan látin gjalda fötlunar sinnar. Það væri fróðlegt að vita hverjir kváðu upp þennan dóm.
mbl.is Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Madonna Íslands

Við erum vitni að því nánast daglega að peningum sé eytt í bruðl. En Madonna er væntanlega að eyða sínum eigin peningum - ekki peningum skattborgaranna eins og ráðamenn þjóðarinnar gera, nú síðast Þorgerður Katrín sem flaug ekki einu sinni til Peking, nei tvisvar sinnum. Ferðalögin hennar kostuðu okkur skattborgarana nokkrar millur og aukapeninga í hennar vasa og eiginmanns hennar í formi dagpeninga! Að starfsfólk Madonnu verði að dvelja á mótelum minnir á erlenda farandverkamenn á Íslandi sem búa við vægast sagt lélegan aðbúnað. Allavega var það svoleiðis.
mbl.is Madonna og lýðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það erfiðasta í lífinu...

Ég sótti um vinnu og var í viðtali í dag. Eftir að ég sótti um var ég hrædd um að ég fengi þessa vinnu, en mér til mikils léttis kom í ljós að umsækjendur eru fleiri en ég! Það skýrist svo í vikunni hver fær djobbið og ég verð að segja eins og er að það var ekki fyrr en eftir viðtalið í dag að mér var ekki alveg sama hvort ég fengi það eða ekki. Hvað sagði ekki David Russel: “Það erfiðasta í lífinu er að ákveða hvaða brýr á að fara yfir, og hverjar á að brenna”.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband