Gæðingastarf - hvað er gæðingur?

Það verður spennandi að sjá hver hlýtur þetta starf. Ég er þess fullviss að það verður einhver gæðingur innan ríkisstjórnarflokkanna, líklega sjálfstæðismaður. Það verður líka spennandi að sjá nöfn þeirra sem sækja um starfið. Eflaust verða þar kunnuglega nöfn því það er oftast sama fólkið sem er á höttum eftir svona stöðuveitingum. Þeir sem ekki fá stöðuna og þeir eru fleiri en þeir sem fá, sækja svo um næstu stöðu og svo koll af kolli.

Ég er minnug þess þegar auglýst var eftir framkvæmdastjóra fyrir átaksverkefnið sem hér var í gangi. Á fjórða tug umsókna bárust. Fljótlega eftir þetta var auglýst eftir bæjarstjóra, á þriðja tug umsókna bárust. Næst var auglýst var eftir sveitarstjóra í pláss á Suðurfjörðum, enn barst fjöldi umsókna. Það merkilegasta við þetta var að það voru alltaf sömu nöfnin á meðal umsækjenda og aldrei nein kona! Forstjóri Landsvirkjunar verður að vera "gæðingur" og helst að eiga nokkra gæðinga og vera með þekkingu til að umgangast þá. Hver er þá maðurinn?


mbl.is Starf forstjóra Landsvirkjunar auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við vorum ágæt...

Mér finnst þetta sanna best að þetta fólk hefur aldrei ætlað sér að setjast hér að. Það fékk vinnu og hefur safnað peningum til að geta komið sér vel fyrir í sínu heimalandi. Stærstur hluti þeirra hefur ekki tekið þátt í samfélaginu – að vinnunni undanskilinni og ég get ekki verið sammála að margir þeirra tali reiprennandi íslensku. Haft er eftir ræðismanni þeirra að “að það ekki þess virði lengur að vera um kyrrt, fyrir nokkrum árum hafi þau getað unnið sér inn fimm- eða sexfalt hærri laun en í Póllandi en nú eru þau aðeins tvöfalt hærri”.
mbl.is Hópast heim til Póllands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með allt niður um sig

Það kemur ekki á óvart að eitt af fyrstu verkum nýs íhaldsmeirihluta í Reykjavík sé að leyfa meira klám. Borgarstjórnarmeirihlutinn er hvort sem er með buxurnar á hælunum og þetta kórónar aðeins stöðuna. Kannski þetta flæki svo stöðuna að hann fer um koll - meirihlutinn, það er nefnilega vont að hlaupa með buxurnar á hælunum - segir nunnan.
mbl.is Nektardans á Óðali og Vegas heimilaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskarinn reddar málinu

Auðvitað freistast skipulagsnefnd til að láta UMFÍ fá þessa lóð kvaðalaust, það er að mínu mati liður í hrossakaupunum sem íhaldið gerði þegar það keypti Óskar Bergsson. Gaman að vita hvort framsóknarmaðurinn Finnur Ingólfsson er ennþá með í plottinu.
mbl.is Umsögn um úthlutun lóðar til UMFÍ fyrir borgarráð á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel heppnuð mynd

Ég fór í gærkveldi ásamt systur minni og mági og þvílík skemmtun. Ég get alveg tekið undir með þeim sem segjast geta farið aftur að sjá myndina. Þarna hitti ég líka fólk sem hafði ætlað í sal 4 en hætti við og fór í sal 1 - aftur til að sjá Mamma Mia! Dásamleg.
mbl.is Alls ekkert lát er á vinsældum Mamma Mia!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fálkaorðuna til GÞG

Ég held að taugarnar í mér hafi verið jafn mikið þandar og þegar landsliðið í handbolta vann í Frakklandi fyrir 20 árum eða svo, fyrr en í dag. Þá fékk maður ekki að lifa sig jafn mikið inn í leikina og nú en þessi árangur íslenska liðsins er hreint ótrúlegur. Silfur er staðreynd og gullið getur verið innan seilingar. Ég trúi alveg að þeir hafi þetta.

Menntamálaráðherra ætlar að fljúga út í fyrramálið til að fagna með strákunum, ég er alveg sátt við þá ferð hennar. Hún ætlar líka sem forsætisráðherra að sjá til þess að þeim verði haldin vegleg veisla þegar þeir koma heim. Ég ætla að vona að Hr. Ólafur Ragnar Grímsson sæmi þjálfara liðsins Guðmund Þ, Guðmundsson, Fálkaorðunni, menn hafa fengið hana fyrir minn – svo miklu minna.

Smá til mæli: Í Guðsbænum hættið að fagna með; olei oleioleiol. Þetta er ákall Muhameðs trúar manna. Þeir gætu misskilið þetta, eins og myndirnar í Jótlandspóstinum!


Má það hinar næturnar?

Þær eru alltaf jafn furðulegar fyrirsagnir Moggans. Þessi fyrirsögn segir beinlínis að það megi nauðga aðrar nætur en á Menningarnótt. Þarna er verið að snúa út úr slagorðum átaksins "Karlmenn segja nei við nauðgunum" sem karlahópur Femínista félags Íslands hefur staðið fyrir undanfarin fimm ár.


mbl.is Segja nei við nauðgunum á menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strákarnir okkar

Ég þori nú varla að blogga meira um frammistöðu íslensku keppendanna á Ol. leiknum. En “strákarnir okkar” eru þar á meðal og þeir hafa endurtekið leikinn frá því í Barcelona 1992, eru komnir í fjögurra liða úrslit. Þeir mæta þar annað hvort Kóreumönnum eða Spánverjum. En það skiptir engu máli, á góðum degi geta þeir unnið hvaða lið sem er og vonandi verður góður dagur fyrir þá á föstudaginn. Þá mun þorri íslensku þjóðarinnar sitja fyrir framan skjáinn og fylgjast með. Menntamálaráðherra íhugar að eyða svolítið meira af skattpeningunum okkar með því að fara aftur til Kína. Vonandi situr hún heima, strákarnir hafa enga þörf fyrir hana þarna úti frekar en á leikjum hérna heima. Til hamingju Ísland.


mbl.is Ísland í undanúrslit á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Ol. leikum - ekki á íslensku sveitamóti

Enn og aftur. "Ég átti að gera betur en þetta en ég hef ekki kastað spjótinu í fjórar vikur vegna meiðsla og það kom greinilega niður á mér í þessari keppni,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir Íslandsmeistari í spjótkasti en hún kastaði aðeins 48,59 metra í undankeppninni á Ólympíuleikunum í Peking. Þetta er litlu betri árangur en á ungmennafélagsmótum á Íslandi og þangað kostar ekkert að fara.
mbl.is Ásdís: „Ég átti að gera betur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður fyrir borgarstjóra

Er þarna ekki komið fullkomið farartæki fyrir brogarstjóra? Hann verður vel sýnilegur, alltaf á meðal fólksins sem hann ætlar að vinna fyrir. Borgarbúar myndu virða það við hann að spara á þennan hátt og væntanlega menga minna. Það mætti tjalda yfir stólinn á votviðrisdögum.
mbl.is Skrifstofustóll ógnar öryggi bæjarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband