Ásdís hefur lítið getað kastað spjótinu

Segir þetta ekki allt sem segja þarf? Það var fróðlegt viðtalið við Véstein Hafsteinsson í Ol. kvöldinu í gær. Hann var með á hreinu árangur íslendinga á Ol. leikunum frá upphafi held ég og var með á hreinu hvað oft við hefðum verið meðal 10 - 12 bestu. Hann minntist auðvitað á þá þrjá sem hafa verið á verðlaunapalli og að Þórey Edda ætti enn fimmta besta árangurinn í heiminum. En svo bætti hann við en hún hefur verið veik í baki síðustu þrjú ár! 

Ég hef aldrei efast um ágæti þessa íþróttafólks en kemst á Ol. leika. Ég held að það hljóti að vera hápunktur á ferli hvers íþróttamanns að komast á Ol. leika svo ég tali nú ekki um að komast á pall og sjá fána síns lands dreginn að húni. Núna er spjótkastið eina fr. íþróttagreinin sem við eigum eftir. Vonandi, þrátt fyrir meiðslin nær Ásdís að kasta vel. Það er enginn að búast við verðlaunasæti´frá henni. Hún gerir auðvitað sitt besta. En takist henni illa upp, kveður við sama sönginn og hjá öllum hinum, ég fann mig ekki eða meiðslin í olnboganum gerðu mér erfitt fyrir. Gangi þér vel Ásdís.


mbl.is Ásdís hefur lítið getað kastað spjótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komnir á endastöð?

Miðað við frammistöðu strákanna "okkar" í leiknum í nótt þá ná þeir ekki lengra í þessari keppni. Snúi þeir hinsvegar dæminu við og fari að spila vörnina eins og í leiknum gegn Þjóðverjum, verða þeir eins og ég hafði spáð meðal 6 efstu, trúlega á verðlaunapalli. Liðið hefur náð frábærum árangri en það getur meira en það sýndi í nótt. Ýmsir segja að leikurinn í nótt hafi ekki skipt neinu máli, en ég er á öðru máli. Leikurinn í nótt var jafn mikilvægur og hinir leikirnir. Ísland best í heimi!
mbl.is Ýmsir möguleikar hjá íslenska landsliðinu á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar lágu danir í því!

Ulrik

Danski venjarin, Ulrik Wilbek, var dansandi óður eftir dystin ímóti Íslandi. Hann metti ikki, at íslendingar áttu at fingið brotskastið, sum tryggjaði Íslandi javnleik


Okkar keppendur Ol.

Ég er á þeirri skoðun og hef víst viðrar hana áður, að við eigum ekkert erindi á Ol. leikana að handboltalandsliðinu undanskildu. Nú verða auðvitað margir reiðir og hissa, en ég er einfaldlega að lýsa skoðun minni. Þó 10 einstaklingar eða svo, nái tilskyldu Ol. lágmarki hafa þeir ekki að örfáum undanteknum haft erindi sem erfiði. Mér er fullljóst að þeir sem ná tilskyldum lág-mörkum hafa haft mikið fyrir því og lagt sig fram af lífi og sál og ég dái þetta íþróttafólk. En af hverju fáum við endalaust að heyra setningar eins og “ég fann mig ekki” eða “ég náði mér ekki á strik” en aðalatriðið er að þessir keppendur virðast allir meiddi þegar á hólminn er komið. Er það ekki skylda Ol. nefndar ÍSÍ eða sérsambandanna að athuga hvort keppendur þeirra séu í lagi þegar þeir fara út og tilbúnir til að takast á við verkefnin? Þetta er ekki ókeypis. Það sem af er þessum leikum höfum við fengið vitneskju um slitin krossbönd, eymsli í baki, meiðsl í olnboga og eitthvað fleira fyrir utan setningarnar sem ég nefndi áðan.

Ég hef sagt áður og segi enn okkar vettvangur í íþróttakeppni eru Smáþjóðaleikarnir, þar erum við á meðal jafningja. Fólk frá löndum sem hafa innan við milljón íbúa. Svo eru líka til leikar sem heita Eyjaleikarnir. Þar vorum við áður á meðal þátttakenda, en uxum okkur svo yfir höfuð að við hættum í þeim félagsskap. Og hana nú!


Hefðamayjamótið 2008

Hefðameyjamótið okkar í ár var haldið á Grænanesvelli í kvöld. Það var SV strekkingur þegar við byrjuðum en hlýtt og lygndi þegar leið á kvöldið. Það voru 28 konur sem mættu til leiks, flestar frá Neskaupstað, vanar og óvanar. þetta var mjög skemmtilegt kvöld þar sem leikgeliðin og gamanið var í fyrirrúmi.  Eftir að hafa leikið 9 holur var blásið til veislu sem Fjarðaveitingar, Sveinn Jónsson, sá um. Aldeilis frábær matur sem samanstóð af humar með hvítlaukssósu, sænskum kjörbollum. graflax m/brauði og sósu, tígrisrækjum m. hvítlauk, brauði og salati með pesto. Alveg frábær matur. Það komu margir styrktaraðilar að þessu móti en hæst ber framlag Ölgerðar Egils Skallagrímssonar þar sem Sigurjón Egils er í forsvari hér á svæðinu. Teiggjafir í flottum umbúðum frá Lyfju undir stjórn Smára Björgvinssonar, gjafir frá Nesbæ, Nesbakka, Samkaupum, System, Vík, Laufskálanum og síðast en ekki síst aðalverðlaunin frá Fjarðasporti, sem veitt voru fyrir flottasta klæðnaðinn. Þema næsta árs, í tilefni 10 ára afmælis þessa viðburðar, verður hvítt, en val var frjálst í ár. Ætli við komum ekki allar í lökum næsta ár!

IMG_2586

Ljósmynd: Ásgeir Friðrik Heimisson


Valdagræðgi, framapot og eigin hagsmunir

Valdagræðgi, framapot og eigin hagsmunir einkenna þennan nýja meirihluta í Reykjavík. Svik við kjósendur er sjálfsagt mál, lygar í beinni útsendingu er ekkert mál. Þau vita að kjósendur hafa gillfiskaminni. Allur vandræðagangurinn verður gleymdur þegar kemur að næstu kosingum innan tveggja ára. Mér sýnist sama staðan vera komin upp og við myndun síðasta meirihluta, varaborgarfulltrúi Óskars styður ekki þetta samstarf, ekki frekar en Margrét Sverrisdóttir studdi fráfarandi meirihluta. Ég óska Marsibil til hamingju að vera trú málstað sínum, við Guðna Ágústsson segi ég þetta: búðu þig undir að þetta verði síðasta kjörtímabil þitt á þingi. Svona stjórnarhættir tilheyra ekki núinu.
mbl.is Marsibil styður ekki nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau myndu selja ömmu sína ef þau gætu

„Sæll og bless og þú ert kominn” og svo smellti hún á hann einum. Þvílíkt sjónarspil og þvílíkar lygar. Auðvitað er Framsókn alltaf söm við sig og þrátt fyrir yfirlýsingar Óskars Bergssonar í fjölmiðlum í dag, er hann nú hlaupinn upp um háls íhaldsins. Það dugði ekkert minna en kossaflans þegar þau mættust hann og Hanna Birna. Þau myndu selja ömmu sína ef þau gætu. Ég gæti ælt.


Leikhúsvertíðin byrjuð

Þá er leikhúsvertíðin byrjuð, nokkru fyrr en vanalega. Hér er þó ekki átt við leikhúsvertíðina hjá Þjóðleikhúsinu eða Borgarleikhúsinu, nei heldur Ráðhúsleikhúsinu. Það leikhús hefur að vísu að undanförnu ekki einskorðað sig við haust og vetur. Innan skamms byrjar svo vertíðin í leikhúsinu við Austurvöll. Ef borin eru saman laun leikkaranna í öllum leikhúsunum kemur í ljós að aðal-leikarnir í Ráðhúsleikhúsinu bera mest úr býtum. Svo góðum launum að þeir fljúga á milli landa til að sækja fundi - væntanlega á eigin kostnað.
mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikur sem átti að vinnast

Ég hefði sætt mig við jafntefli í leiknum við Koreu. Enn sem fyrr kemur í ljós að við ráðum ekki við framliggjandi vörn, Fálmkenndur sóknarleikur á köflum, of mörg mistök og dauðafæri ekki nýtt. Liðið sýndi þó hvað það getur þegar það lagfærði stöðuna í eins marks mun. Mér fannst dómararnir hliðhollir Koreu-mönnum, enda pólskir og vilja síst af öllu fá Íslendinga á móti sér í 8 liða úrslitunum. Það er ekki aðeins í fótboltanum sem leikmenn eru með leikaraskap, Koreu-mennirnir plötuðu dómara leiksins upp úr skónum. Nú verður stefnan bara sett á að vinna Danina.


mbl.is Ísland tapaði með einu marki fyrir Suður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki á pillunni

Ég var ekki á pillunni en samt er ég skilin við Hr. Rangan eða Hr. Rangur skilinn við mig!
mbl.is Hr. Rangur valinn vegna pillunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband