7.8.2008 | 09:32
Veisla framundan
Ég er eins og krakki sem hlakkar til jólanna, svo hlakka ég til að horfa á Ólympíuleikana í sjónvarpinu. Þar sem mikill munur er á tímanum hér og í Kína verðum við sem ætlum að fylgjast með þessum íþróttaviðburði að vaka svolítið. Auðvitað hlakka ég mest til að fylgjast með íslensku keppendunum, þá sérstaklega landsliðinu í handbolta og Rögnu Ingólfsdóttur, en ég tel mestar líkur á góðum árangri þar.
Það er ekkert skrítið þó ýmsir agnúist út í það að leikarnir séu haldnir í Kína, það geri ég líka. En þar verða þeir settir á föstudaginn og því fær ekkert breytt. Það hefur ekki alltaf ríkt sátt og samlyndi hvorki um leikana eða á þeim. Tökum nokkur dæmi:
Mexíkó 1968. Tíu dögum fyrir Ol. leikana er talið að 200 300 stúdentar hafi verið drepnir þegar þeir mótmæltu leikunum. Tölu þeim fjármunum sem varið var til leikanna betur varið til mannúðarmála. Munchen 1972. Fjórum árum seinna og sennilega mörgum enn í fersku minni tók Svarti september, bandarískur öfgahópur, fjölmarga ísrælska íþróttamenn til fanga, ellefu dóu. Montreal 1976. Austur-Þýska kvennaliðið í sundi vann 11 af 13 gullverðlaununum sem í boði voru. Upplýst var í kjölfarið að hundruð frjálsíþróttamenn frá Austur-Þýskalandi notuðu steralyf. Moskva 1980. Bandaríkjamenn og 60 aðrar þjóðir hundsuðu leikana vegna innrásar Rússa í Afganistan. Los Angeles 1984. Ásýnd leikanna tekur nýja stefnu. Glamorinn og hamagangurinn taka völdin og leikarnir verða sem ein allsherjar auglýsing, þar sem í fyrsta skipti ákveðinn styrktaraðili kom að leikunum. Seoul 1988. Mesta athygli vakti þegar Ben Johnson var sviptur gullinu í 100 m. hlaupi eftir að upplýst var að hann hafði notað ólögleg lyf. Atlanta 1996. Allt var á suðupunkti þegar Muhammad Ali kom fram. Leikarnir hófust á dramatískan hátt þegar sprengja sprakk í skemmtigarði rétt hjá leikvanginum. Einn maður lét lífið og á annað hundrað særðust. Leikanna verður sennilega lengi minnst fyrir frábæra framkvæmd. Á þessum leikum varð JACKIE JOYNER-KERSEE fyrst kvenna til að taka þátt í sjöþraut og vann hún hug og hjörtu allra áhorfenda. Sidney 2000. Leikarnir í Sidney voru þær stærstu og umfangsmestu frá upphafi. Tæplega 11000 þúsund íþróttamenn frá 199 þjóðum tóku þátt í leikunum, 47000 sjálfboðaliðar og fjölmiðlafólk var um 16000. Á þessum leikum gerðist það að Marion Jones vann til fimm verðlauna. Hún var síðar svipt gullinu og dæmt til refsingar fyrir lygar og meinsæri. Á sömu leikum hættu 300 kínverskir íþróttamenn þátttöku eftir að 40 landar þeirra, í róðri, féllu á lyfjaprófi.
Aþena 2004. Leikarnir haldnir í heimalandi leikanna, bæði þeirra forn grísku og Ol. leika nútímans. Í fyrsta sinn fór fjöldi þátttökuþjóða yfir 200. Talið er að yfir 3.9 billjón manns hafi horft á leikana í sjónvarpi..
Það á örugglega ýmislegt eftir að gerast í Peking, bæði gott og slæmt. Þessi upptalning hér að ofan er aðeins brot af því sem ég vildi sagt hafa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2008 | 09:25
Faster, higher, stronger
![]() |
Viagra málið á Ólympíuleikunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2008 | 09:17
Farið hefur fé ...
![]() |
Nýr seðlabankastjóri í vetur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2008 | 16:44
Næturgestir
Þau sváfu hjá mér í nótt langömmubörnin mín, Amelía Ýr, Sonja Björg og Guðmundur Steinn. Ég svaf ekki mikið, ekki vegna þess að þau væru óþæg, heldur var ég hrædd um að sofna of fast. Guðmundur Steinn kom sofandi og vankaði tvisvar eða þrisvar fram til tíu, eftir það svaf hann til hálf átta í morgun. Það var erfiðara að koma skottunum í svefn. Sonja Björg er svoddan mömmustelpa að hún var lengi að komast í svefn. Það var ekki fyrr en ég sagði henni að kallinn á loftinu heyrði í henni, að hún lá kyrr og sofnaði um leið. Amelía Ýr, þurfti að ræða málið og sofnaði ekki fyrr en undir ellefu.
Það var myljandi fyllirí og hávaði úr íbúð hérna á neðri hæðinni og endaði það með því að ég fór niður um tvöleitið og bað fólkið að hafa lægra. Ég er ekki kveistin en þetta keyrði úr hófi fram.
Ég var komin á fætur þegar Guðmundur Steinn vaknaði hálf átta, Sonja Björg vaknaði svo hálf níu og Amelía Ýr klukkan níu. Það var hafragrautur í morgunmat og gerði peyinn honum góð skil en stelpurnar ekki. Foreldrarnir komu svo um ellefu og fengu sér tertu, það var hádegismaturinn þeirra. Höfðu farið á ball og skemmt sér vel.
María Mist svaf hjá vinkonu sinni sem hún hitti í bænum í gær. Þær spila fótbolta með ÍR, eru í sama bekk og eiga sama afmælisdag. Þær voru báðar jafn fengnar að fá félagsskap af jafnöldru.
Bloggar | Breytt 4.8.2008 kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.8.2008 | 10:24
Alltof langur tími
![]() |
Sviptir ólympíugulli vegna lyfjaneyslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2008 | 09:33
Er Gauti gleymdur?
Mótor bátnum Hrólfi Gautrekssyni NK 2, í daglegu tali okkar Norðfirðinga kallaður Gauti, var komið fyrir í fallegu umhverfi í Víkinni. Báturinn var þarna sannkallað augnayndi. Nú hefur Gauta hnignað, ekki vegna aldursins, hann ber hann vel, heldur vegna þess að lítið eða ekkert hefur verið hirt um bátinn síðan hann var settur þarna niður.
Það er komið vel á annan áratug síðan Þórður Jóhannsson skrifaði nokkrar línur í Austurland um Gauta, og vakti athygli okkar bæjarbúa á nauðsyn þess að gera þennan bát upp en Gauti hafði þá legið um árabil í vanhirðu á fjörukambinum inni við höfn.
Það voru margir sem höfðu áhuga á þessu máli og fljótlega eftir að umræðurnar urðu meiri og háværari var Gauti loksins tekinn til endurnýjunar og annaðist það verk af stakri alúð Þórður Sveinsson húsasmíðameistari frá Barðsnesi., sem nú er látinn.
Í vetur léku veðrin Gauta grátt. Meðal annars brotnaðu mastur hans og eitthvað annað skemmdist. Ekkert hefur verið hirt um að laga þetta né mála bátinn. Skiltið sem stóð hjá Gauta með upplýsingum um sögu hans fauk um koll og hefur ekki verið hirt um að setja það upp aftur. Auðvitað er þetta okkur til vansa og þá sérstaklega þeim sem eiga að sjá um þessi mál, það er safnanefndinni.
Útgerð árabáta átti drjúgan þátt í því að skapa forsendur fyrir þéttbýli á Nesi í Norðfirði en fyrst fór þorpið að vaxa verulega með tilkomu vélbátanna.. Árið 1905 voru 355 íbúar á Nesi en 1118 árið 1930. Það voru í reynd þessir fyrstu vélbátar sem lögðu hornstein að myndarlegum kaupstað við Norðfjörð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2008 | 22:04
Íþróttagenin
Við fórum í golf stelpurnar í kvöld. Fórum ekki nema 7 holur því það var svo margt á vellinum og yngsta stelpan var svolítið lengi. Nafna mín er efni í ofurkylfing og þarf ekki margar stundir á golfvelli undir leiðsögn til að verða alveg frábær. Hún gerði sér lítið fyrir og fékk fugl á fjórðu og fagnaði gríðarlega. Það eru sko íþróttagen í þeim báðum, já öllum barnabörnunum.
Við fórum svo að horfa á drullubolta sem var ævintýralegur. Fjöldi fólks að horfa á og keppendurnir drullugir upp fyrir haus. Þetta var upphafið að Neistafluginu.
Á leið okkar í bæinn í gær fórum við í gegnum skrúðgarðinn. Ég benti litlu skottunum á rifsberin sem nóg var af en öll græn. Stelpurnar slitu af ber til að smakka og á meðan þær voru að klípa af endana tók í ber og hreinsaði og rétti Sonju Björgu. Hún tók við því og reyndi þá að setja berið sem hún var með aftur á greinina!
Mikið um að vera á morgun. Við María Mist stöndum vaktina hluta af deginum í golfskálanum. Hún fer á æfingarsvæðið en ég sel vöfflur með rjóma og innheimti keppnisgjöld fyrir laugardaginn.
María Mist missti fyrsta jaxlinn í kvöld, hún fær ekki fleiri karamellur!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2008 | 08:52
Ungmennafélagsandinn er fyrir löngu dauður
![]() |
Óvissa með kvennalandsliðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2008 | 08:38
Hver veit hvað er í skottinu?
![]() |
Þýfi sent í stórum stíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2008 | 15:51
Full hús af yndislegu fólki
Í gær fylltist heimilið af yndislegu fólki. Hulda Elma og Siggi komu með börnin sín þrjú og María Mist varð samferða þeim af Héraði. Það var því kátt í kotinu, mikið fjör og mikið gaman. Allir fóru svo í sundlaugina á meðan ég var að elda og það voru svangir ferðalangar sem komu heim úr lauginni.
Við fengum okkur svo labbitúr í bæinn í morgun, fórum í búðir og kaffihús og enduðum auðvitað í ís-sjoppunni. Í þessu skrifuðu orðum erum við María Mist að fara í golf en hin fara í sund. Þessi færsla er sérstaklega fyrir sjómanninn minn og dótturina sem er stödd í Svíþjóð.
Allt er í góðu standi. Ég ætla að passa eitt kvöld fyrir Elmu og Sigga og María Mist verður með þeim á laugardaginn ef ég fer í golfmótið. Er skráð þar en það er biðlisti svo það er ekkert mál að hætta við. Hugsa málið til morgunsBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar