29.7.2008 | 12:42
Þangað safnast auður...
Landsbankinn græðir sem aldrei fyrr og mest á þjónustugjöldum, stjórnendur hans hafa þó ekki í hyggju að lækka þau.. BP hefur aldrei gætt eins mikið og núna, og hver borgar, almenningur. Breskir neytendur eru reiðir vegna mikils gróða BP og telur að fyrirtækið ætti að lækka álagningu sína á eldsneyti. Kreppan nær ekki til þessara félaga en hún nær svo sannarlega til almennings, sem blæðir.
Við neytendur greiðum þjónustugjöldin í bönkunum og því græða bankarnir á okkur.
Við eigum engan talsmann sem leitar réttar okkar enda kannski ekki hægt um vik. Við látum alltaf hafa okkur að fíflum. Og svo eru stjórnendur hissa að íslenskir neytendur séu svartsýnir.
Það má orðið ekkert segja. Borgarstjórinn í Reykjavík ætlar að víkja varaformanni skipulagsnefnda úr nefndinni af því hún sagði í útvarpsviðtali að hún teldi ekki tímabært að tjá sig um mál Listaháskólans. Ég held að borgarstjórinn sé ekki með fulla fimm, en það má ég auðvitað ekki segja, en asni sem ég þekki er kallaður borgarstjórinn.
Árni Johnsen krefur Agnesi Bragadóttir blaðamann um litlar fimm millur af því að Agnes sagði á Bylgjunni að Árni væri dæmdur glæpamaður. Hann væri mútuþægur og dæmdur fyrir umboðssvik í tveggja ára fangelsi. Hún bætti svo um betur með því að kalla Árna hálfgert stórslys.
Hver man ekki eftir 600 þúsundunum sem Bubbi fékk af því að undir mynd af honum stóð: Bubbi ekki hættur.
Búum við í lögregluríki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2008 | 09:56
Aftur í tossabekkinn
![]() |
Farþegar færa sig aftar í vélina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2008 | 07:49
Með vængjaslætti?
![]() |
Fatlaðir fljúgi áreynslulaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2008 | 16:55
Ég mótmæli
Ég er mjög sátt við þessar tillögur að einni undanskilinni. Eins og segir á heimasíðunni voru þessar tillögur samþykktar í vor, nú er nær hausti en vori. Hvað hefur tafið að koma þessu á framfæri?
Ég mótmæli því harðlega að hætt verði að nota slagorðið: Neskaupstaður, þar sem lognið hlær svo dátt, og setja Norðfjörður í staðinn. Ég hef spurt áður á þessum vettvangi hvaða leyfi hefur bæjarstjórn Fjarðabyggðar til að hætta að nota Neskaupstaður. Haf íbúarnir verið spurðir? Ó, nei. Veit sveitarstjórnin ekki hvað orðið íbúalýðræði þýðir?
Mjóifjörður falinn fjársjóður. Eskifjörður - sjór og saga. Reyðarfjörður - þar sem hjartað slær Fáskrúðsfjörður það er lífið! Steinaríkið StöðvarfjörðurÞað er mat starfsmanna Fjarðabyggðar sem unnu úr tillögunum að þessi nýju kjörorð séu grípandi, skemmtileg og lýsandi fyrir hvern stað og að þau geti nýst vel fyrir þjónustuaðila og fyrirtæki á hverjum stað svo og í kynningarstarfi sveitarfélagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.7.2008 | 11:11
Margra mánaða bið...
Unnið er að því að setja upp nýjar vefmyndavélar við hafnirnar í Fjarðabyggð. Þessi tilkynning hefur verið á heimasíðu Fjarðabyggðar um nokkurra mánaða skeið. Ég veit ekki fyrir víst hvað lengi en lengi. Vefmyndavélar fást í nánast öllum verslunum sem selja tölvur og myndavélar og eflaust fleiri verslunum. Hvað dvelur Orminn langa?
Það er ekki bara ég sem vil sjá hvernig veður er í þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar, það eru fjölmargir brott fluttir af öllu svæðinu sem vilja skoða myndirnar. Ég vil benda þeim sem eiga að sjá um þessa hluti að það er algjörlega óforsvaranlegt að beina myndavélinni í Neskaupstað yfir hafnarsvæðið. Sú vél er raunar í eigu Síldarvinnslunnar hf. og sýnir athafnasvæði þess fyrirtækis, en ég vil fá að sjá yfir bæinn og það vilja fleiri.
Ef þið hafið ekki tíma eða vilja til að ganga í þetta auðleysanlega verk, þá skal ég taka það að mér!
Bloggar | Breytt 24.7.2008 kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2008 | 08:33
Eru geðsjúkdómar smitandi?
![]() |
Geðfatlaðir óvelkomnir á Ólympíuleikana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2008 | 23:17
Hentu krakkanum út – hann þarf að skíta
Þetta er svo sem ekki geðsleg fyrirsögn, en ef þú skiptir út orðinu krakkanum og setur hundinum í staðinn þá skýrist málið. Hundahald á landinu er farið úr böndum. Maður sér varla kerlingu á ferð án hunds, kjölturakka eða aðrar gerðir. Já konur frekar en karla. Enginn virðist vera maður með mönnum án þess að eiga hund. Nú má af skrifum mínum ráða að ég sé hundahatari, svo er ekki. Ég held að flestir hundaeigendur fari að lögum og reglum, en því miður eru það þeir, sem það gera ekki, sem koma óorði á alla hundaeigendur.
Ég hef heyrt fólk segja; þetta er eins og barnið mitt og er þá að lýsa hundinum sínum. En myndi maður henda barninu sínu út til að skíta? Þetta gera margir eigendur við hunda sína. Það þarf varla að taka fram að þeir þrífa sjaldnast upp eftir þá.
Þeir eru látnir skíta í fólkvöngunum og í almenningsgörðum svo maður tali ekki um á gangstéttirnar. Á vinsælli gönguleið, svonefndum Seldalsafleggjara hér í bæ, er vinsælt að fara með hunda. Þar skíta þeir og sumir eigendur hirða upp eftir þá en henda svo pokunum út fyrir vegkantinn. Þetta geta allir séð sem þarna fá sér göngutúr.
Eftirliti með hundahaldi er stórlega ábótavant. Ég efast um að allir þeir hundar sem eru hér í bæ séu skráðir og eigendurnir greiði af þeim lögboðin gjöld. Til hvers að vera að setja reglur um hunda- og kattahald ef þeim er ekki fylgt eftir? Þá er betra heima setið en af stað farið.
Og nú verður allt vitlaust!
Bloggar | Breytt 22.7.2008 kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.7.2008 | 09:27
Fallegt afgreiðslufólk selur ekki meira
![]() |
Fallegt afgreiðslufólk selur ekki meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2008 | 09:22
Bjarnarganga á Vesfjörðum
Það er náttúrulega dauðans alvara ef ísbirnir eru að þvælast á slóðum ferðamanna. Munið þið að fyrir nokkrum dögum þurfti leiðsögumaður að skjóta ísbjörn á Grænlandi sem var að abbast upp á ferðamenn. Allt tal um að þriðji ísbjörninn hafi verið skotinn og grafinn án þess að gera það opinbert er náttúrulega bara þvæla. Ég trúi alveg að ferðamennirnir telji sig hafa séð ísbirni og að leita að þeim úr lofti er eins og að leita að saumnál í heystakki. Kannski jarðarför þess þriðja hafi farið fram í kyrrþey?
![]() |
Engir ísbirnir fundust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.7.2008 | 15:36
Íslendingar keypa nú laks úr Føroyum
Íslendska alivinnan er næstan farin fyri bakka og nú eru bara tríggir alarar eftir, skrivar uf.fo.
Laxeldi var eitt af því sem átti að bjarga fyrirtækjum. En allir vita hvernig fór. Talað er um að það sé meðal annars háu raforkuverði að kenna. Það erhluti skýringarinnar, en staðreyndin er sú að vaxtarhraði eldisfisks er mun hægari hér á landi en t.d. í Færeyjum og Noregi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar